„Til hamingju hálfvitar“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. apríl 2025 19:00 Börkur Gunnarsson, fyrrverandi rektor Kvikmyndaskólans, vandar Valkyrjustjórninni ekki kveðjurnar og segir að verið sé að leggja menntastofnun í rúst. Vísir/Vilhelm Börkur Gunnarsson, fyrrverandi rektor Kvikmyndaskólans, gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega fyrir „að leggja menntastofnun í rúst“ og „ráðast gegn þekkingu og menntun“. Börkur skrifar um vinnubrögð ríkisstjórnarinnar í máli Kvikmyndaskólans í Facebook-færslu og deilir um leið grein sem Böðvar Bjarki Pétursson, stofnandi Kvikmyndaskólans, skrifaði í morgun. Böðvar Bjarki sagði þar að skólinn hefði orðið gjaldþrota því stjórnvöld hefðu neitað að greiða til skólans af fjárlögum og skert aðgengi nemenda að honum. Sjá einnig: „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ „Falleg árás á grunnstoðir íslenskrar kvikmyndagerðar. Til hamingju með árangurinn Valkyrjuríkisstjórn landsins. Flott hjá ykkur að ráðast gegn þekkingu og menntun,“ skrifar Börkur í færslunni og rekur síðan aðkomu sína að skólanum. Menntastofnun lögð í rúst „Ég kenndi í skólanum strax uppúr aldamótum þegar ég kom til landsins eftir að hafa starfað sem leikstjóri í Tékklandi í sjö ár. Var síðan dreginn inn aftur fyrir átta árum síðan að kenna leikaraleikstjórn og hef eiginlega verið þar síðan. Vá hvað það var gaman að gefa af sér og hjálpa efnilegum ungum listamönnum yfir hindranir,“ skrifar hann um reynslu sína af skólanum. „Bjarki, stofnandi skólans, var vissulega erfiður en magnað hvað hann hefur gefið miklu meira til samfélagsins heldur en þessir embættismenn og ráðamenn sem núna leggja menntastofnun í rúst. Til hamingju hálfvitar,“ skrifar hann svo. Sigurður Gylfi Magnússon, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi stjórnarmaður í stjórn Kvikmyndaskólans, skrifar ummæli við færslu Barkar. Sigurður Gylfi Magnússon sat í stjórn Kvikmyndaskólans um tíma. Þar segir hann það vera meðvitaða ákvörðun að keyra skólann í kaf. Skólinn sé „ein merkasta menntastofnun landsins“ og hafi hlotið margvíslegar viðurkenningar. „Það að gera hann tortryggilegan vegna þess að þetta sé einkaskóli er hreinlega fáráðnlegt og vissuleg ömurlegt teikn þess að þeir menntamálaráðherrar sem hafa verið við völd undanfarna áratugi hafa ekki verið starfi sínu vaxnir,“ skrifar hann einnig. Kvikmyndaskóli Íslands var úrskurðaður gjaldþrota og lagði mennta- og barnamálaráðherra fram tillögu um að nemendur skólans myndu fara í Tækniskólann. Það féll í grýttan jarðveg hjá stjórnendum og nemendum sem afþökkuðu boðið um að færa sig um set. Svo fór að þekkingarfyrirtækið Rafmennt tók yfir rekstur skólans og er stefnt að því að ljúka önninni. Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Kvikmyndagerð á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Háskólar Skóla- og menntamál Gjaldþrot Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Börkur skrifar um vinnubrögð ríkisstjórnarinnar í máli Kvikmyndaskólans í Facebook-færslu og deilir um leið grein sem Böðvar Bjarki Pétursson, stofnandi Kvikmyndaskólans, skrifaði í morgun. Böðvar Bjarki sagði þar að skólinn hefði orðið gjaldþrota því stjórnvöld hefðu neitað að greiða til skólans af fjárlögum og skert aðgengi nemenda að honum. Sjá einnig: „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ „Falleg árás á grunnstoðir íslenskrar kvikmyndagerðar. Til hamingju með árangurinn Valkyrjuríkisstjórn landsins. Flott hjá ykkur að ráðast gegn þekkingu og menntun,“ skrifar Börkur í færslunni og rekur síðan aðkomu sína að skólanum. Menntastofnun lögð í rúst „Ég kenndi í skólanum strax uppúr aldamótum þegar ég kom til landsins eftir að hafa starfað sem leikstjóri í Tékklandi í sjö ár. Var síðan dreginn inn aftur fyrir átta árum síðan að kenna leikaraleikstjórn og hef eiginlega verið þar síðan. Vá hvað það var gaman að gefa af sér og hjálpa efnilegum ungum listamönnum yfir hindranir,“ skrifar hann um reynslu sína af skólanum. „Bjarki, stofnandi skólans, var vissulega erfiður en magnað hvað hann hefur gefið miklu meira til samfélagsins heldur en þessir embættismenn og ráðamenn sem núna leggja menntastofnun í rúst. Til hamingju hálfvitar,“ skrifar hann svo. Sigurður Gylfi Magnússon, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi stjórnarmaður í stjórn Kvikmyndaskólans, skrifar ummæli við færslu Barkar. Sigurður Gylfi Magnússon sat í stjórn Kvikmyndaskólans um tíma. Þar segir hann það vera meðvitaða ákvörðun að keyra skólann í kaf. Skólinn sé „ein merkasta menntastofnun landsins“ og hafi hlotið margvíslegar viðurkenningar. „Það að gera hann tortryggilegan vegna þess að þetta sé einkaskóli er hreinlega fáráðnlegt og vissuleg ömurlegt teikn þess að þeir menntamálaráðherrar sem hafa verið við völd undanfarna áratugi hafa ekki verið starfi sínu vaxnir,“ skrifar hann einnig. Kvikmyndaskóli Íslands var úrskurðaður gjaldþrota og lagði mennta- og barnamálaráðherra fram tillögu um að nemendur skólans myndu fara í Tækniskólann. Það féll í grýttan jarðveg hjá stjórnendum og nemendum sem afþökkuðu boðið um að færa sig um set. Svo fór að þekkingarfyrirtækið Rafmennt tók yfir rekstur skólans og er stefnt að því að ljúka önninni.
Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Kvikmyndagerð á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Háskólar Skóla- og menntamál Gjaldþrot Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira