Ríkið eignast hlut í Norwegian Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. maí 2025 07:27 Norska ríkið mun fara með ríflega sex prósenta hlut í norska flugfélaginu Norwegian. Getty/Joan Valls Norska ríkið mun eignast hlut í norska flugfélaginu Norwegian og mun fara með 6,37% hlutafjár í félaginu þegar viðskiptin hafa gengið í gegn. Í heimsfaraldri covid-19 veitti ríkið flugfélaginu neyðarlán en í stað þess að félagið greiði lánið til baka að fullu fær ríkið hlut í fyrirtækinu. Þetta kemur fram í tilkynningu til kauphallar í morgun og norska ríkisútvarpið NRK greinir frá en það var Norwegian sem lagði til að lánið yrði endurgreitt með þessum hætti. Til viðbótar við hluti í fyrirtækinu fær ríkið einnig um helming lánsins endurgreitt, en það hljóðaði upp á 1,2 milljarða norskra króna, eða sem nemur rúmum 15 milljörðum íslenskra króna. „Við erum afar ánægð með þessi viðskipti, þetta eru mjög góð viðskipti fyrir Norwegian. Og við erum mjög ánægð með samstarfið með ríkinu í gegnum tíðina,“ er haft eftir Hans-Jørgen Wibstad, fjármálastjóra Norwegian, í frétt NRK. Afhending hlutanna skal fara fram eigi síðar en þann 27. maí samkvæmt skilmálum skuldabréfanna að því er segir í tilkynningunni til Kauphallarinnar í Osló. Noregur Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu til kauphallar í morgun og norska ríkisútvarpið NRK greinir frá en það var Norwegian sem lagði til að lánið yrði endurgreitt með þessum hætti. Til viðbótar við hluti í fyrirtækinu fær ríkið einnig um helming lánsins endurgreitt, en það hljóðaði upp á 1,2 milljarða norskra króna, eða sem nemur rúmum 15 milljörðum íslenskra króna. „Við erum afar ánægð með þessi viðskipti, þetta eru mjög góð viðskipti fyrir Norwegian. Og við erum mjög ánægð með samstarfið með ríkinu í gegnum tíðina,“ er haft eftir Hans-Jørgen Wibstad, fjármálastjóra Norwegian, í frétt NRK. Afhending hlutanna skal fara fram eigi síðar en þann 27. maí samkvæmt skilmálum skuldabréfanna að því er segir í tilkynningunni til Kauphallarinnar í Osló.
Noregur Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira