Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar 30. apríl 2025 08:00 Blindrafélagið í samstarfi við Sjónstöðina sjá um að úthluta blindum og sjónskertum einstaklingum leiðsöguhundum. Hundarnir eru öflugt hjálpartæki fyrir blint og sjónskert fólk og veita þeir notendum aukið öryggi. Notandi leiðsöguhunds öðlast aukið frelsi til þess að komast um í umhverfi sínu, jafnt innandyra sem utan. Þetta magnaða samstarf er svo frábært því báðir aðilar nýta sína styrkleika til að teyminu gangi sem best og að allt gangi á sem farsælastan hátt. Ef hundinum eru ekki gefnar skipanir ber hann ábyrgð á því að fylgja vinstri kanti, ef hægt er að beygja til vinstri gerir hann það, hann sneiðir fram hjá hindrunum sem ekki krefjast þess að farið sé út af gangstétt og ef það er ekki hægt stoppar hundurinn og notandinn tekur svo ákvörðun um hvað skuli gera í málinu. Svo er það notandinn sem sér um restina. Í samstarfi mínu við leiðsöguhundinn minn hann Gaur er það ég sem ákveð hvaða leið skuli fara, hvar skuli beygja, hvenær skuli fara yfir götur o.s.frv. Svo erum við með ýmiskonar kennileiti á ferðum okkar sem ég bið Gaur að finna fyrir mig til dæmis bekki, ruslatunnur, staura og tröppur. Ég hugsa það oft að sennilega lýtur Gaur á vinnuna sem leik því í hans heimi er þetta eins og einn stór ratleikur þar sem hann fær stöðugt pepp og er hrósað í hástert í hvert skipti sem hann gerir það sem ég bið um. Í hvert skipti sem hann finnur gangstéttakant, staur eða ljósastaur fær hann viðbrögð eins og hann hafi skorað mark í mikilvægum fótboltaleik. Í hans heimi er hann að fá staðfestingu á því að hann sé besti hundurinn mörg hundruð sinnum á dag. Ég held að það sé engum blöðum um það að fletta og þeir sem mig þekkja geta tekið undir það að þessi blessaða skepna hefur svo sannarlega auðgað líf mitt og gert mig að betri manneskju og það er yfirlýst markmið okkar Gaurs að verða bestir í heimi í að fara saman í göngutúr og höldum því ótrauðir áfram þar til Gaur fer á eftirlaun. Að lokum vil ég minna á mikilvægt verkefni, Vinir Leiðsöguhunda, sem Blindrafélagið fór af stað með fyrir ári síðan. Verkefnið hefur það tilgang að auka umræðu og sýnileika leiðsöguhunda, auka virkni notenda þeirra og hvetja til þátttöku í samfélaginu. Á vefsvæðinu okkar má kynna sér allt um þetta frábæra verkefni Vinir leiðsöguhunda | Blindrafélagið. Höfundur er formaður leiðsöguhundadeildar Blindrafélagsins og notandi leiðsöguhundsins Gaurlaugs Guðvarðar Þorkellssonar Steindal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Hundar Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Blindrafélagið í samstarfi við Sjónstöðina sjá um að úthluta blindum og sjónskertum einstaklingum leiðsöguhundum. Hundarnir eru öflugt hjálpartæki fyrir blint og sjónskert fólk og veita þeir notendum aukið öryggi. Notandi leiðsöguhunds öðlast aukið frelsi til þess að komast um í umhverfi sínu, jafnt innandyra sem utan. Þetta magnaða samstarf er svo frábært því báðir aðilar nýta sína styrkleika til að teyminu gangi sem best og að allt gangi á sem farsælastan hátt. Ef hundinum eru ekki gefnar skipanir ber hann ábyrgð á því að fylgja vinstri kanti, ef hægt er að beygja til vinstri gerir hann það, hann sneiðir fram hjá hindrunum sem ekki krefjast þess að farið sé út af gangstétt og ef það er ekki hægt stoppar hundurinn og notandinn tekur svo ákvörðun um hvað skuli gera í málinu. Svo er það notandinn sem sér um restina. Í samstarfi mínu við leiðsöguhundinn minn hann Gaur er það ég sem ákveð hvaða leið skuli fara, hvar skuli beygja, hvenær skuli fara yfir götur o.s.frv. Svo erum við með ýmiskonar kennileiti á ferðum okkar sem ég bið Gaur að finna fyrir mig til dæmis bekki, ruslatunnur, staura og tröppur. Ég hugsa það oft að sennilega lýtur Gaur á vinnuna sem leik því í hans heimi er þetta eins og einn stór ratleikur þar sem hann fær stöðugt pepp og er hrósað í hástert í hvert skipti sem hann gerir það sem ég bið um. Í hvert skipti sem hann finnur gangstéttakant, staur eða ljósastaur fær hann viðbrögð eins og hann hafi skorað mark í mikilvægum fótboltaleik. Í hans heimi er hann að fá staðfestingu á því að hann sé besti hundurinn mörg hundruð sinnum á dag. Ég held að það sé engum blöðum um það að fletta og þeir sem mig þekkja geta tekið undir það að þessi blessaða skepna hefur svo sannarlega auðgað líf mitt og gert mig að betri manneskju og það er yfirlýst markmið okkar Gaurs að verða bestir í heimi í að fara saman í göngutúr og höldum því ótrauðir áfram þar til Gaur fer á eftirlaun. Að lokum vil ég minna á mikilvægt verkefni, Vinir Leiðsöguhunda, sem Blindrafélagið fór af stað með fyrir ári síðan. Verkefnið hefur það tilgang að auka umræðu og sýnileika leiðsöguhunda, auka virkni notenda þeirra og hvetja til þátttöku í samfélaginu. Á vefsvæðinu okkar má kynna sér allt um þetta frábæra verkefni Vinir leiðsöguhunda | Blindrafélagið. Höfundur er formaður leiðsöguhundadeildar Blindrafélagsins og notandi leiðsöguhundsins Gaurlaugs Guðvarðar Þorkellssonar Steindal.
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun