Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 1. maí 2025 15:03 Talsvert athyglisverð grein birtist fyrr í dag á Vísi eftir Dagbjörtu Hákonardóttur, þingmann Samfylkingarinnar, þar sem hún hvatti verkalýðshreyfinguna til þess að beita sér í umræðunni um það hvort Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið eða ekki. Skilaboðin voru vitanlega þau að hún ætti að beita sér fyrir inngöngu í sambandið. Hins vegar vekur athygli að engin haldbær rök komu fram í greininni fyrir því hvers vegna rétt væri fyrir hreyfinguna að gera það. Fullyrt var þess í stað einungis að innganga í Evrópusambandið væri kjaramál án þess að gerð væri í raun tilraun til þess að færa rök fyrir því. Ekki var minnzt einu orði á evruna sem til þessa hefur verið það sem Evrópusambandssinnar hafa helzt haldið á lofti. Mögulega þar sem sá stöðugleiki og lágir vextir sem þeir hafa sagt að fylgdu henni eru birtingarmynd efnahagslegrar stöðnunar með tilheyrandi litlum eða engum hagvexti og viðvarandi miklu atvinnuleysi. Fimm prósent af alþingismanni Fram kemur þess í stað í greininni að með inngöngu í Evrópusambandið væri hægt að halda uppi hagsmunagæzlu „með íslenzkum kjörnum fulltrúum á Evrópuþinginu, í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, í ráðherraráðinu eða á vettvangi Evrópudómstólsins.“ Fyrir það fyrsta eru þeir sem sitja í framkvæmdastjórn og dómstóli sambandsins ekki kjörnir fulltrúar heldur embættismenn sambandsins sem óheimilt að ganga erinda heimalanda sinna. Hvað þing Evrópusambandsins varðar hefði Ísland þar sex þingmenn af yfir 700 sem væri hliðstætt á við það að hafa hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði margfalt verri innan ráðherraráðsins þar sem vægi landsins yrði allajafna einungis á við 5% af alþingismanni enda íbúafjöldi ríkja sambandsins í lykilhlutverki þegar langflestar ákvarðanir ráðsins eru teknar. Þar á meðal þegar sjávarútvegs- og orkumál eru annars vegar sem og kjaramál í flestum tilfellum. Vill halda Noregi sameinuðum Minnzt er á Noreg í greininni og umræðuna um Evrópusambandið þar i landi. Tillögu um að norski Verkamannaflokkurinn, systurflokkur Samfylkingarinnar, legði áherzlu á inngöngu í sambandið var einmitt hafnað á landsfundi flokksins á dögunum sem og tillögu um þjóðaratkvæði í þeim efnum. Þess í stað var samþykkt óbreytt stefna um að ekki væri stefnt að inngöngu í Evrópusambandið og að því yrði ekki breytt nema með samþykki nýs landsfundar. „Við þurfum nú að beina orkunni að því að standa vörð um norska hagsmuni. Ekki að eyða henni í langt, krefjandi umsóknarferli sem hætta er á að sundri okkur,“ sagði Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs og leiðtogi Verkamannaflokksins, í ræðu sinni á fundinum. Þjóðaratkvæði um Evrópusambandið væri ekki bezt fyrir Noreg í ljósi heimsmálanna. „Við erfiðar aðstæður vil ég frekar halda Noregi sameinuðum en setja af stað ný átök með eða á móti.“ Talaði eins þar til eftir kosningar Með sama hætti talaði Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, þar til eftir þingkosningarnar í nóvember. Hvað norsku verkalýðshreyfinguna varðar hefur hún að sama skapi ekki inngöngu í Evrópusambandið á stefnuskrá sinni. Þá hafa jafnaðarmenn í Svíþjóð og Danmörku og þarlendar verkalýðshreyfingar viðrað áhyggjur af framtíð norræna vinnumarkaðsmódelsins vegna áforma um samræmd lágmarkslaun innan sambandsins. Hér erum við ekki farin að ræða til dæmis um félagsleg undirboð sem verkalýðshreyfingar einkum í norrænum ríkjum innan Evrópusambandsins hafa lýst áhyggjum af. Hvað evruna síðan varðar er ekki að ástæðulausu að einungis eitt þeirra, Finnland, hefur tekið hana upp. Full ástæða er því til þess að taka undir hvatningu Dagbjartar til verkalýðshreyfingarinnar um þátttöku í umræðunni. Væntanlega yrði það þá á sömu nótum og hjá norskum kollegum hennar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Talsvert athyglisverð grein birtist fyrr í dag á Vísi eftir Dagbjörtu Hákonardóttur, þingmann Samfylkingarinnar, þar sem hún hvatti verkalýðshreyfinguna til þess að beita sér í umræðunni um það hvort Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið eða ekki. Skilaboðin voru vitanlega þau að hún ætti að beita sér fyrir inngöngu í sambandið. Hins vegar vekur athygli að engin haldbær rök komu fram í greininni fyrir því hvers vegna rétt væri fyrir hreyfinguna að gera það. Fullyrt var þess í stað einungis að innganga í Evrópusambandið væri kjaramál án þess að gerð væri í raun tilraun til þess að færa rök fyrir því. Ekki var minnzt einu orði á evruna sem til þessa hefur verið það sem Evrópusambandssinnar hafa helzt haldið á lofti. Mögulega þar sem sá stöðugleiki og lágir vextir sem þeir hafa sagt að fylgdu henni eru birtingarmynd efnahagslegrar stöðnunar með tilheyrandi litlum eða engum hagvexti og viðvarandi miklu atvinnuleysi. Fimm prósent af alþingismanni Fram kemur þess í stað í greininni að með inngöngu í Evrópusambandið væri hægt að halda uppi hagsmunagæzlu „með íslenzkum kjörnum fulltrúum á Evrópuþinginu, í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, í ráðherraráðinu eða á vettvangi Evrópudómstólsins.“ Fyrir það fyrsta eru þeir sem sitja í framkvæmdastjórn og dómstóli sambandsins ekki kjörnir fulltrúar heldur embættismenn sambandsins sem óheimilt að ganga erinda heimalanda sinna. Hvað þing Evrópusambandsins varðar hefði Ísland þar sex þingmenn af yfir 700 sem væri hliðstætt á við það að hafa hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði margfalt verri innan ráðherraráðsins þar sem vægi landsins yrði allajafna einungis á við 5% af alþingismanni enda íbúafjöldi ríkja sambandsins í lykilhlutverki þegar langflestar ákvarðanir ráðsins eru teknar. Þar á meðal þegar sjávarútvegs- og orkumál eru annars vegar sem og kjaramál í flestum tilfellum. Vill halda Noregi sameinuðum Minnzt er á Noreg í greininni og umræðuna um Evrópusambandið þar i landi. Tillögu um að norski Verkamannaflokkurinn, systurflokkur Samfylkingarinnar, legði áherzlu á inngöngu í sambandið var einmitt hafnað á landsfundi flokksins á dögunum sem og tillögu um þjóðaratkvæði í þeim efnum. Þess í stað var samþykkt óbreytt stefna um að ekki væri stefnt að inngöngu í Evrópusambandið og að því yrði ekki breytt nema með samþykki nýs landsfundar. „Við þurfum nú að beina orkunni að því að standa vörð um norska hagsmuni. Ekki að eyða henni í langt, krefjandi umsóknarferli sem hætta er á að sundri okkur,“ sagði Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs og leiðtogi Verkamannaflokksins, í ræðu sinni á fundinum. Þjóðaratkvæði um Evrópusambandið væri ekki bezt fyrir Noreg í ljósi heimsmálanna. „Við erfiðar aðstæður vil ég frekar halda Noregi sameinuðum en setja af stað ný átök með eða á móti.“ Talaði eins þar til eftir kosningar Með sama hætti talaði Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, þar til eftir þingkosningarnar í nóvember. Hvað norsku verkalýðshreyfinguna varðar hefur hún að sama skapi ekki inngöngu í Evrópusambandið á stefnuskrá sinni. Þá hafa jafnaðarmenn í Svíþjóð og Danmörku og þarlendar verkalýðshreyfingar viðrað áhyggjur af framtíð norræna vinnumarkaðsmódelsins vegna áforma um samræmd lágmarkslaun innan sambandsins. Hér erum við ekki farin að ræða til dæmis um félagsleg undirboð sem verkalýðshreyfingar einkum í norrænum ríkjum innan Evrópusambandsins hafa lýst áhyggjum af. Hvað evruna síðan varðar er ekki að ástæðulausu að einungis eitt þeirra, Finnland, hefur tekið hana upp. Full ástæða er því til þess að taka undir hvatningu Dagbjartar til verkalýðshreyfingarinnar um þátttöku í umræðunni. Væntanlega yrði það þá á sömu nótum og hjá norskum kollegum hennar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar