Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar 12. maí 2025 11:01 Það er fastur liður í máli margra stjórnmálamanna þegar málefni Palestínu og Ísraels ber á góma að segja að Ísrael hafi rétt til að verja sig. Það er einnig fastur liður í ræðum þeirra, og stefna margra ríkisstjórna, að aðhyllast hina svokölluðu tveggja ríkja lausn. Þessi orðræða hefur verið viðhöfð í áratugi og er enn flutt á þingum og ráðstefnum víða um heim eins og ekkert sé eðlilegra. En það ætti ekki að vera það. Það er ekki nálgun sem getur skilað árangri. Í fyrsta sæti verður að setja MANNRÉTTINDI PALESTÍNUÞJÓÐARINNAR, það er hið raunverulega málefni og hefur verið alla tíð frá 1947. Það ár var sjálfsákvörunarréttur frumbyggja Palestínu lítisvirtur með tillögu Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um skiptingu Palestínu og frá þeim tíma hafa Palestínumenn mátt búa við stöðugar árásir Ísraels gegn þeim mannréttindum sem þið, hvert og eitt ykkar, teljið ykkur eiga rétt á. En ekki Palestínumenn, þeir skulu búa við hernám og aðskilnaðarstefnu. Ef tal ykkar stjórnmálamannanna, um að þið aðhyllist mannréttindi eins og þau eru skráð í Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna, væri marktækt, þá væri ástandið annað. Þá væri ekki þjóðarmorð í Palestínu á fullu í beinni útsendingu um allan heim. Það getur enginn ykkar sagt síðar meir: „ég bara vissi ekki...“ Mannréttindasáttmálinn er skýr og öllum aðgengilegur. Hér er brot úr inngangi Sáttmálans ykkur til upprifjunar: „Þar sem viðurkenning þess að allir séu jafnbornir til virðingar og óafsalanlegra réttinda er undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum, þar sem mannréttindi hafa verið vanvirt og smánuð hefur það leitt til siðlausra óhæfuverka, sem ofboðið hafa samvisku mannkynsins, og þar sem því hefur verið yfir lýst sem æðsta markmiði mannsins að lifa í heimi þar sem allir fái notið tjáningar- og trúfrelsis, séu óttalausir og þurfi ekki að líða skort, þar sem brýnt er að vernda mannréttindi með lögum svo eigi verði gripið til þess örþrifaráðs að rísa upp gegn harðstjórn og kúgun... kunngjörir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna mannréttindayfirlýsingu þessa.“ Ef þið styðjið áfram þjóðarmorðið í Palestínu með aðgerðaleysi eða beinum stuðningi þá fáið þið fleira til að kljást við. Alþjóðakerfið sem við köllum svo, byggt á margvíslegum samningum og sáttmálum til verndar friði og mannréttindum, mun falla. Sú þróun er nú á hraðferð og brátt verður spurningin um líf eða dauða þess samkomulags sem þjóðir gerðu með sér eftir hrylling heimsstyrjaldar þar sem tugmilljónir voru drepin. Mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er leiðarvísir og það er skylda aðildarríkja að starfa samkvæmt samningnum. En það er ekki gert og þess vegna eru tugþúsundir Palestínumanna, börn og fullorðnir, karlar og konur, ungir og gamlir, drepin í hrönnum. Þess vegna er Gazaströndin nú óbyggileg, þess vegna er her Ísraels í óðaönn, án viðurlaga, að hrekja íbúa Vesturbakkans af heimilum sínum, þess vegna versnar ástandið dag frá degi. SETJIÐ MANNRÉTTINDI PALESTÍNUÞJÓÐARINNAR Í FYRSTA SÆTI! Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Það er fastur liður í máli margra stjórnmálamanna þegar málefni Palestínu og Ísraels ber á góma að segja að Ísrael hafi rétt til að verja sig. Það er einnig fastur liður í ræðum þeirra, og stefna margra ríkisstjórna, að aðhyllast hina svokölluðu tveggja ríkja lausn. Þessi orðræða hefur verið viðhöfð í áratugi og er enn flutt á þingum og ráðstefnum víða um heim eins og ekkert sé eðlilegra. En það ætti ekki að vera það. Það er ekki nálgun sem getur skilað árangri. Í fyrsta sæti verður að setja MANNRÉTTINDI PALESTÍNUÞJÓÐARINNAR, það er hið raunverulega málefni og hefur verið alla tíð frá 1947. Það ár var sjálfsákvörunarréttur frumbyggja Palestínu lítisvirtur með tillögu Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um skiptingu Palestínu og frá þeim tíma hafa Palestínumenn mátt búa við stöðugar árásir Ísraels gegn þeim mannréttindum sem þið, hvert og eitt ykkar, teljið ykkur eiga rétt á. En ekki Palestínumenn, þeir skulu búa við hernám og aðskilnaðarstefnu. Ef tal ykkar stjórnmálamannanna, um að þið aðhyllist mannréttindi eins og þau eru skráð í Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna, væri marktækt, þá væri ástandið annað. Þá væri ekki þjóðarmorð í Palestínu á fullu í beinni útsendingu um allan heim. Það getur enginn ykkar sagt síðar meir: „ég bara vissi ekki...“ Mannréttindasáttmálinn er skýr og öllum aðgengilegur. Hér er brot úr inngangi Sáttmálans ykkur til upprifjunar: „Þar sem viðurkenning þess að allir séu jafnbornir til virðingar og óafsalanlegra réttinda er undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum, þar sem mannréttindi hafa verið vanvirt og smánuð hefur það leitt til siðlausra óhæfuverka, sem ofboðið hafa samvisku mannkynsins, og þar sem því hefur verið yfir lýst sem æðsta markmiði mannsins að lifa í heimi þar sem allir fái notið tjáningar- og trúfrelsis, séu óttalausir og þurfi ekki að líða skort, þar sem brýnt er að vernda mannréttindi með lögum svo eigi verði gripið til þess örþrifaráðs að rísa upp gegn harðstjórn og kúgun... kunngjörir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna mannréttindayfirlýsingu þessa.“ Ef þið styðjið áfram þjóðarmorðið í Palestínu með aðgerðaleysi eða beinum stuðningi þá fáið þið fleira til að kljást við. Alþjóðakerfið sem við köllum svo, byggt á margvíslegum samningum og sáttmálum til verndar friði og mannréttindum, mun falla. Sú þróun er nú á hraðferð og brátt verður spurningin um líf eða dauða þess samkomulags sem þjóðir gerðu með sér eftir hrylling heimsstyrjaldar þar sem tugmilljónir voru drepin. Mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er leiðarvísir og það er skylda aðildarríkja að starfa samkvæmt samningnum. En það er ekki gert og þess vegna eru tugþúsundir Palestínumanna, börn og fullorðnir, karlar og konur, ungir og gamlir, drepin í hrönnum. Þess vegna er Gazaströndin nú óbyggileg, þess vegna er her Ísraels í óðaönn, án viðurlaga, að hrekja íbúa Vesturbakkans af heimilum sínum, þess vegna versnar ástandið dag frá degi. SETJIÐ MANNRÉTTINDI PALESTÍNUÞJÓÐARINNAR Í FYRSTA SÆTI! Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun