Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar 12. maí 2025 08:01 Kirkjugarðar Reykjavíkur (KGRP) er óhagnaðardrifin sjálfseignarstofnun sem hefur rekið bálstofu í Fossvogi frá árinu 1948. Frá upphafi hefur þjónustan verið gjaldfrjáls fólki sem búsett er á Íslandi óháð trú eða lífsskoðun. Í stjórn kirkjugarðanna eru fólk frá öllum söfnuðum og lífsskoðunarfélögum sem hafa 1.500 safnaðarmeðlimi eða fleiri. Í ár er gert ráð fyrir að bálfarir verði um 1.260 talsins og fer þeim fjölgandi ár frá ári. Hlutfall þeirra sem kjósa bálför á Íslandi stefnir nú í um 50% á landsvísu en voru um 44% árið 2022. Á höfuðborgarsvæðinu er hlutfallið enn hærra eða um 60%. Rekstur bálstofu má því óhætt kalla mikilvægan innvið í íslensku samfélagi. Ný bálstofa langt komin í Gufunesi Eins og allir þekkja er núverandi bálstofa komin til ára sinna og þrátt fyrir töluvert viðhald og endurbætur standa ofnar ekki undir þeim kröfum sem gerðar eru til rekstur bálstofu í dag. Undanfarin 25 ár hafa Kirkjugarðar Reykjavíkur ítrekað bent á brýna þörf fyrir endurnýjun bálstofu. Nærri tveir áratugir hafa liðið síðan ný bálstofa var teiknuð og lóð undirbúin á Hallsholti í Gufuneskirkjugarði en þegar bankahrunið varð árið 2008 voru öll áform sett á bið. Í Gufunesinu liggja því fyrir teikningar að bálstofu, samþykkt deiliskipulag auk þess sem jarðvegspúði og raflagnir er klárar. Þá er búið að reisa öll sameiginleg rými, aðstöðu fyrir starfsfólk, snyrtingar, skrifstofu, vegi, bílastæði o.fl. Aðeins þarf að reisa hús yfir ofna og líkhús í tengslum við bálstofuna. Sú bálstofa verður búin fullkomnasta mengunarvarnarbúnaði sem völ er á og verður hægt að klára byggingu hennar á hratt, vel og á hagkvæman hátt. Tryggja þarf fjármögnun Kirkjugarðar Reykjavíkur munu ekki geta klárað byggingu nýrrar bálstofu nema að rekstur og fjárfesting séu tryggð með einhverjum hætti eða að afstaða dómsmálaráðuneytisins liggi fyrir. Kirkjugarðar Reykjavíkur fá um 72 milljónir í tekjur á ári frá hinu opinbera fyrir rekstur og viðhald bálstofu. Það stendur hvorki undir föstum kostnaði, fjármagnskostnaði né endurbótum. Miðað við 1250 bálfarir á ári er greiðsla fyrir hverja bálför nú um 57.000 krónur sem er um helmingur þess sem tíðkast fyrir sambærilega þjónustu í Noregi og á Bretlandi, þar sem greitt er um 110.000 – 175.000 krónur fyrir hverja bálför. Fái Kirkjugarðar Reykjavíkur sem nemur sambærilegu gjaldi og tíðkast þar er hægt að ráðast tafarlaust í að klára bálstofuna í Gufunesi. Höfundur er framkvæmdastjóri Kirkjugarða Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starfsemi bálstofunnar í Öskjuhlið Reykjavík Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Kirkjugarðar Reykjavíkur (KGRP) er óhagnaðardrifin sjálfseignarstofnun sem hefur rekið bálstofu í Fossvogi frá árinu 1948. Frá upphafi hefur þjónustan verið gjaldfrjáls fólki sem búsett er á Íslandi óháð trú eða lífsskoðun. Í stjórn kirkjugarðanna eru fólk frá öllum söfnuðum og lífsskoðunarfélögum sem hafa 1.500 safnaðarmeðlimi eða fleiri. Í ár er gert ráð fyrir að bálfarir verði um 1.260 talsins og fer þeim fjölgandi ár frá ári. Hlutfall þeirra sem kjósa bálför á Íslandi stefnir nú í um 50% á landsvísu en voru um 44% árið 2022. Á höfuðborgarsvæðinu er hlutfallið enn hærra eða um 60%. Rekstur bálstofu má því óhætt kalla mikilvægan innvið í íslensku samfélagi. Ný bálstofa langt komin í Gufunesi Eins og allir þekkja er núverandi bálstofa komin til ára sinna og þrátt fyrir töluvert viðhald og endurbætur standa ofnar ekki undir þeim kröfum sem gerðar eru til rekstur bálstofu í dag. Undanfarin 25 ár hafa Kirkjugarðar Reykjavíkur ítrekað bent á brýna þörf fyrir endurnýjun bálstofu. Nærri tveir áratugir hafa liðið síðan ný bálstofa var teiknuð og lóð undirbúin á Hallsholti í Gufuneskirkjugarði en þegar bankahrunið varð árið 2008 voru öll áform sett á bið. Í Gufunesinu liggja því fyrir teikningar að bálstofu, samþykkt deiliskipulag auk þess sem jarðvegspúði og raflagnir er klárar. Þá er búið að reisa öll sameiginleg rými, aðstöðu fyrir starfsfólk, snyrtingar, skrifstofu, vegi, bílastæði o.fl. Aðeins þarf að reisa hús yfir ofna og líkhús í tengslum við bálstofuna. Sú bálstofa verður búin fullkomnasta mengunarvarnarbúnaði sem völ er á og verður hægt að klára byggingu hennar á hratt, vel og á hagkvæman hátt. Tryggja þarf fjármögnun Kirkjugarðar Reykjavíkur munu ekki geta klárað byggingu nýrrar bálstofu nema að rekstur og fjárfesting séu tryggð með einhverjum hætti eða að afstaða dómsmálaráðuneytisins liggi fyrir. Kirkjugarðar Reykjavíkur fá um 72 milljónir í tekjur á ári frá hinu opinbera fyrir rekstur og viðhald bálstofu. Það stendur hvorki undir föstum kostnaði, fjármagnskostnaði né endurbótum. Miðað við 1250 bálfarir á ári er greiðsla fyrir hverja bálför nú um 57.000 krónur sem er um helmingur þess sem tíðkast fyrir sambærilega þjónustu í Noregi og á Bretlandi, þar sem greitt er um 110.000 – 175.000 krónur fyrir hverja bálför. Fái Kirkjugarðar Reykjavíkur sem nemur sambærilegu gjaldi og tíðkast þar er hægt að ráðast tafarlaust í að klára bálstofuna í Gufunesi. Höfundur er framkvæmdastjóri Kirkjugarða Reykjavíkur.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun