Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar 28. apríl 2025 07:00 Líðan barna hefur verðið til umfjöllunar um langt skeið, grein eftir grein rituð og málin rædd en staðan virðist þrátt fyrir það lítið breytast. En hvað er það sem veldur, getur verið að það sé ekkert að börnum okkar heldur liggi vandamálið hjá okkur foreldrum, uppalendunum sem á fyrstu dögum barnsins horfðu í augu þess og hétu því að elska og hlúa að öllum stundum. En hversu miklum tíma eyðum við í raun og veru með börnum okkar og er sá tími nægjanlegur? Getur verið að tæknin hafi rænt börnin okkar æsku sinni og athygli og við foreldrar horfum á það gerast sofandi og eða úrræðalaus. Eða erum við hreinlega of upptekin í okkar eigin skjá og sjáum á meðan ekki líðan barna okkar. Rannsóknir sýna að langvarandi skjátími getur haft neikvæð áhrif á námsgetu, félagsfærni og almennan þroska barna. Við sjáum að yngstu börnin glíma í auknum mæli við einbeitingaskort, skert úthald, hegðunarvanda og áskoranir á tilfinningastjórnun. Þá hefur einnig komið í ljós að málþroski og grunnorðaforði barna hefur dregist saman á undanförnum árum. Rannsóknir benda til þess að líðan þeirra tengist aukinni notkun snjalltækja. Áhrif skjánotkunar eru víðtæk. Hún getur örvað framleiðslu dópamíns í heilanum, sem getur aukið hættu á fíkn og fráhvörfum. Þetta hefur áhrif á svefn, tilfinningar og hegðun barna, með þeim afleiðingum að færni þeirra til að læra og leika sér minnkar oft með óafturkræfanlegum afleiðingum. Það ætti því að vera ljóst að við þessu þarf að bregðast og það gerum við sem samfélag. Það er mikilvægt að horfa ekki einungis á þann tíma sem fer í skjánotkun heldur einnig á innihald þess sem börnin horfa á. Á meðan börn sitja fyrir framan skjái missa þau af dýrmætum samskiptum við aðra, samskiptum sem eru lykilatriði í þroska þeirra og samskiptum við okkur foreldranna sem gefa okkur tækifæri á að þekkja börnin okkar betur, tilfinningar þeirra og líðan. En það er ekki nóg að benda einungis á skjánotkun barna okkar. Við þurfum að líta í eigin barm, við erum fyrirmyndin og af okkur læra þau. Þegar við fullorðna fólkið erum niðursokkin í skjánotkun bitnar það á samskiptum þeirra við okkur. Þótt flestir foreldrar séu meðvitaðir um þessi áhrif getur verið erfitt að rjúfa þann vítahring sem myndast hefur. Það krefst hugrekkis og þjálfunar að breyta venjum heimilisins, búa til siði og breyta menningu. Við þurfum að horfast í augu við vandann, og enn mikilvægara, við þurfum að horfa í augu hvors annars og njóta augnablikanna, því þau koma ekki aftur. Við berum öll ábyrgð Hafnarfjarðarbær hefur að undanförnu staðið fyrir fræðsluerindum undir heitinu „Við erum þorpið“, þar sem vakin hefur verið athygli á velferð, líðan og öryggi barna. Þann 29. maí kl. 17 verður haldinn fræðslufyrirlestur í Bæjarbíói undir yfirskriftinni „Horfumst í augu“, þar sem sjónum verður beint að áhrifum mikillar skjánotkunar á líf og þroska barna. Markmið fyrirlestursins er að vekja athygli á því hvernig snjalltæki geta haft áhrif á félagsfærni, heilsu, tengsl og málþroska og hvetja foreldra leik- og grunnskólabarna til aðgerða, veita ráð og styrkja þá til að breyta menningu heimilisins. Fræðsluráð og foreldraráð grunnskólabarna í Hafnarfirði hafa ekki látið sitt eftir liggja og standa að fyrirlestrinum og hafa tekið virkan þátt í umræðunni um skjánotkun og líðan barna og ungmenna með ýmsum hætti. Í tilefni þess verður frumflutt myndband sem foreldraráð Hafnarfjarðar hefur unnið að en í því eru foreldrar hvattir til að gera jákvæðar breytingar. Við berum öll ábyrgð, hvort sem við erum foreldrar, skólafólk eða kjörnir fulltrúar fræðslumála hvers sveitarfélags. Með því að taka höndum saman, horfa í augu hvors annars og rækta tengslin, getum við skapað betri framtíð fyrir börnin okkar – og okkur sjálf. Kristín Thoroddsen Formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar og bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Símanotkun barna Kristín Thoroddsen Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Líðan barna hefur verðið til umfjöllunar um langt skeið, grein eftir grein rituð og málin rædd en staðan virðist þrátt fyrir það lítið breytast. En hvað er það sem veldur, getur verið að það sé ekkert að börnum okkar heldur liggi vandamálið hjá okkur foreldrum, uppalendunum sem á fyrstu dögum barnsins horfðu í augu þess og hétu því að elska og hlúa að öllum stundum. En hversu miklum tíma eyðum við í raun og veru með börnum okkar og er sá tími nægjanlegur? Getur verið að tæknin hafi rænt börnin okkar æsku sinni og athygli og við foreldrar horfum á það gerast sofandi og eða úrræðalaus. Eða erum við hreinlega of upptekin í okkar eigin skjá og sjáum á meðan ekki líðan barna okkar. Rannsóknir sýna að langvarandi skjátími getur haft neikvæð áhrif á námsgetu, félagsfærni og almennan þroska barna. Við sjáum að yngstu börnin glíma í auknum mæli við einbeitingaskort, skert úthald, hegðunarvanda og áskoranir á tilfinningastjórnun. Þá hefur einnig komið í ljós að málþroski og grunnorðaforði barna hefur dregist saman á undanförnum árum. Rannsóknir benda til þess að líðan þeirra tengist aukinni notkun snjalltækja. Áhrif skjánotkunar eru víðtæk. Hún getur örvað framleiðslu dópamíns í heilanum, sem getur aukið hættu á fíkn og fráhvörfum. Þetta hefur áhrif á svefn, tilfinningar og hegðun barna, með þeim afleiðingum að færni þeirra til að læra og leika sér minnkar oft með óafturkræfanlegum afleiðingum. Það ætti því að vera ljóst að við þessu þarf að bregðast og það gerum við sem samfélag. Það er mikilvægt að horfa ekki einungis á þann tíma sem fer í skjánotkun heldur einnig á innihald þess sem börnin horfa á. Á meðan börn sitja fyrir framan skjái missa þau af dýrmætum samskiptum við aðra, samskiptum sem eru lykilatriði í þroska þeirra og samskiptum við okkur foreldranna sem gefa okkur tækifæri á að þekkja börnin okkar betur, tilfinningar þeirra og líðan. En það er ekki nóg að benda einungis á skjánotkun barna okkar. Við þurfum að líta í eigin barm, við erum fyrirmyndin og af okkur læra þau. Þegar við fullorðna fólkið erum niðursokkin í skjánotkun bitnar það á samskiptum þeirra við okkur. Þótt flestir foreldrar séu meðvitaðir um þessi áhrif getur verið erfitt að rjúfa þann vítahring sem myndast hefur. Það krefst hugrekkis og þjálfunar að breyta venjum heimilisins, búa til siði og breyta menningu. Við þurfum að horfast í augu við vandann, og enn mikilvægara, við þurfum að horfa í augu hvors annars og njóta augnablikanna, því þau koma ekki aftur. Við berum öll ábyrgð Hafnarfjarðarbær hefur að undanförnu staðið fyrir fræðsluerindum undir heitinu „Við erum þorpið“, þar sem vakin hefur verið athygli á velferð, líðan og öryggi barna. Þann 29. maí kl. 17 verður haldinn fræðslufyrirlestur í Bæjarbíói undir yfirskriftinni „Horfumst í augu“, þar sem sjónum verður beint að áhrifum mikillar skjánotkunar á líf og þroska barna. Markmið fyrirlestursins er að vekja athygli á því hvernig snjalltæki geta haft áhrif á félagsfærni, heilsu, tengsl og málþroska og hvetja foreldra leik- og grunnskólabarna til aðgerða, veita ráð og styrkja þá til að breyta menningu heimilisins. Fræðsluráð og foreldraráð grunnskólabarna í Hafnarfirði hafa ekki látið sitt eftir liggja og standa að fyrirlestrinum og hafa tekið virkan þátt í umræðunni um skjánotkun og líðan barna og ungmenna með ýmsum hætti. Í tilefni þess verður frumflutt myndband sem foreldraráð Hafnarfjarðar hefur unnið að en í því eru foreldrar hvattir til að gera jákvæðar breytingar. Við berum öll ábyrgð, hvort sem við erum foreldrar, skólafólk eða kjörnir fulltrúar fræðslumála hvers sveitarfélags. Með því að taka höndum saman, horfa í augu hvors annars og rækta tengslin, getum við skapað betri framtíð fyrir börnin okkar – og okkur sjálf. Kristín Thoroddsen Formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar og bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Hafnarfirði.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun