„Þetta er ömurleg staða“ Bjarki Sigurðsson skrifar 1. maí 2025 19:06 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Vísir/Stefán Íslenskir framleiðendur eru milli steins og sleggju vegna krafa nýs rekstraraðila Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli að sögn framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Rekstraraðilinn setji fyrirtækjum afarkosti um að lækka verð sitt gríðarlega. Þýska fyrirtækið Heinemann mun á næstu vikum taka við rekstri Fríhafnarinnar. Fyrirtækið var valið eftir útboðsferli um sérleyfi til reksturs verslunarinnar á síðasta ári. Eitt af skilyrðunum í útboðinu var að lögð yrði áhersla á að farþegar vallarins myndu upplifa það sterklega að þeir séu staddir á Íslandi. Þar þyrfti áfram að vera mikið úrval af íslenskum vörum og hönnun en í aðdraganda útboðsins óttuðust íslenskir birgjar og framleiðendur að Fríhöfnin yrði fyllt af erlendum varningi myndi erlent fyrirtæki reka hana. Síðustu vikur hafa forsvarsmenn Heinemann sett sig í samband við íslenska framleiðendur sem hafa selt vörur á flugvellinum. Þeir vilja að framleiðendurnir lækki verð hjá sér verulega, vilji þeir að vörur þeirra verði áfram seldar á flugvellinum. „Til þess að pína niður verð hjá birgjum. Þá hugsar maður að þeir ætli að lækka verð til neytenda. Nei, það er ekki meiningin. Þeir ætla að auka sína framlegð, gera kröfur um framlegð sem eru miklu hærri en myndi gerast í nokkru eðlilegu samkeppnisumhverfi. Kannski 65 til sjötíu prósent. Þar að auki gera þeir kröfur um miklu lengri greiðslufrest sem hefur verulega neikvæð áhrif á fjárstreymi hjá fyrirtækjum,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Fyrirtækin verði fyrir stórtjóni, sama hvort þeir samþykki skilmála Heinemann eða ekki. „Ef þeir ganga að þeim eru tekjurnar þeirra mögulega að lækka um tugi prósenta. Ef þeir ganga ekki að þeim eru þeir að missa útsölustaðinn fyrir kannski meiripartinn af sinni framleiðslu. Þannig þetta er ömurleg staða og fyrirtækin milli steins og sleggju,“ segir Ólafur. Heinemann rekur einnig fríhafnirnar í Kaupmannahöfn og Ósló. Ólafur segir að þar séu innlend fyrirtæki í erfiðri stöðu. „Við myndum vilja sjá að stjórnvöld gripu þarna inn í og útskýrðu fyrir bæði Isavia og Heinemann að það geti ekki hafa verið meiningin með þessu útboði á Fríhöfninni að þrengja svona rosalega að litlum og meðalstórum íslenskum fyrirtækjum,“ segir Ólafur. Neytendur Keflavíkurflugvöllur Isavia Verslun Tengdar fréttir Á milli steins og sleggju Heinemann Nú styttist í að þýzka fyrirtækið Heinemann taki formlega við rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, eftir að hafa unnið útboð á vegum opinbera hlutafélagsins Isavia. Undirritaður hefur áður fjallað hér á Vísi um það hvernig Heinemann virðist nú þegar, við undirbúning innkaupa á vörum fyrir Fríhöfnina, ganga gegn útboðsskilmálunum. 1. maí 2025 10:00 Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Þýska fyrirtækið Heinemann mun á næstu vikum taka við rekstri Fríhafnarinnar. Fyrirtækið var valið eftir útboðsferli um sérleyfi til reksturs verslunarinnar á síðasta ári. Eitt af skilyrðunum í útboðinu var að lögð yrði áhersla á að farþegar vallarins myndu upplifa það sterklega að þeir séu staddir á Íslandi. Þar þyrfti áfram að vera mikið úrval af íslenskum vörum og hönnun en í aðdraganda útboðsins óttuðust íslenskir birgjar og framleiðendur að Fríhöfnin yrði fyllt af erlendum varningi myndi erlent fyrirtæki reka hana. Síðustu vikur hafa forsvarsmenn Heinemann sett sig í samband við íslenska framleiðendur sem hafa selt vörur á flugvellinum. Þeir vilja að framleiðendurnir lækki verð hjá sér verulega, vilji þeir að vörur þeirra verði áfram seldar á flugvellinum. „Til þess að pína niður verð hjá birgjum. Þá hugsar maður að þeir ætli að lækka verð til neytenda. Nei, það er ekki meiningin. Þeir ætla að auka sína framlegð, gera kröfur um framlegð sem eru miklu hærri en myndi gerast í nokkru eðlilegu samkeppnisumhverfi. Kannski 65 til sjötíu prósent. Þar að auki gera þeir kröfur um miklu lengri greiðslufrest sem hefur verulega neikvæð áhrif á fjárstreymi hjá fyrirtækjum,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Fyrirtækin verði fyrir stórtjóni, sama hvort þeir samþykki skilmála Heinemann eða ekki. „Ef þeir ganga að þeim eru tekjurnar þeirra mögulega að lækka um tugi prósenta. Ef þeir ganga ekki að þeim eru þeir að missa útsölustaðinn fyrir kannski meiripartinn af sinni framleiðslu. Þannig þetta er ömurleg staða og fyrirtækin milli steins og sleggju,“ segir Ólafur. Heinemann rekur einnig fríhafnirnar í Kaupmannahöfn og Ósló. Ólafur segir að þar séu innlend fyrirtæki í erfiðri stöðu. „Við myndum vilja sjá að stjórnvöld gripu þarna inn í og útskýrðu fyrir bæði Isavia og Heinemann að það geti ekki hafa verið meiningin með þessu útboði á Fríhöfninni að þrengja svona rosalega að litlum og meðalstórum íslenskum fyrirtækjum,“ segir Ólafur.
Neytendur Keflavíkurflugvöllur Isavia Verslun Tengdar fréttir Á milli steins og sleggju Heinemann Nú styttist í að þýzka fyrirtækið Heinemann taki formlega við rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, eftir að hafa unnið útboð á vegum opinbera hlutafélagsins Isavia. Undirritaður hefur áður fjallað hér á Vísi um það hvernig Heinemann virðist nú þegar, við undirbúning innkaupa á vörum fyrir Fríhöfnina, ganga gegn útboðsskilmálunum. 1. maí 2025 10:00 Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Á milli steins og sleggju Heinemann Nú styttist í að þýzka fyrirtækið Heinemann taki formlega við rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, eftir að hafa unnið útboð á vegum opinbera hlutafélagsins Isavia. Undirritaður hefur áður fjallað hér á Vísi um það hvernig Heinemann virðist nú þegar, við undirbúning innkaupa á vörum fyrir Fríhöfnina, ganga gegn útboðsskilmálunum. 1. maí 2025 10:00