Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar 12. apríl 2025 15:02 Fundur í Evrópuþinginu undirstrikaði það sem heilbrigðisstarfsfólk hefur lengi sagt: „Við getum ekki leyst manneklu með skýrslum og góðum vilja. - Við þurfum aðgerðir.“ Í síðustu viku sátum við fulltrúar Sjúkraliðafélags Íslands fund í sjálfu Evrópuþinginu, í fyrsta sinn í sögu félagsins. Tilefnið var ekki hátíðlegt. Þvert á móti var fundurinn viðvörun. Þar komu saman þingmenn, verkalýðsleiðtogar og heilbrigðisstarfsfólk frá öllum hornum Evrópu til að ræða það sem brennur heitast, alvarlegur og vaxandi skortur á starfsfólki í heilbrigðis- og félagsþjónustu. Ekki tímabundið ástand Á fundinum, með þátttakendum frá EPSU og EPN, kom skýrt fram að manneklan sem við höfum talað um á Íslandi er hluti af stærri heild. Þetta er ekki tímabundið ástand. Þetta er evrópskt vandamál. Og meira en það, þetta er siðferðileg spurning. Frásagnir heilbrigðisstarfsfólks á fundinum voru átakanlegar. Florence Ndebo, hjúkrunarfræðingur frá Belgíu, lýsti álagi sem hefur orðið til þess að 41% menntaðra hjúkrunarfræðinga hafa hætt störfum. Razvan Gae frá Rúmeníu greindi frá yfirvinnu sem enn er greidd samkvæmt taxta frá 2018, tvöfaldri skráningu á pappír og í tölvu, og djúpstæðu vantrausti á kerfið. Þetta eru ekki einstök tilvik, heldur lýsingar á þróun sem blasir við víða í Evrópu. Starfsfólk brennur út, vantar stuðning, og neyðist jafnvel til að yfirgefa störf sem þau hafa helgað líf sitt. Og það sem skilur á milli heilbrigðiskerfa sem standast álag og þeirra sem falla, er hvort hlustað sé á þessi varnaðarorð. Tvöfalt hlutverk Evrópusambandsins Fræðimenn eins og prófessor Roland Erne bentu á tvíeggjað hlutverk Evrópusambandsins. Annars vegar stuðning við réttindi starfsmanna og hins vegar fjárlög og samkeppnisreglur sem þrýsta heilbrigðisþjónustuna til niðurskurðar og einkavæðingar. Tilly Metz, þingkona Græningja, orðaði það skýrt: „Við verðum að hætta að fórna heilbrigðisþjónustu fyrir hernaðarútgjöld.“ Hún kallaði eftir samevrópskri tilskipun um örugga mönnun, sálfélagslegan stuðning og mannsæmandi vinnuumhverfi fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Okkar veruleiki Við fulltrúar frá Íslandi lýstum okkar veruleika. Að meðalaldur sjúkraliða fari hækkandi, nýliðun er of lítil, og mikil þörf sé á að tryggja traustar og faglegar starfsleiðir fyrir fólk sem sinnir krefjandi heilbrigðisþjónustu. Við höfum náð árangri í styttingu vinnuviku og þróun menntunarleiða, en þörf fyrir skýra framtíðarsýn og raunhæfa stefnu í mönnun heilbrigðisstofnana er brýn. Evrópuþingið á ekki að vera eini salurinn þar sem raddir sjúkraliða fá að heyrast. Þær þurfa líka að hljóma heima, í ríkisfjármálum, fjármálaáætlun, á Alþingi, í kjarasamningum og pólitískum ákvörðunum. Það þarf meira en viljayfirlýsingar, það þarf virka stefnu sem tryggir starfsfólki mannsæmandi kjör, öryggi og faglegt rými til að rækja störf sín með reisn. Þau sem hugsa um okkur Fundurinn í Evrópuþinginu var áminning um mikilvægi alþjóðlegrar samstöðu. Um að raddir þeirra sem vinna við að hlúa að fólki, á öllum aldri, á öllum stigum veikinda og þjáningar, þurfa að vera í forgrunni. Of lengi hefur fólk verið sett í þá stöðu að gefa meira en það hefur. Nú er kominn tími til að sinna okkar frábæra heilbrigðisstarfsfólki. Að fjárfesta ekki bara í byggingum eða búnaði, heldur í fólkinu. Í höndum og hugsun heilbrigðisþjónustunnar. Í þeim sem hlúa að okkur þegar við getum það ekki sjálf. Það þarf að sýna með verkum, en ekki orðum, að sjúkraliðar og starfsfólk sem sinnir hjúkrun skipta máli. Að hugsað sé þau sem hugsa um okkur. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Heilbrigðismál Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Fundur í Evrópuþinginu undirstrikaði það sem heilbrigðisstarfsfólk hefur lengi sagt: „Við getum ekki leyst manneklu með skýrslum og góðum vilja. - Við þurfum aðgerðir.“ Í síðustu viku sátum við fulltrúar Sjúkraliðafélags Íslands fund í sjálfu Evrópuþinginu, í fyrsta sinn í sögu félagsins. Tilefnið var ekki hátíðlegt. Þvert á móti var fundurinn viðvörun. Þar komu saman þingmenn, verkalýðsleiðtogar og heilbrigðisstarfsfólk frá öllum hornum Evrópu til að ræða það sem brennur heitast, alvarlegur og vaxandi skortur á starfsfólki í heilbrigðis- og félagsþjónustu. Ekki tímabundið ástand Á fundinum, með þátttakendum frá EPSU og EPN, kom skýrt fram að manneklan sem við höfum talað um á Íslandi er hluti af stærri heild. Þetta er ekki tímabundið ástand. Þetta er evrópskt vandamál. Og meira en það, þetta er siðferðileg spurning. Frásagnir heilbrigðisstarfsfólks á fundinum voru átakanlegar. Florence Ndebo, hjúkrunarfræðingur frá Belgíu, lýsti álagi sem hefur orðið til þess að 41% menntaðra hjúkrunarfræðinga hafa hætt störfum. Razvan Gae frá Rúmeníu greindi frá yfirvinnu sem enn er greidd samkvæmt taxta frá 2018, tvöfaldri skráningu á pappír og í tölvu, og djúpstæðu vantrausti á kerfið. Þetta eru ekki einstök tilvik, heldur lýsingar á þróun sem blasir við víða í Evrópu. Starfsfólk brennur út, vantar stuðning, og neyðist jafnvel til að yfirgefa störf sem þau hafa helgað líf sitt. Og það sem skilur á milli heilbrigðiskerfa sem standast álag og þeirra sem falla, er hvort hlustað sé á þessi varnaðarorð. Tvöfalt hlutverk Evrópusambandsins Fræðimenn eins og prófessor Roland Erne bentu á tvíeggjað hlutverk Evrópusambandsins. Annars vegar stuðning við réttindi starfsmanna og hins vegar fjárlög og samkeppnisreglur sem þrýsta heilbrigðisþjónustuna til niðurskurðar og einkavæðingar. Tilly Metz, þingkona Græningja, orðaði það skýrt: „Við verðum að hætta að fórna heilbrigðisþjónustu fyrir hernaðarútgjöld.“ Hún kallaði eftir samevrópskri tilskipun um örugga mönnun, sálfélagslegan stuðning og mannsæmandi vinnuumhverfi fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Okkar veruleiki Við fulltrúar frá Íslandi lýstum okkar veruleika. Að meðalaldur sjúkraliða fari hækkandi, nýliðun er of lítil, og mikil þörf sé á að tryggja traustar og faglegar starfsleiðir fyrir fólk sem sinnir krefjandi heilbrigðisþjónustu. Við höfum náð árangri í styttingu vinnuviku og þróun menntunarleiða, en þörf fyrir skýra framtíðarsýn og raunhæfa stefnu í mönnun heilbrigðisstofnana er brýn. Evrópuþingið á ekki að vera eini salurinn þar sem raddir sjúkraliða fá að heyrast. Þær þurfa líka að hljóma heima, í ríkisfjármálum, fjármálaáætlun, á Alþingi, í kjarasamningum og pólitískum ákvörðunum. Það þarf meira en viljayfirlýsingar, það þarf virka stefnu sem tryggir starfsfólki mannsæmandi kjör, öryggi og faglegt rými til að rækja störf sín með reisn. Þau sem hugsa um okkur Fundurinn í Evrópuþinginu var áminning um mikilvægi alþjóðlegrar samstöðu. Um að raddir þeirra sem vinna við að hlúa að fólki, á öllum aldri, á öllum stigum veikinda og þjáningar, þurfa að vera í forgrunni. Of lengi hefur fólk verið sett í þá stöðu að gefa meira en það hefur. Nú er kominn tími til að sinna okkar frábæra heilbrigðisstarfsfólki. Að fjárfesta ekki bara í byggingum eða búnaði, heldur í fólkinu. Í höndum og hugsun heilbrigðisþjónustunnar. Í þeim sem hlúa að okkur þegar við getum það ekki sjálf. Það þarf að sýna með verkum, en ekki orðum, að sjúkraliðar og starfsfólk sem sinnir hjúkrun skipta máli. Að hugsað sé þau sem hugsa um okkur. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun