Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Lovísa Arnardóttir skrifar 22. apríl 2025 09:16 Breki og Katrín segja Ingu ekki hafa verið heima en maðurinn hennar tók við fötunni. Samsett Katrín Eir Ásgeirsdóttir, forseti KÍNEMA, nemendafélags Kvikmyndaskóla Íslands og Breki Snær Baldursson, varaforseti, félagsins fóru með tíu leggja fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum til Ingu Sæland, félags- og vinnumarkaðsráðherra, í tilraun til að fá hana til að bjarga Kvikmyndaskólanum. Katrín og Breki ræddu mál skólans í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þung og erfið,“ segir Breki um síðustu daga í skólanum. Þau hafi unnið stanslaust að því að finna lausn til að halda skólanum opnum en tilkynnt var um það fyrir páska að skólinn væri gjaldþrota og að koma ætti nemendum í Tækniskólann til að ljúka námi sínu. Á miðvikudag var svo tilkynnt að Rafmennt hefði keypt þrotabú skólans ásamt nafni hans, vörumerki, búnaði og öðrum verðmætum. Fundað verður með starfsfólki og nemendum í dag og á morgun. Breki Snær segist hafa frétt af lokuninni á sama tíma og greint var frá því í fjölmiðlum en þeim hafi verið greint frá gjaldþrotinu í mars. Katrín Eir segist helst berjast fyrir því að gæði náms haldist það sama og það hafi verið mikið sjokk að þau ættu að fara í Tækniskólann. Óvíst hafi verið hvort gæðin myndu halda sér. Breki Snær segir að einnig hafi þau barist fyrir því að fá að ljúka náminu í skólanum og að starfi skólans verði haldið áfram. Katrín Eir segir félagið hafa ætlað að funda með menntamálaráðherra en frestað fundinum vegna mögulegs samstarfs skólans við Rafmennt. „Við höfðum samband við þau. Inga er nágranni minn og ég hef oft afgreitt hana á KFC. Hún pantar yfirleitt tíu leggja fötu, extra crispy, og við vorum uppiskroppa með hugmyndir. Það kom ekkert annað til greina en að fara með tíu leggja fötu til Ingu Sæland,“ segir Katrín Eir. Inga hafi ekki verið heima en maðurinn hennar hafi tekið við henni. Hann hafi tekið við númerinu þeirra en þau hafi ekki heyrt í Ingu. Það sé skiljanlegt í ljósi þess að Rafmennt hafi tekið við skólanum. Skóla- og menntamál Bítið Kvikmyndagerð á Íslandi Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Gjaldþrot Háskólar Framhaldsskólar Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
„Þung og erfið,“ segir Breki um síðustu daga í skólanum. Þau hafi unnið stanslaust að því að finna lausn til að halda skólanum opnum en tilkynnt var um það fyrir páska að skólinn væri gjaldþrota og að koma ætti nemendum í Tækniskólann til að ljúka námi sínu. Á miðvikudag var svo tilkynnt að Rafmennt hefði keypt þrotabú skólans ásamt nafni hans, vörumerki, búnaði og öðrum verðmætum. Fundað verður með starfsfólki og nemendum í dag og á morgun. Breki Snær segist hafa frétt af lokuninni á sama tíma og greint var frá því í fjölmiðlum en þeim hafi verið greint frá gjaldþrotinu í mars. Katrín Eir segist helst berjast fyrir því að gæði náms haldist það sama og það hafi verið mikið sjokk að þau ættu að fara í Tækniskólann. Óvíst hafi verið hvort gæðin myndu halda sér. Breki Snær segir að einnig hafi þau barist fyrir því að fá að ljúka náminu í skólanum og að starfi skólans verði haldið áfram. Katrín Eir segir félagið hafa ætlað að funda með menntamálaráðherra en frestað fundinum vegna mögulegs samstarfs skólans við Rafmennt. „Við höfðum samband við þau. Inga er nágranni minn og ég hef oft afgreitt hana á KFC. Hún pantar yfirleitt tíu leggja fötu, extra crispy, og við vorum uppiskroppa með hugmyndir. Það kom ekkert annað til greina en að fara með tíu leggja fötu til Ingu Sæland,“ segir Katrín Eir. Inga hafi ekki verið heima en maðurinn hennar hafi tekið við henni. Hann hafi tekið við númerinu þeirra en þau hafi ekki heyrt í Ingu. Það sé skiljanlegt í ljósi þess að Rafmennt hafi tekið við skólanum.
Skóla- og menntamál Bítið Kvikmyndagerð á Íslandi Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Gjaldþrot Háskólar Framhaldsskólar Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira