Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 1. maí 2025 15:03 Talsvert athyglisverð grein birtist fyrr í dag á Vísi eftir Dagbjörtu Hákonardóttur, þingmann Samfylkingarinnar, þar sem hún hvatti verkalýðshreyfinguna til þess að beita sér í umræðunni um það hvort Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið eða ekki. Skilaboðin voru vitanlega þau að hún ætti að beita sér fyrir inngöngu í sambandið. Hins vegar vekur athygli að engin haldbær rök komu fram í greininni fyrir því hvers vegna rétt væri fyrir hreyfinguna að gera það. Fullyrt var þess í stað einungis að innganga í Evrópusambandið væri kjaramál án þess að gerð væri í raun tilraun til þess að færa rök fyrir því. Ekki var minnzt einu orði á evruna sem til þessa hefur verið það sem Evrópusambandssinnar hafa helzt haldið á lofti. Mögulega þar sem sá stöðugleiki og lágir vextir sem þeir hafa sagt að fylgdu henni eru birtingarmynd efnahagslegrar stöðnunar með tilheyrandi litlum eða engum hagvexti og viðvarandi miklu atvinnuleysi. Fimm prósent af alþingismanni Fram kemur þess í stað í greininni að með inngöngu í Evrópusambandið væri hægt að halda uppi hagsmunagæzlu „með íslenzkum kjörnum fulltrúum á Evrópuþinginu, í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, í ráðherraráðinu eða á vettvangi Evrópudómstólsins.“ Fyrir það fyrsta eru þeir sem sitja í framkvæmdastjórn og dómstóli sambandsins ekki kjörnir fulltrúar heldur embættismenn sambandsins sem óheimilt að ganga erinda heimalanda sinna. Hvað þing Evrópusambandsins varðar hefði Ísland þar sex þingmenn af yfir 700 sem væri hliðstætt á við það að hafa hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði margfalt verri innan ráðherraráðsins þar sem vægi landsins yrði allajafna einungis á við 5% af alþingismanni enda íbúafjöldi ríkja sambandsins í lykilhlutverki þegar langflestar ákvarðanir ráðsins eru teknar. Þar á meðal þegar sjávarútvegs- og orkumál eru annars vegar sem og kjaramál í flestum tilfellum. Vill halda Noregi sameinuðum Minnzt er á Noreg í greininni og umræðuna um Evrópusambandið þar i landi. Tillögu um að norski Verkamannaflokkurinn, systurflokkur Samfylkingarinnar, legði áherzlu á inngöngu í sambandið var einmitt hafnað á landsfundi flokksins á dögunum sem og tillögu um þjóðaratkvæði í þeim efnum. Þess í stað var samþykkt óbreytt stefna um að ekki væri stefnt að inngöngu í Evrópusambandið og að því yrði ekki breytt nema með samþykki nýs landsfundar. „Við þurfum nú að beina orkunni að því að standa vörð um norska hagsmuni. Ekki að eyða henni í langt, krefjandi umsóknarferli sem hætta er á að sundri okkur,“ sagði Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs og leiðtogi Verkamannaflokksins, í ræðu sinni á fundinum. Þjóðaratkvæði um Evrópusambandið væri ekki bezt fyrir Noreg í ljósi heimsmálanna. „Við erfiðar aðstæður vil ég frekar halda Noregi sameinuðum en setja af stað ný átök með eða á móti.“ Talaði eins þar til eftir kosningar Með sama hætti talaði Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, þar til eftir þingkosningarnar í nóvember. Hvað norsku verkalýðshreyfinguna varðar hefur hún að sama skapi ekki inngöngu í Evrópusambandið á stefnuskrá sinni. Þá hafa jafnaðarmenn í Svíþjóð og Danmörku og þarlendar verkalýðshreyfingar viðrað áhyggjur af framtíð norræna vinnumarkaðsmódelsins vegna áforma um samræmd lágmarkslaun innan sambandsins. Hér erum við ekki farin að ræða til dæmis um félagsleg undirboð sem verkalýðshreyfingar einkum í norrænum ríkjum innan Evrópusambandsins hafa lýst áhyggjum af. Hvað evruna síðan varðar er ekki að ástæðulausu að einungis eitt þeirra, Finnland, hefur tekið hana upp. Full ástæða er því til þess að taka undir hvatningu Dagbjartar til verkalýðshreyfingarinnar um þátttöku í umræðunni. Væntanlega yrði það þá á sömu nótum og hjá norskum kollegum hennar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Talsvert athyglisverð grein birtist fyrr í dag á Vísi eftir Dagbjörtu Hákonardóttur, þingmann Samfylkingarinnar, þar sem hún hvatti verkalýðshreyfinguna til þess að beita sér í umræðunni um það hvort Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið eða ekki. Skilaboðin voru vitanlega þau að hún ætti að beita sér fyrir inngöngu í sambandið. Hins vegar vekur athygli að engin haldbær rök komu fram í greininni fyrir því hvers vegna rétt væri fyrir hreyfinguna að gera það. Fullyrt var þess í stað einungis að innganga í Evrópusambandið væri kjaramál án þess að gerð væri í raun tilraun til þess að færa rök fyrir því. Ekki var minnzt einu orði á evruna sem til þessa hefur verið það sem Evrópusambandssinnar hafa helzt haldið á lofti. Mögulega þar sem sá stöðugleiki og lágir vextir sem þeir hafa sagt að fylgdu henni eru birtingarmynd efnahagslegrar stöðnunar með tilheyrandi litlum eða engum hagvexti og viðvarandi miklu atvinnuleysi. Fimm prósent af alþingismanni Fram kemur þess í stað í greininni að með inngöngu í Evrópusambandið væri hægt að halda uppi hagsmunagæzlu „með íslenzkum kjörnum fulltrúum á Evrópuþinginu, í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, í ráðherraráðinu eða á vettvangi Evrópudómstólsins.“ Fyrir það fyrsta eru þeir sem sitja í framkvæmdastjórn og dómstóli sambandsins ekki kjörnir fulltrúar heldur embættismenn sambandsins sem óheimilt að ganga erinda heimalanda sinna. Hvað þing Evrópusambandsins varðar hefði Ísland þar sex þingmenn af yfir 700 sem væri hliðstætt á við það að hafa hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði margfalt verri innan ráðherraráðsins þar sem vægi landsins yrði allajafna einungis á við 5% af alþingismanni enda íbúafjöldi ríkja sambandsins í lykilhlutverki þegar langflestar ákvarðanir ráðsins eru teknar. Þar á meðal þegar sjávarútvegs- og orkumál eru annars vegar sem og kjaramál í flestum tilfellum. Vill halda Noregi sameinuðum Minnzt er á Noreg í greininni og umræðuna um Evrópusambandið þar i landi. Tillögu um að norski Verkamannaflokkurinn, systurflokkur Samfylkingarinnar, legði áherzlu á inngöngu í sambandið var einmitt hafnað á landsfundi flokksins á dögunum sem og tillögu um þjóðaratkvæði í þeim efnum. Þess í stað var samþykkt óbreytt stefna um að ekki væri stefnt að inngöngu í Evrópusambandið og að því yrði ekki breytt nema með samþykki nýs landsfundar. „Við þurfum nú að beina orkunni að því að standa vörð um norska hagsmuni. Ekki að eyða henni í langt, krefjandi umsóknarferli sem hætta er á að sundri okkur,“ sagði Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs og leiðtogi Verkamannaflokksins, í ræðu sinni á fundinum. Þjóðaratkvæði um Evrópusambandið væri ekki bezt fyrir Noreg í ljósi heimsmálanna. „Við erfiðar aðstæður vil ég frekar halda Noregi sameinuðum en setja af stað ný átök með eða á móti.“ Talaði eins þar til eftir kosningar Með sama hætti talaði Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, þar til eftir þingkosningarnar í nóvember. Hvað norsku verkalýðshreyfinguna varðar hefur hún að sama skapi ekki inngöngu í Evrópusambandið á stefnuskrá sinni. Þá hafa jafnaðarmenn í Svíþjóð og Danmörku og þarlendar verkalýðshreyfingar viðrað áhyggjur af framtíð norræna vinnumarkaðsmódelsins vegna áforma um samræmd lágmarkslaun innan sambandsins. Hér erum við ekki farin að ræða til dæmis um félagsleg undirboð sem verkalýðshreyfingar einkum í norrænum ríkjum innan Evrópusambandsins hafa lýst áhyggjum af. Hvað evruna síðan varðar er ekki að ástæðulausu að einungis eitt þeirra, Finnland, hefur tekið hana upp. Full ástæða er því til þess að taka undir hvatningu Dagbjartar til verkalýðshreyfingarinnar um þátttöku í umræðunni. Væntanlega yrði það þá á sömu nótum og hjá norskum kollegum hennar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar