Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar 9. maí 2025 09:00 Ég og barnabarn mitt vorum í djúpum pælingum um mikilvægt málefni um daginn. Ræddum það fram og aftur hver sé munurinn á rauðu og grænu geislasverðunum í Stjörnustríðssögunum. Vorum ekki alveg vissir þannig að sá yngri, sjö ára gamall, leggur til að best sé að “gúggla“ þetta og sækir í kjölfarið símann sinn, sem tilheyrir eldri kynslóðinni eins og afinn. Og viti fólk, við erum strax komnir inn á síðu sem augljóslega er sérstaklega sniðin að börnum. Fínasta síða, sem slík, þar sem fjallaði var um allt mögulegt sem viðkemur Stjörnustríðs sögunum. Upplýsingar um geislasverðin lágu fljótlega fyrir og meira til. Við vorum þó ekki búnir að vera lengi á síðunni þegar allskyns boðflennur gera vart við sig. Auglýsingar byrja að dynja á okkur. Það voru veðmálasíður, orkudrykkir, nikótínvörur og áfengisauglýsingar m.m. Sá eldri verður forviða og kallar þó ekki allt ömmu sína í þessum efnum. Sá yngri tekur þessu af stóískri ró og lítur á þetta sem óþægindi, eða leiðindi, sem fylgi því að komast inn á síðuna og reynir að slökkva á þessum boðflennum í tilveru sinni eins fljótt og hægt er, sem gekk þó misjafnlega vel fyrir sig. Nokkrum áratugum áður gekk saga í einu af hverfum borgarinnar þar sem afinn bjó sem barn, saga um að misyndismaður væri á sveimi. Hann væri akandi um hverfið á rauðum bíl af tiltekinni tegund og reyndi að lokka börn upp í bílinn til sín. Foreldrar hverfisins brýndu fyrir börnum sinum að fara alls ekki upp í bíl hjá ókunnugum. Og það var ekki bara gagnvart þessu máli. Foreldrar vöruðu börn sín við tilteknum stöðum og aðstæðum. Fjölskyldan, heimilið var að öllu jöfnu skjól, vernd barna gegn utan að komandi áreiti. Utan seilingar allskyns afla, m.a. þeirra sem skeyta í engu um velferð barna og svífast einskis í þeim tilgangi að græða sem mest. Börn nú til dags eru hvergi óhult. Þetta fullkomna siðleysi er réttlætt með einhverju „frelsistali“. Frelsi til að áreyta börn í nafni viðskiptafrelsis og í nafni þess „frelsis“ er réttlætanlegt að ryðjast inn í tilveru barna og ungmenna með keyptum áróðri (auglýsingum), á bak við foreldra, forráðafólk og gegn öllum helstu uppeldismarkmiðum og vegið að farsæld þeirra. Þessi staða er algerlega óboðlegt. Samfélagið þarf að koma sér upp fyrirkomulagi sem stendur vörð um velferð barna og ungmenna. Sem betur fer er svo á ýmsum sviðum, löglegt fyrirkomulag áfengissölu hérlendis innan ramma ÁTVR er gott dæmi þar sem að samfélagleg ábyrgð er ríkjandi þáttur í stað ítrustu viðskiptahagmuna þar sem „hagnaður“ fer til einkaaðila en kostnaður vegna skaðsemi vörunnar lendir á okkur, samfélaginu. Áfengisáróður (auglýsing) sem birtist sjö ára barni þar sem því er tilkynnt að það sé hægt að panta tiltekið áfengi í gegnum netið og það fái áfengið heim til sín eftir hálftíma hefur ekkert með frelsi að gera, það hefur ekkert með nýja tækni að gera, það hefur ekkert með breytta samfélagsgerð að gera. Það sýnir einfaldlega í sinni tærustu mynd algeran og tímalausan siðferðisbrest. Grundvallarspurningin er því hvort við ætlum ekki, bæði sem samfélag, foreldrar og forráðafólk, að halda börnum utan seilingar þessara afla. Börn og ungmenni eiga einfaldlega lögvarin rétti til þess. Við þessu þarf að bregðast. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur og formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Áfengi Árni Guðmundsson Mest lesið Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég og barnabarn mitt vorum í djúpum pælingum um mikilvægt málefni um daginn. Ræddum það fram og aftur hver sé munurinn á rauðu og grænu geislasverðunum í Stjörnustríðssögunum. Vorum ekki alveg vissir þannig að sá yngri, sjö ára gamall, leggur til að best sé að “gúggla“ þetta og sækir í kjölfarið símann sinn, sem tilheyrir eldri kynslóðinni eins og afinn. Og viti fólk, við erum strax komnir inn á síðu sem augljóslega er sérstaklega sniðin að börnum. Fínasta síða, sem slík, þar sem fjallaði var um allt mögulegt sem viðkemur Stjörnustríðs sögunum. Upplýsingar um geislasverðin lágu fljótlega fyrir og meira til. Við vorum þó ekki búnir að vera lengi á síðunni þegar allskyns boðflennur gera vart við sig. Auglýsingar byrja að dynja á okkur. Það voru veðmálasíður, orkudrykkir, nikótínvörur og áfengisauglýsingar m.m. Sá eldri verður forviða og kallar þó ekki allt ömmu sína í þessum efnum. Sá yngri tekur þessu af stóískri ró og lítur á þetta sem óþægindi, eða leiðindi, sem fylgi því að komast inn á síðuna og reynir að slökkva á þessum boðflennum í tilveru sinni eins fljótt og hægt er, sem gekk þó misjafnlega vel fyrir sig. Nokkrum áratugum áður gekk saga í einu af hverfum borgarinnar þar sem afinn bjó sem barn, saga um að misyndismaður væri á sveimi. Hann væri akandi um hverfið á rauðum bíl af tiltekinni tegund og reyndi að lokka börn upp í bílinn til sín. Foreldrar hverfisins brýndu fyrir börnum sinum að fara alls ekki upp í bíl hjá ókunnugum. Og það var ekki bara gagnvart þessu máli. Foreldrar vöruðu börn sín við tilteknum stöðum og aðstæðum. Fjölskyldan, heimilið var að öllu jöfnu skjól, vernd barna gegn utan að komandi áreiti. Utan seilingar allskyns afla, m.a. þeirra sem skeyta í engu um velferð barna og svífast einskis í þeim tilgangi að græða sem mest. Börn nú til dags eru hvergi óhult. Þetta fullkomna siðleysi er réttlætt með einhverju „frelsistali“. Frelsi til að áreyta börn í nafni viðskiptafrelsis og í nafni þess „frelsis“ er réttlætanlegt að ryðjast inn í tilveru barna og ungmenna með keyptum áróðri (auglýsingum), á bak við foreldra, forráðafólk og gegn öllum helstu uppeldismarkmiðum og vegið að farsæld þeirra. Þessi staða er algerlega óboðlegt. Samfélagið þarf að koma sér upp fyrirkomulagi sem stendur vörð um velferð barna og ungmenna. Sem betur fer er svo á ýmsum sviðum, löglegt fyrirkomulag áfengissölu hérlendis innan ramma ÁTVR er gott dæmi þar sem að samfélagleg ábyrgð er ríkjandi þáttur í stað ítrustu viðskiptahagmuna þar sem „hagnaður“ fer til einkaaðila en kostnaður vegna skaðsemi vörunnar lendir á okkur, samfélaginu. Áfengisáróður (auglýsing) sem birtist sjö ára barni þar sem því er tilkynnt að það sé hægt að panta tiltekið áfengi í gegnum netið og það fái áfengið heim til sín eftir hálftíma hefur ekkert með frelsi að gera, það hefur ekkert með nýja tækni að gera, það hefur ekkert með breytta samfélagsgerð að gera. Það sýnir einfaldlega í sinni tærustu mynd algeran og tímalausan siðferðisbrest. Grundvallarspurningin er því hvort við ætlum ekki, bæði sem samfélag, foreldrar og forráðafólk, að halda börnum utan seilingar þessara afla. Börn og ungmenni eiga einfaldlega lögvarin rétti til þess. Við þessu þarf að bregðast. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur og formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun