Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 5. maí 2025 19:02 Það var kannski ekki við öðru að búast en að stórútgerðin færi fram með þjósti þegar boðaðar voru breytingar þannig að útgerðin greiði sanngjarnt gjald fyrir aðgang hennar að fiskveiðiauðlind þjóðarinnar. Látið er í veðri vaka að landvinnsla afla leggist af ef veiðigjaldið taki mið af markaðsverði. Landvinnsla sjávarafla er á sumum sviðum lítil hér á landi miðað við sumar aðrar fiskveiðiþjóðir. Eftir því sem næst verður komist er landvinnsla engin á loðnu. Loðnan er flutt út óunnin og verkuð í neytendapakkningar í viðtökulandinu. Landvinnsla er einnig sama og engin á síld. Síldin er flutt út frosin eða söltuð í stórum bláum plasttunnum. Þeir sem vilja verka sjálfir saltsíld í marineraða síld fá ekki að kaupa eina eða tvær tunnur. „Nei við seljum ekki minna en hundrað tunnur í einu,“ sagði forstjóri Síldarvinnslunnar í fyrra . Í móttökulandinu er síldin unnin í neytendapakkningar og seld aftur hingað til lands. Í hverfisversluninni minni er niðurlögð danskverkuð síld. Útgerðarmenn láta í veðri vaka að þeir einir séu til þess hæfir að veiða á miðunum í kringum Ísland. En svo er ekki. Útgerðarmenn fengu einkaaðgang að fiskimiðum fljótlega eftir að kvótakerfið komst á. Þeir þurftu ekkert að greiða fyrir aðganginn. Síðan þá hafa margir þeirra sem fengu kvótann í byrjun selt hann og farið út úr greininni með fullar hendur fjár. Með þessum hætti streymdi fé út úr greininni. Nú hefur stór hluti veiðiheimildanna safnast á fárra hendur sem hagnast það mikið að þeir hafa keypt upp fyrirtæki og eignir eins og prentsmiðjur, dagblað, verslanakeðjur og geta einnig rekið sveit varðliða. Þetta minnir á hvernig aðalsmannastéttir urðu til í Evrópu upp úr hundrað ára stríðinu. Fyrirferð þeirra óx jafnt og þétt. Voru sagðar hafa blátt blóð, gátu ekki umgengist almúgann og pöruðust innbyrðis. Þeim varð ekki haggað nema með blóðugum byltingum. Með þjóðina að baki Tugi umsagna bárust um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar og stór hluti þeirra felur í sér stuðning við áform um hækkun auðlindagjalda enda sanngjörn nálgun og löngu tímabær. „Loksins“ segja margir. Tekið er undir með þeim sem segja að ef útgerðarfyrirtæki eru ósátt geti þau alltaf skilað þjóðinni kvótanum og lagt bara upp laupana. Nú er bara að fylkja liði bak við ríkisstjórnina sem mætt hefur andstöðu frá sjáfargreifunum og hagsmunasamtökum þeirra. Styðjum sem einn maður fyrirhugaðar breytingar á lögum um afnotagjald af auðlindinni eða svo kallað veiðigjald. Hér er sannarlega ekki um neitt kjaftshögg fyrir sjávarútveginn að ræða, heldur leiðrétting á ósanngjörnu kerfi. Þjóðin, eigandi fiskimiðanna, hefur takmarkað fengið að njóta afraksturs auðlindanna fram til þessa. Samfélagið þarf þetta fjármagn til fjölmargra hluta meðal annars til að byggja upp innviði. Hér er um risastórt réttlætismál að ræða. Þessi ríkisstjórn ætlar ekki að bjóða áfram upp á sama óréttlætið og segir hingað og ekki lengra. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Það var kannski ekki við öðru að búast en að stórútgerðin færi fram með þjósti þegar boðaðar voru breytingar þannig að útgerðin greiði sanngjarnt gjald fyrir aðgang hennar að fiskveiðiauðlind þjóðarinnar. Látið er í veðri vaka að landvinnsla afla leggist af ef veiðigjaldið taki mið af markaðsverði. Landvinnsla sjávarafla er á sumum sviðum lítil hér á landi miðað við sumar aðrar fiskveiðiþjóðir. Eftir því sem næst verður komist er landvinnsla engin á loðnu. Loðnan er flutt út óunnin og verkuð í neytendapakkningar í viðtökulandinu. Landvinnsla er einnig sama og engin á síld. Síldin er flutt út frosin eða söltuð í stórum bláum plasttunnum. Þeir sem vilja verka sjálfir saltsíld í marineraða síld fá ekki að kaupa eina eða tvær tunnur. „Nei við seljum ekki minna en hundrað tunnur í einu,“ sagði forstjóri Síldarvinnslunnar í fyrra . Í móttökulandinu er síldin unnin í neytendapakkningar og seld aftur hingað til lands. Í hverfisversluninni minni er niðurlögð danskverkuð síld. Útgerðarmenn láta í veðri vaka að þeir einir séu til þess hæfir að veiða á miðunum í kringum Ísland. En svo er ekki. Útgerðarmenn fengu einkaaðgang að fiskimiðum fljótlega eftir að kvótakerfið komst á. Þeir þurftu ekkert að greiða fyrir aðganginn. Síðan þá hafa margir þeirra sem fengu kvótann í byrjun selt hann og farið út úr greininni með fullar hendur fjár. Með þessum hætti streymdi fé út úr greininni. Nú hefur stór hluti veiðiheimildanna safnast á fárra hendur sem hagnast það mikið að þeir hafa keypt upp fyrirtæki og eignir eins og prentsmiðjur, dagblað, verslanakeðjur og geta einnig rekið sveit varðliða. Þetta minnir á hvernig aðalsmannastéttir urðu til í Evrópu upp úr hundrað ára stríðinu. Fyrirferð þeirra óx jafnt og þétt. Voru sagðar hafa blátt blóð, gátu ekki umgengist almúgann og pöruðust innbyrðis. Þeim varð ekki haggað nema með blóðugum byltingum. Með þjóðina að baki Tugi umsagna bárust um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar og stór hluti þeirra felur í sér stuðning við áform um hækkun auðlindagjalda enda sanngjörn nálgun og löngu tímabær. „Loksins“ segja margir. Tekið er undir með þeim sem segja að ef útgerðarfyrirtæki eru ósátt geti þau alltaf skilað þjóðinni kvótanum og lagt bara upp laupana. Nú er bara að fylkja liði bak við ríkisstjórnina sem mætt hefur andstöðu frá sjáfargreifunum og hagsmunasamtökum þeirra. Styðjum sem einn maður fyrirhugaðar breytingar á lögum um afnotagjald af auðlindinni eða svo kallað veiðigjald. Hér er sannarlega ekki um neitt kjaftshögg fyrir sjávarútveginn að ræða, heldur leiðrétting á ósanngjörnu kerfi. Þjóðin, eigandi fiskimiðanna, hefur takmarkað fengið að njóta afraksturs auðlindanna fram til þessa. Samfélagið þarf þetta fjármagn til fjölmargra hluta meðal annars til að byggja upp innviði. Hér er um risastórt réttlætismál að ræða. Þessi ríkisstjórn ætlar ekki að bjóða áfram upp á sama óréttlætið og segir hingað og ekki lengra. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun