Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar 6. maí 2025 07:31 Í gær mælti ég sem ráðherra sjávarútvegsmála fyrir frumvarpi sem markar tímamót í því hvernig við innheimtum gjald fyrir nýtingu sameiginlegra auðlinda í sjávarútvegi. Með breytingum á lögum um veiðigjald tryggjum við að gjaldið endurspegli raunverulegt markaðsverð – ekki það verð sem útgerðin sjálf ákveður í innri viðskiptum. Um er að ræða leiðréttingu sem löngu er tímabær og sem þjóðin á skýlausan rétt á. Rangt reiknað veiðigjald Í gegnum árin hafa veiðigjöld verið reiknuð á grundvelli viðmiða sem gefa ranga mynd af verðmæti aflans. Afleiðingin er sú að þjóðin hefur orðið af tugum milljarða í tekjur. Þessu vil ég, og við í ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins breyta. Þess vegna eru nú lögð til ný viðmið fyrir fimm helstu nytjastofna við Íslandsstrendur: þorsk, ýsu, síld, makríl og kolmunna – byggð á raunverulegu verði, meðal annars á íslenskum fiskmörkuðum, en einnig með hliðsjón af reynslu Norðmanna þar sem viðskipti fara fram á opnum markaði. Stórhækkað frítekjumark fyrir minni útgerðir Eftir samráðsferli þar sem fram komu áhyggjur af áhrifum leiðréttingarinnar á litlar og meðalstórar útgerðir stórhækkuðum við frítekjumark í þorski og ýsu. Frítekjumarkið í þessum nytjastofnum hækkar upp í 50 milljónir króna sem minnkar verulega áhrif leiðréttingarinnar á þessi fyrirtæki. Ég geri mér grein fyrir því að þessar breytingar vekja sums staðar hörð viðbrögð. Það er eðlilegt enda eru miklir hagsmunir í húfi. En í samfélagi sem byggir á sanngirni og ábyrgð eiga sameiginlegar auðlindir að skila öllum ábata, ekki bara fáum. Það er ekki kollsteypa á kerfinu að endurspegla raunverulegt verð – það heitir á mannamáli að gera réttu hlutina rétt. Innviðauppbygging Við áætlum að með þessari leiðréttingu skili veiðigjöldin þjóðinni um 17,3 milljörðum króna á ári eftir að tekið hefur verið tillit til frítekjumarka. Það eru tekjur sem verða nýttar til uppbyggingar innviða um allt land og við það munum við standa,– þar sem innviðaskuldir síðustu ríkisstjórnar blasa við – í holóttu vegakerfi, í orkukerfi við þolmörk og í dreifikerfi sem oft bregst þegar mest á reynir. Við höfum sýnt í gegnum árin að fiskveiðikerfið getur þróast og aðlagast. Nú er komið að því að tryggja að þjóðin fái sinn réttmæta hlut. Ég bind vonir við að Alþingi verði samstíga í því verkefni. Það er okkar skylda sem kjörnir fulltrúar að gæta hagsmuna almennings. Ég er stolt af því að leiða þetta mál, og stolt af því að tilheyra ríkisstjórn sem stendur einhuga að þessu réttlætismáli, stendur með fólkinu og tryggir að auðlindir Íslands þjóni í raun almannahagsmunum umfram sérhagsmuni. Höfundur er atvinnuvegaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Í gær mælti ég sem ráðherra sjávarútvegsmála fyrir frumvarpi sem markar tímamót í því hvernig við innheimtum gjald fyrir nýtingu sameiginlegra auðlinda í sjávarútvegi. Með breytingum á lögum um veiðigjald tryggjum við að gjaldið endurspegli raunverulegt markaðsverð – ekki það verð sem útgerðin sjálf ákveður í innri viðskiptum. Um er að ræða leiðréttingu sem löngu er tímabær og sem þjóðin á skýlausan rétt á. Rangt reiknað veiðigjald Í gegnum árin hafa veiðigjöld verið reiknuð á grundvelli viðmiða sem gefa ranga mynd af verðmæti aflans. Afleiðingin er sú að þjóðin hefur orðið af tugum milljarða í tekjur. Þessu vil ég, og við í ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins breyta. Þess vegna eru nú lögð til ný viðmið fyrir fimm helstu nytjastofna við Íslandsstrendur: þorsk, ýsu, síld, makríl og kolmunna – byggð á raunverulegu verði, meðal annars á íslenskum fiskmörkuðum, en einnig með hliðsjón af reynslu Norðmanna þar sem viðskipti fara fram á opnum markaði. Stórhækkað frítekjumark fyrir minni útgerðir Eftir samráðsferli þar sem fram komu áhyggjur af áhrifum leiðréttingarinnar á litlar og meðalstórar útgerðir stórhækkuðum við frítekjumark í þorski og ýsu. Frítekjumarkið í þessum nytjastofnum hækkar upp í 50 milljónir króna sem minnkar verulega áhrif leiðréttingarinnar á þessi fyrirtæki. Ég geri mér grein fyrir því að þessar breytingar vekja sums staðar hörð viðbrögð. Það er eðlilegt enda eru miklir hagsmunir í húfi. En í samfélagi sem byggir á sanngirni og ábyrgð eiga sameiginlegar auðlindir að skila öllum ábata, ekki bara fáum. Það er ekki kollsteypa á kerfinu að endurspegla raunverulegt verð – það heitir á mannamáli að gera réttu hlutina rétt. Innviðauppbygging Við áætlum að með þessari leiðréttingu skili veiðigjöldin þjóðinni um 17,3 milljörðum króna á ári eftir að tekið hefur verið tillit til frítekjumarka. Það eru tekjur sem verða nýttar til uppbyggingar innviða um allt land og við það munum við standa,– þar sem innviðaskuldir síðustu ríkisstjórnar blasa við – í holóttu vegakerfi, í orkukerfi við þolmörk og í dreifikerfi sem oft bregst þegar mest á reynir. Við höfum sýnt í gegnum árin að fiskveiðikerfið getur þróast og aðlagast. Nú er komið að því að tryggja að þjóðin fái sinn réttmæta hlut. Ég bind vonir við að Alþingi verði samstíga í því verkefni. Það er okkar skylda sem kjörnir fulltrúar að gæta hagsmuna almennings. Ég er stolt af því að leiða þetta mál, og stolt af því að tilheyra ríkisstjórn sem stendur einhuga að þessu réttlætismáli, stendur með fólkinu og tryggir að auðlindir Íslands þjóni í raun almannahagsmunum umfram sérhagsmuni. Höfundur er atvinnuvegaráðherra
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun