Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 2. maí 2025 20:45 Íslenski Eurovision-hópurinn hélt áleiðis til Keflavíkurflugvallar með strætó merktum VÆB. Skjáskot/Felix Bergsson Íslenski Eurovision-hópurinn lagði af stað til Basel í Sviss snemma í morgun, þar sem VÆB munu keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision 2025 með laginu „Róa“. Hópurinn safnaðist saman í Efstaleiti klukkan þrjú í nótt og hélt áleiðis til Keflavíkurflugvallar með strætó merktum VÆB. Þrátt fyrir svefnleysi var stemningin góð og Hálfdán og Matti, bræðurnir í VÆB, voru í miklum gír fyrir ferðalagið. Ferðin til Basel fór fram með millilendingu í Amsterdam. Með í för eru meðal annars Gunna Dís Emilsdóttir kynnir, Sylvía Lovetank búningahönnuður, Rúnar Freyr verkefnastjóri, Felix Bergsson fararstjóri, Selma Björnsdóttir listrænn stjórnandi og danshöfundurinn Baldvin Alan Thorarensen, auk fleiri lykilfólks í íslenska Eurovision-teyminu. View this post on Instagram A post shared by Felix Bergsson (@felixbergsson) VÆB, sem samanstendur af bræðrunum Hálfdáni Helga og Matthíasi Davíð Matthíassonum, urðu landsþekktir eftir að hafa sigrað Söngvakeppni RÚV í febrúar með laginu „Róa“. Lagið hefur náð miklum vinsældum og fór beint á topp íslenska vinsældalistans Tónlistinn. Þeir hafa einnig verið virkir á samfélagsmiðlum, sérstaklega á Instagram og TikTok, þar sem þeir deila reglulega myndböndum og myndum frá undirbúningi sínum fyrir keppnina. View this post on Instagram A post shared by VÆB (@bara_vaeb) Fyrstir á svið í Basel Þrátt fyrir að veðbankar spái VÆB ekki áfram úr undankeppninni, eru þeir staðráðnir í að komast í úrslitakvöldið sem fer fram 17. maí. Þeir hafa gert breytingar á sviðsetningu sinni fyrir Basel, þar á meðal nýja búninga og uppfærða sviðsframkomu, í von um að heilla bæði áhorfendur og dómnefndir. Eurovision 2025 fer fram í Basel, Sviss, með undanúrslitum 13. og 15. maí og úrslitakvöldi 17. maí. Keppnin fer fram í St. Jakobshalle, sem tekur á móti þúsundum Eurovision-aðdáenda víðsvegar að úr heiminum. Ísland keppir í fyrri undanúrslitunum og mun VÆB opna keppnina með sínu kraftmikla lagi. Eurovision Tónlist Íslendingar erlendis Ríkisútvarpið Eurovision 2025 Tengdar fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ „Við höfum verið að prakkarast saman frá því við vorum litlir,“ segja bræðurnir óaðskiljanlegu Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíassynir sem saman mynda hljómsveitina Væb. Strákarnir eru nú að undirbúa sig fyrir stærstu tónlistarstund í lífi þeirra hingað til, Eurovision í Sviss, og eru ekkert að láta stressið þvælast fyrir sér. Blaðamaður ræddi við þá um líf þeirra og listina. 19. apríl 2025 07:01 Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Þrátt fyrir að Væb-bræður séu af veðbönkum taldir næstólíklegastir til að vinna Eurovision, þá er alls ekki öll von úti. Sömu veðbankar telja 34 prósent líkur á að þeir komist upp úr riðlinum. 15. apríl 2025 09:58 Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
Ferðin til Basel fór fram með millilendingu í Amsterdam. Með í för eru meðal annars Gunna Dís Emilsdóttir kynnir, Sylvía Lovetank búningahönnuður, Rúnar Freyr verkefnastjóri, Felix Bergsson fararstjóri, Selma Björnsdóttir listrænn stjórnandi og danshöfundurinn Baldvin Alan Thorarensen, auk fleiri lykilfólks í íslenska Eurovision-teyminu. View this post on Instagram A post shared by Felix Bergsson (@felixbergsson) VÆB, sem samanstendur af bræðrunum Hálfdáni Helga og Matthíasi Davíð Matthíassonum, urðu landsþekktir eftir að hafa sigrað Söngvakeppni RÚV í febrúar með laginu „Róa“. Lagið hefur náð miklum vinsældum og fór beint á topp íslenska vinsældalistans Tónlistinn. Þeir hafa einnig verið virkir á samfélagsmiðlum, sérstaklega á Instagram og TikTok, þar sem þeir deila reglulega myndböndum og myndum frá undirbúningi sínum fyrir keppnina. View this post on Instagram A post shared by VÆB (@bara_vaeb) Fyrstir á svið í Basel Þrátt fyrir að veðbankar spái VÆB ekki áfram úr undankeppninni, eru þeir staðráðnir í að komast í úrslitakvöldið sem fer fram 17. maí. Þeir hafa gert breytingar á sviðsetningu sinni fyrir Basel, þar á meðal nýja búninga og uppfærða sviðsframkomu, í von um að heilla bæði áhorfendur og dómnefndir. Eurovision 2025 fer fram í Basel, Sviss, með undanúrslitum 13. og 15. maí og úrslitakvöldi 17. maí. Keppnin fer fram í St. Jakobshalle, sem tekur á móti þúsundum Eurovision-aðdáenda víðsvegar að úr heiminum. Ísland keppir í fyrri undanúrslitunum og mun VÆB opna keppnina með sínu kraftmikla lagi.
Eurovision Tónlist Íslendingar erlendis Ríkisútvarpið Eurovision 2025 Tengdar fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ „Við höfum verið að prakkarast saman frá því við vorum litlir,“ segja bræðurnir óaðskiljanlegu Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíassynir sem saman mynda hljómsveitina Væb. Strákarnir eru nú að undirbúa sig fyrir stærstu tónlistarstund í lífi þeirra hingað til, Eurovision í Sviss, og eru ekkert að láta stressið þvælast fyrir sér. Blaðamaður ræddi við þá um líf þeirra og listina. 19. apríl 2025 07:01 Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Þrátt fyrir að Væb-bræður séu af veðbönkum taldir næstólíklegastir til að vinna Eurovision, þá er alls ekki öll von úti. Sömu veðbankar telja 34 prósent líkur á að þeir komist upp úr riðlinum. 15. apríl 2025 09:58 Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
„Þetta er allt partur af plani hjá guði“ „Við höfum verið að prakkarast saman frá því við vorum litlir,“ segja bræðurnir óaðskiljanlegu Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíassynir sem saman mynda hljómsveitina Væb. Strákarnir eru nú að undirbúa sig fyrir stærstu tónlistarstund í lífi þeirra hingað til, Eurovision í Sviss, og eru ekkert að láta stressið þvælast fyrir sér. Blaðamaður ræddi við þá um líf þeirra og listina. 19. apríl 2025 07:01
Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Þrátt fyrir að Væb-bræður séu af veðbönkum taldir næstólíklegastir til að vinna Eurovision, þá er alls ekki öll von úti. Sömu veðbankar telja 34 prósent líkur á að þeir komist upp úr riðlinum. 15. apríl 2025 09:58