Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sindri Sverrisson skrifar 16. apríl 2025 15:02 André Onana spilar á morgun en Joshua Zirkzee spilar ekki aftur fyrr en á næstu leiktíð. Getty/Malcolm Couzens Rúben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, greindi frá því á blaðamannafundi í dag að André Onana yrði í marki United í leiknum mikilvæga við Lyon annað kvöld. Onana var ekki í leikmannahópi United í 4-1 tapinu gegn Newcastle um helgina, eftir að hafa gerst sekur um skelfileg mistök í 2-2 jafnteflinu við Lyon í Frakklandi í síðustu viku. United tekur á móti Lyon á morgun í seinni leik liðanna og getur með sigri komist í undanúrslit Evrópudeildarinnar; skrefi nær sigri í keppninni og um leið dýrmætu sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. „Onana spilar á morgun,“ staðfesti Amorim á fundinum í dag, eftir að hafa látið Tyrkjann Altay Bayindir spila leikinn við Newcastle um helgina. 🗣️ "Onana will play tomorrow!"Ruben Amorim confirms who will be in goal for Manchester United tomorrow against Lyon 🔴 pic.twitter.com/UB9oR0Ngur— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 16, 2025 Amorim staðfesti einnig að hollenski framherjinn Joshua Zirkzee myndi ekki spila meira með United á þessari leiktíð. Zirkzee meiddist í læri í tapinu gegn Newcastle. BREAKING! Ruben Amorim has confirmed forward Joshua Zirkzee will miss the remainder of the season due to a hamstring injury. pic.twitter.com/DiP12Oa5At— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 16, 2025 „Hann spilar ekki meira á leiktíðinni, við skulum undirbúa hann fyrir þá næstu. Það er erfitt að kynjga þessu. Hann var að bæta sig í öllum hliðum leiksins. Svona lagað er erfitt fyrir alla leikmenn en hann verður að vera klár í það að jafna sig,“ sagði Amorim. Það kemur því til með að mæða enn meira á Rasmus Höjlund á lokakafla leiktíðarinnar en þeir Chido Obi-Martin eru núna einu framherjarnir í leikmannahópi United. Höjlund hefur skorað átta mörk í 41 leik í öllum keppnum á þessari leiktíð en hinn 17 ára Obi-Martin bíður þess að skora sitt fyrsta mark. Amorim sagði einnig frá því að Amad Diallo yrði væntanlega ekki orðinn klár í slaginn með United í þessum mánuði en að vonandi gæti hann spilað í allra síðustu leikjum tímabilsins, í maí. Leikur United og Lyon er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 á morgun og hefst hann klukkan 19. Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Fótbolti Fleiri fréttir Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira
Onana var ekki í leikmannahópi United í 4-1 tapinu gegn Newcastle um helgina, eftir að hafa gerst sekur um skelfileg mistök í 2-2 jafnteflinu við Lyon í Frakklandi í síðustu viku. United tekur á móti Lyon á morgun í seinni leik liðanna og getur með sigri komist í undanúrslit Evrópudeildarinnar; skrefi nær sigri í keppninni og um leið dýrmætu sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. „Onana spilar á morgun,“ staðfesti Amorim á fundinum í dag, eftir að hafa látið Tyrkjann Altay Bayindir spila leikinn við Newcastle um helgina. 🗣️ "Onana will play tomorrow!"Ruben Amorim confirms who will be in goal for Manchester United tomorrow against Lyon 🔴 pic.twitter.com/UB9oR0Ngur— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 16, 2025 Amorim staðfesti einnig að hollenski framherjinn Joshua Zirkzee myndi ekki spila meira með United á þessari leiktíð. Zirkzee meiddist í læri í tapinu gegn Newcastle. BREAKING! Ruben Amorim has confirmed forward Joshua Zirkzee will miss the remainder of the season due to a hamstring injury. pic.twitter.com/DiP12Oa5At— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 16, 2025 „Hann spilar ekki meira á leiktíðinni, við skulum undirbúa hann fyrir þá næstu. Það er erfitt að kynjga þessu. Hann var að bæta sig í öllum hliðum leiksins. Svona lagað er erfitt fyrir alla leikmenn en hann verður að vera klár í það að jafna sig,“ sagði Amorim. Það kemur því til með að mæða enn meira á Rasmus Höjlund á lokakafla leiktíðarinnar en þeir Chido Obi-Martin eru núna einu framherjarnir í leikmannahópi United. Höjlund hefur skorað átta mörk í 41 leik í öllum keppnum á þessari leiktíð en hinn 17 ára Obi-Martin bíður þess að skora sitt fyrsta mark. Amorim sagði einnig frá því að Amad Diallo yrði væntanlega ekki orðinn klár í slaginn með United í þessum mánuði en að vonandi gæti hann spilað í allra síðustu leikjum tímabilsins, í maí. Leikur United og Lyon er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 á morgun og hefst hann klukkan 19.
Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Fótbolti Fleiri fréttir Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira