Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 2. maí 2025 20:45 Íslenski Eurovision-hópurinn hélt áleiðis til Keflavíkurflugvallar með strætó merktum VÆB. Skjáskot/Felix Bergsson Íslenski Eurovision-hópurinn lagði af stað til Basel í Sviss snemma í morgun, þar sem VÆB munu keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision 2025 með laginu „Róa“. Hópurinn safnaðist saman í Efstaleiti klukkan þrjú í nótt og hélt áleiðis til Keflavíkurflugvallar með strætó merktum VÆB. Þrátt fyrir svefnleysi var stemningin góð og Hálfdán og Matti, bræðurnir í VÆB, voru í miklum gír fyrir ferðalagið. Ferðin til Basel fór fram með millilendingu í Amsterdam. Með í för eru meðal annars Gunna Dís Emilsdóttir kynnir, Sylvía Lovetank búningahönnuður, Rúnar Freyr verkefnastjóri, Felix Bergsson fararstjóri, Selma Björnsdóttir listrænn stjórnandi og danshöfundurinn Baldvin Alan Thorarensen, auk fleiri lykilfólks í íslenska Eurovision-teyminu. View this post on Instagram A post shared by Felix Bergsson (@felixbergsson) VÆB, sem samanstendur af bræðrunum Hálfdáni Helga og Matthíasi Davíð Matthíassonum, urðu landsþekktir eftir að hafa sigrað Söngvakeppni RÚV í febrúar með laginu „Róa“. Lagið hefur náð miklum vinsældum og fór beint á topp íslenska vinsældalistans Tónlistinn. Þeir hafa einnig verið virkir á samfélagsmiðlum, sérstaklega á Instagram og TikTok, þar sem þeir deila reglulega myndböndum og myndum frá undirbúningi sínum fyrir keppnina. View this post on Instagram A post shared by VÆB (@bara_vaeb) Fyrstir á svið í Basel Þrátt fyrir að veðbankar spái VÆB ekki áfram úr undankeppninni, eru þeir staðráðnir í að komast í úrslitakvöldið sem fer fram 17. maí. Þeir hafa gert breytingar á sviðsetningu sinni fyrir Basel, þar á meðal nýja búninga og uppfærða sviðsframkomu, í von um að heilla bæði áhorfendur og dómnefndir. Eurovision 2025 fer fram í Basel, Sviss, með undanúrslitum 13. og 15. maí og úrslitakvöldi 17. maí. Keppnin fer fram í St. Jakobshalle, sem tekur á móti þúsundum Eurovision-aðdáenda víðsvegar að úr heiminum. Ísland keppir í fyrri undanúrslitunum og mun VÆB opna keppnina með sínu kraftmikla lagi. Eurovision Tónlist Íslendingar erlendis Ríkisútvarpið Eurovision 2025 Tengdar fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ „Við höfum verið að prakkarast saman frá því við vorum litlir,“ segja bræðurnir óaðskiljanlegu Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíassynir sem saman mynda hljómsveitina Væb. Strákarnir eru nú að undirbúa sig fyrir stærstu tónlistarstund í lífi þeirra hingað til, Eurovision í Sviss, og eru ekkert að láta stressið þvælast fyrir sér. Blaðamaður ræddi við þá um líf þeirra og listina. 19. apríl 2025 07:01 Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Þrátt fyrir að Væb-bræður séu af veðbönkum taldir næstólíklegastir til að vinna Eurovision, þá er alls ekki öll von úti. Sömu veðbankar telja 34 prósent líkur á að þeir komist upp úr riðlinum. 15. apríl 2025 09:58 Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Bob Weir látinn Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Sjá meira
Ferðin til Basel fór fram með millilendingu í Amsterdam. Með í för eru meðal annars Gunna Dís Emilsdóttir kynnir, Sylvía Lovetank búningahönnuður, Rúnar Freyr verkefnastjóri, Felix Bergsson fararstjóri, Selma Björnsdóttir listrænn stjórnandi og danshöfundurinn Baldvin Alan Thorarensen, auk fleiri lykilfólks í íslenska Eurovision-teyminu. View this post on Instagram A post shared by Felix Bergsson (@felixbergsson) VÆB, sem samanstendur af bræðrunum Hálfdáni Helga og Matthíasi Davíð Matthíassonum, urðu landsþekktir eftir að hafa sigrað Söngvakeppni RÚV í febrúar með laginu „Róa“. Lagið hefur náð miklum vinsældum og fór beint á topp íslenska vinsældalistans Tónlistinn. Þeir hafa einnig verið virkir á samfélagsmiðlum, sérstaklega á Instagram og TikTok, þar sem þeir deila reglulega myndböndum og myndum frá undirbúningi sínum fyrir keppnina. View this post on Instagram A post shared by VÆB (@bara_vaeb) Fyrstir á svið í Basel Þrátt fyrir að veðbankar spái VÆB ekki áfram úr undankeppninni, eru þeir staðráðnir í að komast í úrslitakvöldið sem fer fram 17. maí. Þeir hafa gert breytingar á sviðsetningu sinni fyrir Basel, þar á meðal nýja búninga og uppfærða sviðsframkomu, í von um að heilla bæði áhorfendur og dómnefndir. Eurovision 2025 fer fram í Basel, Sviss, með undanúrslitum 13. og 15. maí og úrslitakvöldi 17. maí. Keppnin fer fram í St. Jakobshalle, sem tekur á móti þúsundum Eurovision-aðdáenda víðsvegar að úr heiminum. Ísland keppir í fyrri undanúrslitunum og mun VÆB opna keppnina með sínu kraftmikla lagi.
Eurovision Tónlist Íslendingar erlendis Ríkisútvarpið Eurovision 2025 Tengdar fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ „Við höfum verið að prakkarast saman frá því við vorum litlir,“ segja bræðurnir óaðskiljanlegu Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíassynir sem saman mynda hljómsveitina Væb. Strákarnir eru nú að undirbúa sig fyrir stærstu tónlistarstund í lífi þeirra hingað til, Eurovision í Sviss, og eru ekkert að láta stressið þvælast fyrir sér. Blaðamaður ræddi við þá um líf þeirra og listina. 19. apríl 2025 07:01 Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Þrátt fyrir að Væb-bræður séu af veðbönkum taldir næstólíklegastir til að vinna Eurovision, þá er alls ekki öll von úti. Sömu veðbankar telja 34 prósent líkur á að þeir komist upp úr riðlinum. 15. apríl 2025 09:58 Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Bob Weir látinn Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Sjá meira
„Þetta er allt partur af plani hjá guði“ „Við höfum verið að prakkarast saman frá því við vorum litlir,“ segja bræðurnir óaðskiljanlegu Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíassynir sem saman mynda hljómsveitina Væb. Strákarnir eru nú að undirbúa sig fyrir stærstu tónlistarstund í lífi þeirra hingað til, Eurovision í Sviss, og eru ekkert að láta stressið þvælast fyrir sér. Blaðamaður ræddi við þá um líf þeirra og listina. 19. apríl 2025 07:01
Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Þrátt fyrir að Væb-bræður séu af veðbönkum taldir næstólíklegastir til að vinna Eurovision, þá er alls ekki öll von úti. Sömu veðbankar telja 34 prósent líkur á að þeir komist upp úr riðlinum. 15. apríl 2025 09:58