Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 18. apríl 2025 16:01 Með kaupum sínum á rússnesku gasi og olíu um langt árabil fjármögnuðu ríki Evrópusambandsins hernaðaruppbyggingu og síðan hernað Rússlands í Úkraínu. Þetta sagði Josep Borrell, þáverandi utanríkisráðherra sambandsins, í ræðu sem hann flutti 9. marz 2022 á þingi þess. Ríki Evrópusambandsins voru þannig áratugum saman langstærsti kaupandi rússneskrar orku og enn er flutt verulegt magn þarlends gass til sambandsins, bæði beint og óbeint. „Þegar Rússar réðust inn á Krímskaga töluðum við um að við þyrftum að draga úr því hversu háð við værum rússnesku gasi,“ sagði Borrell enn fremur í ræðunni. Þess í stað hefðu ríki Evrópusambandsins þvert á móti keypt enn meiri orku frá Rússlandi. Í annarri ræðu í byrjun marz 2022 sagði hann að rætt hefði verið um það að draga þyrfti úr í þessum efnum í að minnsta kosti tuttugu ár en þvert á móti hefði sambandið sífellt orðið háðara rússnesku gasi. Fyrir utan annað, líkt og til að mynda alvarlega vanrækslu ríkja Evrópusambandsins um langt árabil við að tryggja eigin varnir sem taka mun langan tíma að bæta fyrir verði sú raunun á annað borð, er þannig í bezta falli vandséð hvaða vörn sambandið og ríki þess, sem ljóst er að kunnu engan veginn fótum sínum forráð þegar kom að samskiptum við Rússland og telfdu orkuöryggi sínu í algera tvísýnu, ættu að geta veitt Íslandi gegn rússneskum stjórnvöldum. Tal Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, um varnarsamstarf við Evrópusambandið er þannig mjög sérstakt. Ekki síður í ljósi þess að Ísland á þegar í varnarsamstarfi við nær öll ríki þess innan NATO fyrir utan fjögur, Írland, Austurríki, Kýpur og Möltu sem eðli málsins samkvæmt búa yfir takmarkaðri varnargetu. Þá gengu bæði Svíþjóð og Finnland í NATO einkum vegna þess að ríkin töldu sig ekki geta stólað á sambandið þegar kæmi að varnarmálum. Spurður á ráðstefnu NATO-þingsins í Helsinki, höfuðborg Finnlands, haustið 2022 hvers vegna finnsk stjórnvöld hefðu sótt um inngöngu í NATO þegar landið væri þegar í Evrópusambandinu svaraði Pekka Haavisto, þáverandi utanríkisráðherra landsins í ríkisstjórn undir forystu finnskra jafnaðarmanna, því til að ekki væri hægt að treysta á varnarskuldbindingar sambandsins. Fulltrúi Svíþjóðar á ráðstefnunni var í framhaldinu spurður sömu spurningar og svaraði á sömu nótum. Vandséð er hverju varnarsamstarf við Evrópusambandið, sem þess utan er ekki varnarbandalag ólíkt NATO, ætti að bæta við í þeim efnum. Tilgangur Þorgerðar er ljóslega einkum sá að tengja Ísland meira við sambandið í þeim tilgangi að færa landið nær inngöngu í það í samræmi við meginstefnumál Viðreisnar. Sú staðreynd að ríki sem þegar eru innan Evrópusambandsins telja sig ekki geta treyst sambandinu þegar kemur að varnarmálum ætti að segja meira en margt annað. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Með kaupum sínum á rússnesku gasi og olíu um langt árabil fjármögnuðu ríki Evrópusambandsins hernaðaruppbyggingu og síðan hernað Rússlands í Úkraínu. Þetta sagði Josep Borrell, þáverandi utanríkisráðherra sambandsins, í ræðu sem hann flutti 9. marz 2022 á þingi þess. Ríki Evrópusambandsins voru þannig áratugum saman langstærsti kaupandi rússneskrar orku og enn er flutt verulegt magn þarlends gass til sambandsins, bæði beint og óbeint. „Þegar Rússar réðust inn á Krímskaga töluðum við um að við þyrftum að draga úr því hversu háð við værum rússnesku gasi,“ sagði Borrell enn fremur í ræðunni. Þess í stað hefðu ríki Evrópusambandsins þvert á móti keypt enn meiri orku frá Rússlandi. Í annarri ræðu í byrjun marz 2022 sagði hann að rætt hefði verið um það að draga þyrfti úr í þessum efnum í að minnsta kosti tuttugu ár en þvert á móti hefði sambandið sífellt orðið háðara rússnesku gasi. Fyrir utan annað, líkt og til að mynda alvarlega vanrækslu ríkja Evrópusambandsins um langt árabil við að tryggja eigin varnir sem taka mun langan tíma að bæta fyrir verði sú raunun á annað borð, er þannig í bezta falli vandséð hvaða vörn sambandið og ríki þess, sem ljóst er að kunnu engan veginn fótum sínum forráð þegar kom að samskiptum við Rússland og telfdu orkuöryggi sínu í algera tvísýnu, ættu að geta veitt Íslandi gegn rússneskum stjórnvöldum. Tal Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, um varnarsamstarf við Evrópusambandið er þannig mjög sérstakt. Ekki síður í ljósi þess að Ísland á þegar í varnarsamstarfi við nær öll ríki þess innan NATO fyrir utan fjögur, Írland, Austurríki, Kýpur og Möltu sem eðli málsins samkvæmt búa yfir takmarkaðri varnargetu. Þá gengu bæði Svíþjóð og Finnland í NATO einkum vegna þess að ríkin töldu sig ekki geta stólað á sambandið þegar kæmi að varnarmálum. Spurður á ráðstefnu NATO-þingsins í Helsinki, höfuðborg Finnlands, haustið 2022 hvers vegna finnsk stjórnvöld hefðu sótt um inngöngu í NATO þegar landið væri þegar í Evrópusambandinu svaraði Pekka Haavisto, þáverandi utanríkisráðherra landsins í ríkisstjórn undir forystu finnskra jafnaðarmanna, því til að ekki væri hægt að treysta á varnarskuldbindingar sambandsins. Fulltrúi Svíþjóðar á ráðstefnunni var í framhaldinu spurður sömu spurningar og svaraði á sömu nótum. Vandséð er hverju varnarsamstarf við Evrópusambandið, sem þess utan er ekki varnarbandalag ólíkt NATO, ætti að bæta við í þeim efnum. Tilgangur Þorgerðar er ljóslega einkum sá að tengja Ísland meira við sambandið í þeim tilgangi að færa landið nær inngöngu í það í samræmi við meginstefnumál Viðreisnar. Sú staðreynd að ríki sem þegar eru innan Evrópusambandsins telja sig ekki geta treyst sambandinu þegar kemur að varnarmálum ætti að segja meira en margt annað. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar