Enski boltinn

Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistara­deildinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ruben Amorim hefur ekki átt sjö dagana sæla sem stjóri Manchester United en liðið er þó enn með í Evrópudeildinni.
Ruben Amorim hefur ekki átt sjö dagana sæla sem stjóri Manchester United en liðið er þó enn með í Evrópudeildinni. Getty/James Gill

Manchester United tapaði sínum sextánda leik í ensku úrvalsdeildinni í vetur er liðið lá gegn Brentford, 4-3. Liðið hefur ekki tapað svona mörgum leikjum í 35 ár í deildinni.

Það þýðir að Man. Utd endar í neðri hluta deildarinnar en liðið á samt enn möguleika á því að komast í Meistaradeildina. Þá þarf liðið að vinna Evrópudeildina.

Ruben Amorim, stjóri United, segir þó að liðið hafi ekkert að gera í Meistaradeildina eins og staðan sé núna.

„Við erum ekki á þeim stað að vera samkeppnishæfir í ensku deildinni og að vera í Meistaradeildinni,“ sagði Amorim.

„Við vitum þetta og við vitum líka að við verðum að leggja ótrúlega hart að okkur til þess að vinna Evrópudeildina og komast í Meistaradeildina. Þá verður tími til þess að undirbúa liðið fyrir næsta vetur.“

United er í góðri stöðu í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Liðið vann fyrri leikinn gegn Athletic Club 3-0 og á heimaleikinn inni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×