Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar 21. apríl 2025 17:01 Séra Jorge Mario Bergoglio er allur í jarðvist sinni. Fæddur 17. des. 1936 í Argentínu. Kjörinn páfi 13. mars 2013. Ég, sem kaþólikki, fagnaði því mjög þegar hann tók við embætti páfa og kenndi sig við heilagan Frans frá Assísi. Það þótti mér stórmannlegt. Frans frá Assísi er nefnilega verndardýrlingur dýra og náttúru. Skírnarnafn hans var Giovanni di Pietro di Bernardone f. 1811 d. 1226. Sérstaklega þótti mér merkilegt að Frans páfi skyldi vilja tileinka sér sömu viðhorf til alls dýralífs og heilagur Frans hafði gert. Um heilagan Frans er til mikið af heimildum og vert er að gefa því gaum að til þess að komast í dýrlingatölu inn kaþólsku kirkjunnar þarf viðkomandi að hafa uppfyllt mörg og ströng skilyrði. Kirkjan ákvað að gera sinn mann að dýrlingi árið 1228 í valdatíð Gregoríusar IX páfa. Því fagnaði ég því mikið þegar hinn fallni páfi ákvað að kenna sig við heilagan Frans. Það fór heldur ekki á milli mála að í starfi sínu sem páfi lagði hann ríka áherslu að fylgja eftir, í orði og verki, því sem heilagur Frans tileinkaði sér. Heilögum Frans var það metnaður að hafna auði og munaði en hann var sonur auðugs kaupmanns. Hann kaus að lifa í fátækt og einlægri þjónustu við Guð. Það fólst því mikil dyggð í því af páfa að kenna sig við heilagan Frans. Ég sem kaþólikki hef fengið það staðfest frá kaþólsku kirkjunni á Íslandi að kirkjan líti svo á að öll dýr hafi sál. Það hefur þá einföldu merkingu að hvernig sem það líf verður sem tekur við af jarðvistinni þá munum við hitta dýrin okkar aftur. Það er örugglega tilhlökkunarefni fyrir mjög marga. ,,Frans frá Assísí trúði því að öll sköpun Guðs væri heilög og að dýrin væru bræður og systur okkar í sköpuninni. Hann talaði gjarnan um „bróður sólar“ og „systur tungl“ og kallaði dýrin „bræður“ og „systur“. Hann leit ekki á menn sem yfirráðendur yfir náttúrunni, heldur sem hluta af henni, í samhljómi við dýr, jurtir, jörð og himin. Hann átti í persónulegum samskiptum við dýr — samkvæmt sögum og þjóðsögum — og sagði að dýrin lofuðu Guð á sinn hátt" (heimild ChatGpt) Af aðdáun við páfa og heilagan Frans hleypti ég af stokkunum fyrstu samkundu Alþjóðlegs dags dýra - World Animal Day 4. okt. fyrir nokkrum árum. Það var í Fríkirkjunni í Hafnarfirði hvar ég minntist heilags Frans og Frans páfa fyrir fjölmörgum. Mér þótti því mikilvægt, nú á öðrum degi stærstu trúarhátíðar kaþólskra, þegar þeir missa jarðneskan leiðtoga sinn, að minnast hans og tengingar hans við heilagan Frans og tengingar þess síðarnefnda við vernd dýra, sem hefur verið áhugamál hjá mér lengi. Frans páfi hefur nú fengið draum sinn uppfylltan, að sameinast skapara sínum og munum við hér á jörðu örugglega njóta verka hans áfram efra. Um leið og ég óska landsmönnum gleðilegra páska, það sem eftir lifir af þeim, birti ég hér friðarbæn heilags Frans sem vor fallni páfi hefur örugglega tileinkað sér. Drottinn, gerðu mig að verkfæri friðar þínsÞar sem hatur ríkir, láttu mig bera kærleika,Þar sem móðgun ríkir, fyrirgefningu,Þar sem sundrung ríkir, einingu,Þar sem villur ríkja, sannleikaÞar sem efasemdir ríkja, trú,Þar sem örvænting ríkir, von,Þar sem myrkur ríkir, ljós,Þar sem sorg ríkir, gleði. Drottinn, lát mig frekar leita þessað hugga en að hljóta huggun,að skilja en að vera skilinn,að elska en að vera elskaður. Því að í því að gefa öðlast maður,í því að gleyma sjálfum sér finnur maður sjálfan sig,í því að fyrirgefa er okkur fyrirgefið,og í því að deyja fæðumst við til eilífs lífs. Amen. Höfundur er kaþólskur dýraverndunarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Páfagarður Andlát Frans páfa Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Séra Jorge Mario Bergoglio er allur í jarðvist sinni. Fæddur 17. des. 1936 í Argentínu. Kjörinn páfi 13. mars 2013. Ég, sem kaþólikki, fagnaði því mjög þegar hann tók við embætti páfa og kenndi sig við heilagan Frans frá Assísi. Það þótti mér stórmannlegt. Frans frá Assísi er nefnilega verndardýrlingur dýra og náttúru. Skírnarnafn hans var Giovanni di Pietro di Bernardone f. 1811 d. 1226. Sérstaklega þótti mér merkilegt að Frans páfi skyldi vilja tileinka sér sömu viðhorf til alls dýralífs og heilagur Frans hafði gert. Um heilagan Frans er til mikið af heimildum og vert er að gefa því gaum að til þess að komast í dýrlingatölu inn kaþólsku kirkjunnar þarf viðkomandi að hafa uppfyllt mörg og ströng skilyrði. Kirkjan ákvað að gera sinn mann að dýrlingi árið 1228 í valdatíð Gregoríusar IX páfa. Því fagnaði ég því mikið þegar hinn fallni páfi ákvað að kenna sig við heilagan Frans. Það fór heldur ekki á milli mála að í starfi sínu sem páfi lagði hann ríka áherslu að fylgja eftir, í orði og verki, því sem heilagur Frans tileinkaði sér. Heilögum Frans var það metnaður að hafna auði og munaði en hann var sonur auðugs kaupmanns. Hann kaus að lifa í fátækt og einlægri þjónustu við Guð. Það fólst því mikil dyggð í því af páfa að kenna sig við heilagan Frans. Ég sem kaþólikki hef fengið það staðfest frá kaþólsku kirkjunni á Íslandi að kirkjan líti svo á að öll dýr hafi sál. Það hefur þá einföldu merkingu að hvernig sem það líf verður sem tekur við af jarðvistinni þá munum við hitta dýrin okkar aftur. Það er örugglega tilhlökkunarefni fyrir mjög marga. ,,Frans frá Assísí trúði því að öll sköpun Guðs væri heilög og að dýrin væru bræður og systur okkar í sköpuninni. Hann talaði gjarnan um „bróður sólar“ og „systur tungl“ og kallaði dýrin „bræður“ og „systur“. Hann leit ekki á menn sem yfirráðendur yfir náttúrunni, heldur sem hluta af henni, í samhljómi við dýr, jurtir, jörð og himin. Hann átti í persónulegum samskiptum við dýr — samkvæmt sögum og þjóðsögum — og sagði að dýrin lofuðu Guð á sinn hátt" (heimild ChatGpt) Af aðdáun við páfa og heilagan Frans hleypti ég af stokkunum fyrstu samkundu Alþjóðlegs dags dýra - World Animal Day 4. okt. fyrir nokkrum árum. Það var í Fríkirkjunni í Hafnarfirði hvar ég minntist heilags Frans og Frans páfa fyrir fjölmörgum. Mér þótti því mikilvægt, nú á öðrum degi stærstu trúarhátíðar kaþólskra, þegar þeir missa jarðneskan leiðtoga sinn, að minnast hans og tengingar hans við heilagan Frans og tengingar þess síðarnefnda við vernd dýra, sem hefur verið áhugamál hjá mér lengi. Frans páfi hefur nú fengið draum sinn uppfylltan, að sameinast skapara sínum og munum við hér á jörðu örugglega njóta verka hans áfram efra. Um leið og ég óska landsmönnum gleðilegra páska, það sem eftir lifir af þeim, birti ég hér friðarbæn heilags Frans sem vor fallni páfi hefur örugglega tileinkað sér. Drottinn, gerðu mig að verkfæri friðar þínsÞar sem hatur ríkir, láttu mig bera kærleika,Þar sem móðgun ríkir, fyrirgefningu,Þar sem sundrung ríkir, einingu,Þar sem villur ríkja, sannleikaÞar sem efasemdir ríkja, trú,Þar sem örvænting ríkir, von,Þar sem myrkur ríkir, ljós,Þar sem sorg ríkir, gleði. Drottinn, lát mig frekar leita þessað hugga en að hljóta huggun,að skilja en að vera skilinn,að elska en að vera elskaður. Því að í því að gefa öðlast maður,í því að gleyma sjálfum sér finnur maður sjálfan sig,í því að fyrirgefa er okkur fyrirgefið,og í því að deyja fæðumst við til eilífs lífs. Amen. Höfundur er kaþólskur dýraverndunarsinni.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar