Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar 2. maí 2025 10:32 Þegar ríkið ver eignir – en ekki fólk Það var mikið fagnaðarefni þegar stjórnvöld stofnuðu Fasteignafélagið Þórkötlu til að kaupa fasteignir í Grindavík í kjölfar náttúruhamfaranna. Margir fundu þá von um að geta hafið nýtt líf, án þess að sitja uppi með verðlausar eignir og vanmátt. En nú blasir önnur mynd við: 18–20 fjölskyldur og einstaklingar sem eiga íbúðarhúsnæði í Grindavík hafa hingað til verið útilokaðir frá sölu til félagsins. Þeir sitja enn eftir, með eignir sem enginn vill kaupa, með lántökur á bakinu, og í fullkominni óvissu. Þetta er ekki aðeins fjárhagslegt áfall. Þetta hefur djúpstæð áhrif á líf fólks, andlega heilsu þeirra og framtíðarmöguleika. Ef Þórkatla kaupir ekki þessar eignir standa þessar fjölskyldur frammi fyrir raunverulegri gjaldþrotahættu. Mörg hafa þegar þurft að kaupa eða leigja aðra fasteign til að halda áfram lífinu utan Grindavíkur. Þau eru nú í þeirri stöðu að reka tvö heimili – eitt sem þau búa í utan Grindavíkur, og annað í Grindavík. Það er óviðráðanleg staða fyrir venjulegt fólk, þ.e. að reka tvö heimili. Sumir munu neyðast til að flytja aftur til Grindavíkur — ekki af eigin vilja, heldur vegna þess að þau hafa ekki fjárhagslega burði til að halda úti tveimur heimilum meðan þetta óvissuástand varir. Það var ákvörðun ríkisins að reisa varnargarða í kringum Grindavík. Sú ákvörðun var og er skiljanleg. Án varnargarða hefði hraun runnið yfir a.m.k. hluta bæjarins — og tjónið fallið undir Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Þessar fjölskyldur og einstaklingar hefðu fengið tjón sitt bætt ef hraun hefði farið yfir íbúðir þeirra en vegna ákvarðana ríkisins eru húsin heil, en á sama tíma er varað við búsetu í Grindavík. Þessar fjölskyldur eru skildir eftir. Í millibilsástandi sem virðist engan enda ætla að taka. Á íbúafundi í Grindavík fyrir kosningarnar í nóvember 2024 lýstu öll þau stjórnmálaöfl sem nú sitja á Alþingi yfir því að þau myndu styðja að allir einstaklingar gætu selt húsnæði sitt til Þórkötlu. Það er því ekki aðeins siðferðisleg skylda heldur pólitísk ábyrgð að standa við þau orð. Ég endurtek - öll stjórnmálaöfl á þingi lofuðu fyrir kosningar að Þórkatla myndi kaupa upp allar eignir einstaklinga til að verja fjárhag og velferð íbúa. Þórkatla hefur nú þegar þegar keypt eignir fyrir rúmlega 71 milljarð og ríkið varið 19 milljörðum í varnargarða. Kostnaður ríkisins af því að verja þessar 18-20 fjölskyldur er 1–1,5% kostnaðarins við aðgerð sem nú þegar hefur verið framkvæmd. Þ.e.a.s. ef allar velja að selja til Þórkötlu. Eftir alla þá fjármuni sem hafa verið settir í Þórkötlu og varnargarða er þá eðlilegt að skilja 18-20 fjölskyldur eftir? Nú er inn á þingi frumvarp um breytingar á lögum um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík. Markmið laganna er að verja fjárhag og velferð íbúa í Grindavíkurbæ í ljósi óvissuástands vegna jarðhræinga með því að gefa einstaklingum í bæjarfélaginu kost á að losna undan þeirri áhættu sem fylgir eignarhaldi íbúðarhúsnæðis í bænum. Nú er því tækifæri fyrir þingmenn til að standa við gefin loforð og breyta lögunum á þann hátt að þessar 18-20 fjölskyldur fái sama skjól og aðrir. Að Þórkatla fái að klára sitt verkefni að verja fjárhag og velferð allra íbúa í Grindavík. Hvergi á Íslandi eigum við að líða það að sumir sitji eftir vegna formsatriða eða pólitískra þreytu. Grindvíkingar hafa fundið samhug og stuðning þjóðarinnar en nú þarf að tryggja að engin verði skilin eftir. Hjálpum öllum Grindvíkingum! Höfundur er Grindvíkingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Þegar ríkið ver eignir – en ekki fólk Það var mikið fagnaðarefni þegar stjórnvöld stofnuðu Fasteignafélagið Þórkötlu til að kaupa fasteignir í Grindavík í kjölfar náttúruhamfaranna. Margir fundu þá von um að geta hafið nýtt líf, án þess að sitja uppi með verðlausar eignir og vanmátt. En nú blasir önnur mynd við: 18–20 fjölskyldur og einstaklingar sem eiga íbúðarhúsnæði í Grindavík hafa hingað til verið útilokaðir frá sölu til félagsins. Þeir sitja enn eftir, með eignir sem enginn vill kaupa, með lántökur á bakinu, og í fullkominni óvissu. Þetta er ekki aðeins fjárhagslegt áfall. Þetta hefur djúpstæð áhrif á líf fólks, andlega heilsu þeirra og framtíðarmöguleika. Ef Þórkatla kaupir ekki þessar eignir standa þessar fjölskyldur frammi fyrir raunverulegri gjaldþrotahættu. Mörg hafa þegar þurft að kaupa eða leigja aðra fasteign til að halda áfram lífinu utan Grindavíkur. Þau eru nú í þeirri stöðu að reka tvö heimili – eitt sem þau búa í utan Grindavíkur, og annað í Grindavík. Það er óviðráðanleg staða fyrir venjulegt fólk, þ.e. að reka tvö heimili. Sumir munu neyðast til að flytja aftur til Grindavíkur — ekki af eigin vilja, heldur vegna þess að þau hafa ekki fjárhagslega burði til að halda úti tveimur heimilum meðan þetta óvissuástand varir. Það var ákvörðun ríkisins að reisa varnargarða í kringum Grindavík. Sú ákvörðun var og er skiljanleg. Án varnargarða hefði hraun runnið yfir a.m.k. hluta bæjarins — og tjónið fallið undir Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Þessar fjölskyldur og einstaklingar hefðu fengið tjón sitt bætt ef hraun hefði farið yfir íbúðir þeirra en vegna ákvarðana ríkisins eru húsin heil, en á sama tíma er varað við búsetu í Grindavík. Þessar fjölskyldur eru skildir eftir. Í millibilsástandi sem virðist engan enda ætla að taka. Á íbúafundi í Grindavík fyrir kosningarnar í nóvember 2024 lýstu öll þau stjórnmálaöfl sem nú sitja á Alþingi yfir því að þau myndu styðja að allir einstaklingar gætu selt húsnæði sitt til Þórkötlu. Það er því ekki aðeins siðferðisleg skylda heldur pólitísk ábyrgð að standa við þau orð. Ég endurtek - öll stjórnmálaöfl á þingi lofuðu fyrir kosningar að Þórkatla myndi kaupa upp allar eignir einstaklinga til að verja fjárhag og velferð íbúa. Þórkatla hefur nú þegar þegar keypt eignir fyrir rúmlega 71 milljarð og ríkið varið 19 milljörðum í varnargarða. Kostnaður ríkisins af því að verja þessar 18-20 fjölskyldur er 1–1,5% kostnaðarins við aðgerð sem nú þegar hefur verið framkvæmd. Þ.e.a.s. ef allar velja að selja til Þórkötlu. Eftir alla þá fjármuni sem hafa verið settir í Þórkötlu og varnargarða er þá eðlilegt að skilja 18-20 fjölskyldur eftir? Nú er inn á þingi frumvarp um breytingar á lögum um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík. Markmið laganna er að verja fjárhag og velferð íbúa í Grindavíkurbæ í ljósi óvissuástands vegna jarðhræinga með því að gefa einstaklingum í bæjarfélaginu kost á að losna undan þeirri áhættu sem fylgir eignarhaldi íbúðarhúsnæðis í bænum. Nú er því tækifæri fyrir þingmenn til að standa við gefin loforð og breyta lögunum á þann hátt að þessar 18-20 fjölskyldur fái sama skjól og aðrir. Að Þórkatla fái að klára sitt verkefni að verja fjárhag og velferð allra íbúa í Grindavík. Hvergi á Íslandi eigum við að líða það að sumir sitji eftir vegna formsatriða eða pólitískra þreytu. Grindvíkingar hafa fundið samhug og stuðning þjóðarinnar en nú þarf að tryggja að engin verði skilin eftir. Hjálpum öllum Grindvíkingum! Höfundur er Grindvíkingur.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun