Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar 9. apríl 2025 23:32 Komið þið sælar dömur. Ég hef lengi verið áhugamaður um dýravernd. Nú hefur RÚV, endurtekið, upplýst um illa meðferð blóðmera og visir.is fylgt þeirri frétt eftir. Ég hef lengi verið áhugamaður um dýravernd og menntað mig í henni. Fyrir nokkrum árum skrifaði ég blaðagrein, Blóðmerar og fallin folöld þeirra. Þetta var ítarleg grein og að mínu mati mjög vel lögfræðilega rökstudd, en ég er lögfræðingur. Á þeim tíma þegar ég upplýsti um blóðmeraníðið, í umræddri grein, voruð þið báðar þingkonur. Í kjölfarið á skrifunum var haft samband við mig af útlenskum samtökum sem vildu gera heimildarmynd um blóðmeraníðið. Land of thousand bloodmares kom út. Talsverð umræða varð á þinginu sem Inga leiddi, með sóma. Áður er myndin var gerð opinber kynnti ég hana fyrir Flokki fólksins í félagsheimili flokksins og mér er minnisstætt þegar Inga sagði: ég get ei horft á þetta. Eftir að Inga komst í lykilstöðu sem ráðherra hefur hún ekkert hreyft við málinu! Daginn eftir hitti ég Viðreisnar Sigmar. Hann horfði á myndina í þinghúsinu en beitt sér í kjölfarið mjög lítið. Ég er búinn að rannsaka íslenska dýraverndarlöggjöf frá upphafi, þykist þekkja meginreglur hennar og hef lúslesið öll lögskýringargögn. Það er að mínu mati hafið yfir allan vafa að taka blóðs úr blóðmerum í þeim tilgangi að hafa keðjuverkandi slæm áhrif á önnur dýr sbr. notkun hormóns til að auka frjósemi í gylltum við sem þurfa að lifa við afar slæman kost og langt frá eðlislægum þörfum hverrar grísir bíða svo dauðdagi við afar umdeildar aðstæður er ekkert annað en gróft brot á lögum um velferð dýra. - Gleymum því heldur ekki að folöldin sem blóðmerarnar kasta fara næstum því daginn eftir í sláturhús. - Þetta er svo siðblint háttalag innan blóðmeraiðnaðarins að það hálfa væri nóg. Hvernig má það vera, ágætu ráðherrar, að þið leyfið þessu ennþá að viðgangast? Tryggvi Gunnarsson, frumkvöðull íslenskrar dýraverndar, hvers minnisvarði stendur í þinggarðinum, kallaði oft konur til verka í dýravernd. Nú er ykkar tími komin Hanna Katrín og Inga Sæland! Höfundur er áhugamaður um dýravernd Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Blóðmerahald Hestar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Komið þið sælar dömur. Ég hef lengi verið áhugamaður um dýravernd. Nú hefur RÚV, endurtekið, upplýst um illa meðferð blóðmera og visir.is fylgt þeirri frétt eftir. Ég hef lengi verið áhugamaður um dýravernd og menntað mig í henni. Fyrir nokkrum árum skrifaði ég blaðagrein, Blóðmerar og fallin folöld þeirra. Þetta var ítarleg grein og að mínu mati mjög vel lögfræðilega rökstudd, en ég er lögfræðingur. Á þeim tíma þegar ég upplýsti um blóðmeraníðið, í umræddri grein, voruð þið báðar þingkonur. Í kjölfarið á skrifunum var haft samband við mig af útlenskum samtökum sem vildu gera heimildarmynd um blóðmeraníðið. Land of thousand bloodmares kom út. Talsverð umræða varð á þinginu sem Inga leiddi, með sóma. Áður er myndin var gerð opinber kynnti ég hana fyrir Flokki fólksins í félagsheimili flokksins og mér er minnisstætt þegar Inga sagði: ég get ei horft á þetta. Eftir að Inga komst í lykilstöðu sem ráðherra hefur hún ekkert hreyft við málinu! Daginn eftir hitti ég Viðreisnar Sigmar. Hann horfði á myndina í þinghúsinu en beitt sér í kjölfarið mjög lítið. Ég er búinn að rannsaka íslenska dýraverndarlöggjöf frá upphafi, þykist þekkja meginreglur hennar og hef lúslesið öll lögskýringargögn. Það er að mínu mati hafið yfir allan vafa að taka blóðs úr blóðmerum í þeim tilgangi að hafa keðjuverkandi slæm áhrif á önnur dýr sbr. notkun hormóns til að auka frjósemi í gylltum við sem þurfa að lifa við afar slæman kost og langt frá eðlislægum þörfum hverrar grísir bíða svo dauðdagi við afar umdeildar aðstæður er ekkert annað en gróft brot á lögum um velferð dýra. - Gleymum því heldur ekki að folöldin sem blóðmerarnar kasta fara næstum því daginn eftir í sláturhús. - Þetta er svo siðblint háttalag innan blóðmeraiðnaðarins að það hálfa væri nóg. Hvernig má það vera, ágætu ráðherrar, að þið leyfið þessu ennþá að viðgangast? Tryggvi Gunnarsson, frumkvöðull íslenskrar dýraverndar, hvers minnisvarði stendur í þinggarðinum, kallaði oft konur til verka í dýravernd. Nú er ykkar tími komin Hanna Katrín og Inga Sæland! Höfundur er áhugamaður um dýravernd
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar