Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. apríl 2025 12:03 Guðmundur Kristjánsson formaður SFS og forstjóri Brims. Vísir/Einar Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu í dag atvinnuvegaráðuneytinu athugasemdir við frumvarpsdrög um breytingar á lögum um veiðigjald. Formaður samtakanna segir að þau gagnrýni vinnubrögð ráðuneytisins í málinu og einhliða tilkynningar, ekkert samtal sé í gangi á milli sjávarútvegs og stjórnvalda. Í 69 blaðsíðna skýrslu SFS með athugasemdum við frumvarp stjórnvalda um breytingar á veiðigjöldum er meðal annars vísað til greiningar KPMG á neikvæðum áhrifum breytinganna á tekjur sveitarfélaga sem reiða sig á sjávarútveg og einnig til greiningar Jakobsson Capital á áhrifum þeirra á verðmæti þeirra þriggja sjávarútvegsfyrirtækja sem eru á markaði. Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims og formaður samtakanna segir gagnrýnina beinast að vinnubrögðum matvælaráðherra og fjármálaráðherra. „Þarna koma þeir með drög að frumvarpi sem er illa rökstutt og vantar öll gögn. Það er ekkert farið í hverjar verða afleiðingarnar ef þetta fer í gegn. Þannig að þarna erum við að koma fram með gríðargóða greinargerð um hvað gæti gerst í okkar samfélagi ef þetta á að keyra í gegn eins og þau leggja þetta fram.“ Einhliða tilkynningar frá stjórnvöldum Guðmundur segir grundvallarspurninguna þá hvort vinna eigi verðmæti úr fiski á Íslandi og skapa sem mesta atvinnu eða þá taka eins há veiðigjöld og hægt er og senda fiskinn óunninn úr landi. Hanna Katrín Friðriksson matvælaráðherra sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í vikunni að fulltrúar SFS hefðu setið marga fundi með fulltrúum stjórnvalda en ekki komið með neinar tillögur um það hvernig hægt væri að miða gjöldin við raunverulegt aflaverðmæti. „Þetta er nú svona frekar léttvægt hjá henni myndi ég segja,“ segir Guðmundur um þá gagnrýni. Hann segir deilur hafa verið um veiðigjöld og auðlindagjöld í áratugi á Íslandi. „Hér hafa verið skipaðar margar nefndir og núverandi aðferðafræði við útreikning veiðigjalda var fjölda ára í smíðum, við erum búin að breyta henni nokkrum sinnum. Sjávarútvegurinn hefur ekki alltaf verið ánægður með þessa aðferðafræði sem núna, við höfum viljað breyta henni, en ráðherrann hann kallaði okkur bara á fund, tilkynnti okkur hvað hann væri að gera og svo var þetta bara stuttur fundur og við út. Þannig það er ekki komið neitt samtal milli sjávarútvegs og stjórnvalda ennþá af því að þetta hafa bara verið einhliða tilkynningar frá stjórnvöldum.“ Hann segir ábyrgðina að lokum liggja hjá Alþingi. „Það eru alþingismenn Íslendinga sem taka endanlega ákvörðun um það hvort við eigum að vinna fisk á Íslandi eða ekki. Ef alþingismenn ætla ekki að taka tillit til okkar athugasemda, að þá náttúrulega keyrir ríkisstjórnin bara þetta mál í gegn. Mér finndist það óskynsamlegt af ríkisstjórn að setjast ekki niður með okkur og taka spjall við okkur eftir öll þessi rök.“ Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Byggðamál Atvinnurekendur Skattar og tollar Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira
Í 69 blaðsíðna skýrslu SFS með athugasemdum við frumvarp stjórnvalda um breytingar á veiðigjöldum er meðal annars vísað til greiningar KPMG á neikvæðum áhrifum breytinganna á tekjur sveitarfélaga sem reiða sig á sjávarútveg og einnig til greiningar Jakobsson Capital á áhrifum þeirra á verðmæti þeirra þriggja sjávarútvegsfyrirtækja sem eru á markaði. Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims og formaður samtakanna segir gagnrýnina beinast að vinnubrögðum matvælaráðherra og fjármálaráðherra. „Þarna koma þeir með drög að frumvarpi sem er illa rökstutt og vantar öll gögn. Það er ekkert farið í hverjar verða afleiðingarnar ef þetta fer í gegn. Þannig að þarna erum við að koma fram með gríðargóða greinargerð um hvað gæti gerst í okkar samfélagi ef þetta á að keyra í gegn eins og þau leggja þetta fram.“ Einhliða tilkynningar frá stjórnvöldum Guðmundur segir grundvallarspurninguna þá hvort vinna eigi verðmæti úr fiski á Íslandi og skapa sem mesta atvinnu eða þá taka eins há veiðigjöld og hægt er og senda fiskinn óunninn úr landi. Hanna Katrín Friðriksson matvælaráðherra sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í vikunni að fulltrúar SFS hefðu setið marga fundi með fulltrúum stjórnvalda en ekki komið með neinar tillögur um það hvernig hægt væri að miða gjöldin við raunverulegt aflaverðmæti. „Þetta er nú svona frekar léttvægt hjá henni myndi ég segja,“ segir Guðmundur um þá gagnrýni. Hann segir deilur hafa verið um veiðigjöld og auðlindagjöld í áratugi á Íslandi. „Hér hafa verið skipaðar margar nefndir og núverandi aðferðafræði við útreikning veiðigjalda var fjölda ára í smíðum, við erum búin að breyta henni nokkrum sinnum. Sjávarútvegurinn hefur ekki alltaf verið ánægður með þessa aðferðafræði sem núna, við höfum viljað breyta henni, en ráðherrann hann kallaði okkur bara á fund, tilkynnti okkur hvað hann væri að gera og svo var þetta bara stuttur fundur og við út. Þannig það er ekki komið neitt samtal milli sjávarútvegs og stjórnvalda ennþá af því að þetta hafa bara verið einhliða tilkynningar frá stjórnvöldum.“ Hann segir ábyrgðina að lokum liggja hjá Alþingi. „Það eru alþingismenn Íslendinga sem taka endanlega ákvörðun um það hvort við eigum að vinna fisk á Íslandi eða ekki. Ef alþingismenn ætla ekki að taka tillit til okkar athugasemda, að þá náttúrulega keyrir ríkisstjórnin bara þetta mál í gegn. Mér finndist það óskynsamlegt af ríkisstjórn að setjast ekki niður með okkur og taka spjall við okkur eftir öll þessi rök.“
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Byggðamál Atvinnurekendur Skattar og tollar Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira