Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar 5. maí 2025 10:02 Þessi fyrirsögn kemur í hugann þegar ég hugsa um landsfund Landsambands eldri borgara sem haldinn var í Reykjanesbæ þann 29. apríl sl. Þar voru um 170 manns mættir af öllu landinu til að ræða sín mál og leggja grunninn að komandi mánuðum og árum í starfi sambandsins. Krafturinn og samstaðan í hópnum kom svo greinilega fram og er það ekki lítið veganesti fyrir þá stjórn sem nú tekur við taumunum. Til okkar á fundinn komu góðir gestir, m.a. forseti Íslands Halla Tómasdóttir og Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra. Báðar minntu þær okkur sérstaklega á það að við eigum að halda utan um náungan og passa upp á hvert annað þar sem einmanaleiki er vaxandi vandamál í öllum aldurshópum. Við fengum frábæra fyrirlesara á fundinn sem enn og aftur minntu á einmanaleika og félagslega einangrun, sem getur haft alvarlegar afleyðingar. Eins og vera ber voru kjaramálin og húsnæðismálin helstu umræðuefnin. Áherslur okkar í kjaramálum eru þær sömu og hafa verið undanfarin ár þ.e. að hækka grunnlífeyri og minnka munin á milli hans og lægstu taxta. Munurinn í dag er tæplega 105.000 kr. Grunnlífeyrir stendur núna í kr. 347.521 sem getur ómögulega verið eitthvað sem fólk getur lifað af. Skerðingarmörkin voru rædd en þau eru 36.500 kr. vegna lífeyristekna og fjármagnstekna. Hver króna umfram 36.500 kr. skerðist um 45 aura. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkistjórnar er komið inn á mjög margar af þeim kröfum sem LEB hefur verið með svo það virðist sem loksins sé farið að hlusta á okkur. Fyrir liggur frumvarp sem gerir ráð fyrir því að grunnlífeyrir hækki samkvæmt launavísitölu sem er mjög jákvætt en því miður þrátt fyrir þetta þá mun bilið á milli grunnlífeyris og lægsta taxta halda áfram að aukast og þessi munur er óásættanlegur. Ef launavísitala hefði verið í gildi t.d. frá desember 2019 til desember 2024 þá væri grunnlífeyririnn rúmlega 30.000 kr. hærri en hann er í dag. Það er líka gert ráð fyrir því í stjórnarsáttmálanum að skerðingarmörkin hækki úr 36.500 kr. í 60.000 kr. Þetta er vel en þessi aðgerð mun ekki skila meira í vasa lífeyrisþega en 6.555 kr. þegar búið er að reikna skatta og skerðingar.. Mikið var rætt um húsnæðismál eldri borgara á fundinum og ljóst er að þeir sem eru með lægstu tekjurnar eru að borga allt upp í 70-80% af sínum tekjum í húsnæðiskostnað og ljóst að þá er ekki mikið eftir til að lifa á. Það kom mjög skýrt fram á fundinum að það þarf að rétta sérstaklega hlut þeirra verst settu. Málflutningur LEB um að það séu 15.000 manns sem eru með tekjur undir lágmarkslaunum var staðfestur í svari við fyrirspurn frá Ingibjörgu Isaksen til Fjármála-og efnahagsmálaráðherra um hverjar væru tekjur lífeyrisþega m.v. lægstu laun. Í svarinu kemur fram að á árinu 2023 voru lágmarkslaun rúmlega 402.000 kr og fram kemur að 27% karla og 40% kvenna voru með tekjur undir lágmarkslaunum. Er það verjandi fyrir pólítíkina í landinu að svona skuli vera komið fyrir stórum hópi eldri borgara? Landsfundur LEB sagði nei og fól stjórn og kjaranefnd sambandsins að berjast fyrir málefnum eldri borgara með kjafti og klóm með samstilltum stuðningi allra eldri borgara þessa lands. Nýkjörin stjórn mun ekki liggja á liði sínu með að halda stjórnvöldum og öðrum er málið varða vakandi um okkar málefni. Höfundur formaður LEB Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Björn Snæbjörnsson Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Þessi fyrirsögn kemur í hugann þegar ég hugsa um landsfund Landsambands eldri borgara sem haldinn var í Reykjanesbæ þann 29. apríl sl. Þar voru um 170 manns mættir af öllu landinu til að ræða sín mál og leggja grunninn að komandi mánuðum og árum í starfi sambandsins. Krafturinn og samstaðan í hópnum kom svo greinilega fram og er það ekki lítið veganesti fyrir þá stjórn sem nú tekur við taumunum. Til okkar á fundinn komu góðir gestir, m.a. forseti Íslands Halla Tómasdóttir og Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra. Báðar minntu þær okkur sérstaklega á það að við eigum að halda utan um náungan og passa upp á hvert annað þar sem einmanaleiki er vaxandi vandamál í öllum aldurshópum. Við fengum frábæra fyrirlesara á fundinn sem enn og aftur minntu á einmanaleika og félagslega einangrun, sem getur haft alvarlegar afleyðingar. Eins og vera ber voru kjaramálin og húsnæðismálin helstu umræðuefnin. Áherslur okkar í kjaramálum eru þær sömu og hafa verið undanfarin ár þ.e. að hækka grunnlífeyri og minnka munin á milli hans og lægstu taxta. Munurinn í dag er tæplega 105.000 kr. Grunnlífeyrir stendur núna í kr. 347.521 sem getur ómögulega verið eitthvað sem fólk getur lifað af. Skerðingarmörkin voru rædd en þau eru 36.500 kr. vegna lífeyristekna og fjármagnstekna. Hver króna umfram 36.500 kr. skerðist um 45 aura. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkistjórnar er komið inn á mjög margar af þeim kröfum sem LEB hefur verið með svo það virðist sem loksins sé farið að hlusta á okkur. Fyrir liggur frumvarp sem gerir ráð fyrir því að grunnlífeyrir hækki samkvæmt launavísitölu sem er mjög jákvætt en því miður þrátt fyrir þetta þá mun bilið á milli grunnlífeyris og lægsta taxta halda áfram að aukast og þessi munur er óásættanlegur. Ef launavísitala hefði verið í gildi t.d. frá desember 2019 til desember 2024 þá væri grunnlífeyririnn rúmlega 30.000 kr. hærri en hann er í dag. Það er líka gert ráð fyrir því í stjórnarsáttmálanum að skerðingarmörkin hækki úr 36.500 kr. í 60.000 kr. Þetta er vel en þessi aðgerð mun ekki skila meira í vasa lífeyrisþega en 6.555 kr. þegar búið er að reikna skatta og skerðingar.. Mikið var rætt um húsnæðismál eldri borgara á fundinum og ljóst er að þeir sem eru með lægstu tekjurnar eru að borga allt upp í 70-80% af sínum tekjum í húsnæðiskostnað og ljóst að þá er ekki mikið eftir til að lifa á. Það kom mjög skýrt fram á fundinum að það þarf að rétta sérstaklega hlut þeirra verst settu. Málflutningur LEB um að það séu 15.000 manns sem eru með tekjur undir lágmarkslaunum var staðfestur í svari við fyrirspurn frá Ingibjörgu Isaksen til Fjármála-og efnahagsmálaráðherra um hverjar væru tekjur lífeyrisþega m.v. lægstu laun. Í svarinu kemur fram að á árinu 2023 voru lágmarkslaun rúmlega 402.000 kr og fram kemur að 27% karla og 40% kvenna voru með tekjur undir lágmarkslaunum. Er það verjandi fyrir pólítíkina í landinu að svona skuli vera komið fyrir stórum hópi eldri borgara? Landsfundur LEB sagði nei og fól stjórn og kjaranefnd sambandsins að berjast fyrir málefnum eldri borgara með kjafti og klóm með samstilltum stuðningi allra eldri borgara þessa lands. Nýkjörin stjórn mun ekki liggja á liði sínu með að halda stjórnvöldum og öðrum er málið varða vakandi um okkar málefni. Höfundur formaður LEB
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun