Lífið

Ís­rael sendir kvörtun til EBU

Bjarki Sigurðsson skrifar
Yuval Raphael, keppandi Ísrael í Eurovision 2025, sést hér ganga túrkis dregilinn á meðan mótmælendur veifuðu fána Palestínu.
Yuval Raphael, keppandi Ísrael í Eurovision 2025, sést hér ganga túrkis dregilinn á meðan mótmælendur veifuðu fána Palestínu. Getty/Harold Cunningham

Þátttöku Ísrael í Eurovision var mótmælt þegar atriði keppninnar óku eftir túrkis dreglinum í gær. Ísraelski hópurinn hefur sent kvörtun til Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) vegna atviks í göngunni. 

Atriðin óku eftir lengsta túrkis dregli Eurovision-sögunnar í gær á gömlum lestarvögnum. Úr vögnunum veifuðu keppendur svo aðdáendum sem höfðu raðað sér við hlið dregilsins.

Það voru þó ekki einungis aðdáendur sem voru mættir, heldur einnig mótmælendur sem mótmæltu þátttöku Ísrael í keppninni vegna stríðsreksturs þeirra í Palestínu. Þeir veifuðu fána Palestínu og hvöttu fólk til að sniðganga Eurovision vegna þátttöku Ísrael.

France24 greinir frá því að í kjölfar mótmælanna hafi ísraelski hópurinn kvartað til EBU eftir að ungur maður dró fingur eftir hálsi sér í áttina á meðan hann horfði í átt að vagni hópsins og hrækti í kjölfarið að vagninum. 

Verið er að kanna málið en enginn hefur verið handtekinn vegna málsins og ekki kemur fram hvort nokkur hafi verið handtekinn vegna mótmælanna. Um þrettán hundruð lögreglumenn voru við störf í kringum gönguna á meðan hún var í gangi og að minnsta kosti 150 einstaklingar voru stöðvaðir þegar þeir ætluðu að hindra framgang göngunnar. 


Tengdar fréttir

Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað

Opnunarhátíð Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, fór fram í dag og gengu keppendurnir hinn fræga grænbláa dregil. Hinir sænsk-finnsku meðlimir sveitarinnar KAJ eru taldir sigurstranglegastir en þeir keppa fyrir hönd Svíþjóðar. Lag þeirra fjallar um saunumenningu heimaslóða þeirra en þeir segja sitt næsta lag munu fjalla um gufubaðsmenninguna á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.