Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Árni Sæberg skrifar 16. apríl 2025 11:19 Bergsveinn og Elísabet eru nýir markaðsstjórar Ölgerðarinnar. Ölgerðin Elísabet Austmann og Bergsveinn Guðmundsson hafa tekið við nýjum stöðum markaðsstjóra hjá Ölgerðinni. Elísabet hefur tekið við stöðu markaðsstjóra óáfengra drykkja og Bergsveinn markaðsstjóra áfengra drykkja. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Elísabet komi til Ölgerðarinnar frá Högum, þar sem hún hafi starfað sem forstöðumaður nýsköpunar- og markaðsmála. Hún hafi áratugareynslu af bæði markaðsmálum og vörumerkjastjórnun á innlendum og erlendum mörkuðum. Hún hafi meðal annars starfað sem sem framkvæmdastjóri markaðssviðs Bioeffect, þar sem hún hafi leitt markaðsstarf og vörumerkjauppbyggingu húðvörumerkisins á hérlendis og erlendis. Elísabet hafi áður starfað hjá Marel á Íslandi og í Danmörku, Glitni og þar áður hjá Ölgerðinni. Hún sé menntaður alþjóðamarkaðsfræðingur með MBA frá Háskólanum í Reykjavík. „Það er frábært að vera aftur komin til Ölgerðarinnar, þar sem ég tók mín fyrstu skref í markaðsmálum. Að vera hluti af kraftmiklu teymi með ástríðu og metnað fyrir bæði eigin og innfluttum vörumerkjum á íslenskum markaði er gríðarlega spennandi og það er einstaklega gaman að vera komin aftur,“ er haft eftir Elísabetu. Þekkir vel til áfengu drykkjanna Bergsveinn hafi starfað síðastliðin sex ár sem vörumerkjastjóri áfengra drykkja en hann hafi komið til Ölgerðarinnar frá Íslandsbanka, þar sem hann hafi gengt stöðu sérfræðings í markaðsmálum. Hann sé með meistaragráðu í alþjóðlegum markaðsmálum og stjórnun frá Copenhagen Business School. Að auki sé hann Hafnfirðingur og eldheitur golfáhugamaður. „Ég er mjög spenntur fyrir þessari áskorun og hlakka til að leggja mitt af mörkum í þeirri vegferð sem Ölgerðin er á. Það er virkilega gefandi að starfa með öllu þessu faglega og skapandi markaðsfólki sem brennur fyrir árangri á hörðum samkeppnismarkaði,“ er haft eftir Bergsveini. Skerpa sóknina „Það er mikill fengur í að fá þetta afreksfólk í markaðsstýringu í þessi störf. Bergsveinn hefur verð lykilmaður í gjöfulli vegferð margra okkar sterkustu vörumerkja síðustu ár, þá sérstaklega bjórvörumerkja á borð við Gull Lite og Bola, sem skarað hafa framúr í árangri. Þá erum við ákaflega glöð að Elísabet hafi loksins snúið „heim“ til Ölgerðarinnar. Með þessum ráðningum skerpum við sókn okkar enn frekar og leggjum grunn að frekari vexti til framtíðar. Ölgerðin hefur í gegnum tíðina lagt mikinn metnað í markaðsmál og þau Elísabet og Bergsveinn styrkja enn frekar þá fagmennsku sem einkennt hefur Ölgerðina,“ er haft eftir Óla Rúnari Jónssyni, framkvæmdastjóra markaðssviðs Ölgerðarinnar. Ölgerðin Auglýsinga- og markaðsmál Vistaskipti Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Elísabet komi til Ölgerðarinnar frá Högum, þar sem hún hafi starfað sem forstöðumaður nýsköpunar- og markaðsmála. Hún hafi áratugareynslu af bæði markaðsmálum og vörumerkjastjórnun á innlendum og erlendum mörkuðum. Hún hafi meðal annars starfað sem sem framkvæmdastjóri markaðssviðs Bioeffect, þar sem hún hafi leitt markaðsstarf og vörumerkjauppbyggingu húðvörumerkisins á hérlendis og erlendis. Elísabet hafi áður starfað hjá Marel á Íslandi og í Danmörku, Glitni og þar áður hjá Ölgerðinni. Hún sé menntaður alþjóðamarkaðsfræðingur með MBA frá Háskólanum í Reykjavík. „Það er frábært að vera aftur komin til Ölgerðarinnar, þar sem ég tók mín fyrstu skref í markaðsmálum. Að vera hluti af kraftmiklu teymi með ástríðu og metnað fyrir bæði eigin og innfluttum vörumerkjum á íslenskum markaði er gríðarlega spennandi og það er einstaklega gaman að vera komin aftur,“ er haft eftir Elísabetu. Þekkir vel til áfengu drykkjanna Bergsveinn hafi starfað síðastliðin sex ár sem vörumerkjastjóri áfengra drykkja en hann hafi komið til Ölgerðarinnar frá Íslandsbanka, þar sem hann hafi gengt stöðu sérfræðings í markaðsmálum. Hann sé með meistaragráðu í alþjóðlegum markaðsmálum og stjórnun frá Copenhagen Business School. Að auki sé hann Hafnfirðingur og eldheitur golfáhugamaður. „Ég er mjög spenntur fyrir þessari áskorun og hlakka til að leggja mitt af mörkum í þeirri vegferð sem Ölgerðin er á. Það er virkilega gefandi að starfa með öllu þessu faglega og skapandi markaðsfólki sem brennur fyrir árangri á hörðum samkeppnismarkaði,“ er haft eftir Bergsveini. Skerpa sóknina „Það er mikill fengur í að fá þetta afreksfólk í markaðsstýringu í þessi störf. Bergsveinn hefur verð lykilmaður í gjöfulli vegferð margra okkar sterkustu vörumerkja síðustu ár, þá sérstaklega bjórvörumerkja á borð við Gull Lite og Bola, sem skarað hafa framúr í árangri. Þá erum við ákaflega glöð að Elísabet hafi loksins snúið „heim“ til Ölgerðarinnar. Með þessum ráðningum skerpum við sókn okkar enn frekar og leggjum grunn að frekari vexti til framtíðar. Ölgerðin hefur í gegnum tíðina lagt mikinn metnað í markaðsmál og þau Elísabet og Bergsveinn styrkja enn frekar þá fagmennsku sem einkennt hefur Ölgerðina,“ er haft eftir Óla Rúnari Jónssyni, framkvæmdastjóra markaðssviðs Ölgerðarinnar.
Ölgerðin Auglýsinga- og markaðsmál Vistaskipti Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent