Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar 22. apríl 2025 08:02 Mig langar að senda nokkrar línur um mál sem varðar Oscar Anders Florez Bocanegra, 17 ára dreng frá Kólumbíu. Ég játa það fyrst að ég hafði ekki þekkt Oscar og mál hans þar til fréttirnar hermdu fyrir páska, og þekking mín um mál Oscars er öll úr fjölmiðlum. Mér sýnist ýmislegt skrítið við lögfræðileg atriði í úrskurðinum, en ég ætla ekki að tala um lögfræðileg atriði þar sem aðrir eru sérfræðingar um það. Mig langar frekar að tala um gildi mannúðar og kærleika í máli Oscars og í samfélagi okkar. „Með lögum skal land byggja,“ segjum við, og mér finnst það rétt. Ég virði að starfsfólk undir dómsmálayfirvöldum vinni daglega með þetta slagorð. En raunar byggist land eða samfélag ekki aðeins á lögum. Samfélag vantar fleiri hluti, meðal annars mannúð eða kærleika. Við erum nýbúin að fagna páskahátíð, en hvað er kjarni páskanna? Það er náð Guðs sem vill bjarga mönnum úr vandsamlegum syndum. Gerði Guð það vegna þess að það hefði verið lögbundið? Nei. Guð gerði það vegna kærleika. Mannúð eða kærleiki er ekki bundinn við lög. Hins vegar er heldur ekki hægt að byggja samfélag aðeins með kærleika. Samfélag vantar ákveðna skipulagningu til að halda öllu í röð og reglu. Þannig eru kærleiki og lagakerfi í sambýli hvort við annað í samfélagi. Samfélag þarfnast bæði lagakerfis og kærleika eða mannúðar. Þessa dagana sjáum við mörg atvik um morð eða ofbeldi í kringum okkur. Slík atvik brjóta lög auðvitað, en samtímis brjóta þau einnig hjörtu okkar allra í samfélagi. Þegar slæmt atvik á sér stað verðum við, sem erum ekki bein fórnarlömb, særð líka. Og það sem græðir sársauka okkar er kærleiki annarra og mannúð. Kærleikinn sem við sjáum hjá Svövu og Sonju í máli Oscars er samtímis orðinn kærleiki til okkar allra í samfélaginu og græðir sársauka okkar. Út af svona kærleika góðs fólks getum við haldið áfram í daglegu lífi okkar. Ég skora á stjórnendur í dómsmálayfirvöldum að endurskoða mál Oscars einu sinni enn og reyna að horfa á stærri mynd málsins. Oscar er nýorðinn 17 ára saklaus drengur. Dvöl hans á Íslandi er ekkert álag fyrir íslenska ríkið og skaðar hagsmuni einskis. Þvert á móti, er sú ákvörðun að vísa Oscari úr landi til Kólumbíu fyrirsjáanlega skaðleg. Ef við fordæmum það sem gerist núna í Gaza, verðum við að viðurkenna að ákvörðun um brottvísun Oscars er í eðli sínu af sama toga. Þessi brottvísun eyðileggur ekki aðeins líf Oscars heldur líka hjörtu Svövu, Sonju og margra annarra Íslendinga sem vilja lifa með kærleika, sem vilja viðhalda Íslandi sem þjóð með mannúð. Stöðvið brottvísun Oscars og leyfið honum að búa á Íslandi. Höfundur er prestur innflytjenda og flóttafólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Flóttafólk á Íslandi Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Mig langar að senda nokkrar línur um mál sem varðar Oscar Anders Florez Bocanegra, 17 ára dreng frá Kólumbíu. Ég játa það fyrst að ég hafði ekki þekkt Oscar og mál hans þar til fréttirnar hermdu fyrir páska, og þekking mín um mál Oscars er öll úr fjölmiðlum. Mér sýnist ýmislegt skrítið við lögfræðileg atriði í úrskurðinum, en ég ætla ekki að tala um lögfræðileg atriði þar sem aðrir eru sérfræðingar um það. Mig langar frekar að tala um gildi mannúðar og kærleika í máli Oscars og í samfélagi okkar. „Með lögum skal land byggja,“ segjum við, og mér finnst það rétt. Ég virði að starfsfólk undir dómsmálayfirvöldum vinni daglega með þetta slagorð. En raunar byggist land eða samfélag ekki aðeins á lögum. Samfélag vantar fleiri hluti, meðal annars mannúð eða kærleika. Við erum nýbúin að fagna páskahátíð, en hvað er kjarni páskanna? Það er náð Guðs sem vill bjarga mönnum úr vandsamlegum syndum. Gerði Guð það vegna þess að það hefði verið lögbundið? Nei. Guð gerði það vegna kærleika. Mannúð eða kærleiki er ekki bundinn við lög. Hins vegar er heldur ekki hægt að byggja samfélag aðeins með kærleika. Samfélag vantar ákveðna skipulagningu til að halda öllu í röð og reglu. Þannig eru kærleiki og lagakerfi í sambýli hvort við annað í samfélagi. Samfélag þarfnast bæði lagakerfis og kærleika eða mannúðar. Þessa dagana sjáum við mörg atvik um morð eða ofbeldi í kringum okkur. Slík atvik brjóta lög auðvitað, en samtímis brjóta þau einnig hjörtu okkar allra í samfélagi. Þegar slæmt atvik á sér stað verðum við, sem erum ekki bein fórnarlömb, særð líka. Og það sem græðir sársauka okkar er kærleiki annarra og mannúð. Kærleikinn sem við sjáum hjá Svövu og Sonju í máli Oscars er samtímis orðinn kærleiki til okkar allra í samfélaginu og græðir sársauka okkar. Út af svona kærleika góðs fólks getum við haldið áfram í daglegu lífi okkar. Ég skora á stjórnendur í dómsmálayfirvöldum að endurskoða mál Oscars einu sinni enn og reyna að horfa á stærri mynd málsins. Oscar er nýorðinn 17 ára saklaus drengur. Dvöl hans á Íslandi er ekkert álag fyrir íslenska ríkið og skaðar hagsmuni einskis. Þvert á móti, er sú ákvörðun að vísa Oscari úr landi til Kólumbíu fyrirsjáanlega skaðleg. Ef við fordæmum það sem gerist núna í Gaza, verðum við að viðurkenna að ákvörðun um brottvísun Oscars er í eðli sínu af sama toga. Þessi brottvísun eyðileggur ekki aðeins líf Oscars heldur líka hjörtu Svövu, Sonju og margra annarra Íslendinga sem vilja lifa með kærleika, sem vilja viðhalda Íslandi sem þjóð með mannúð. Stöðvið brottvísun Oscars og leyfið honum að búa á Íslandi. Höfundur er prestur innflytjenda og flóttafólks.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun