Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar 8. apríl 2025 14:00 Það er ekki skoðun heldur staðreynd að afli nær allra fisktegunda sem hafa verið settar inn í kvótastýringu og undir veiðistjórn Hafró, hefur minnkað til muna. Það á m.a. við um loðnu, þorsk og grásleppu. Það er rétt að staldra við ofangreinda staðreynd og velta því upp hvernig eigi að bregðast við. Nú í vor er grásleppuveiðum stýrt í fyrsta og vonandi síðasta sinn með kvótum og er það eins og við manninn mælt að „ráðgjöfin“ felur í sér að afli ársins verði tugum prósenta minni en hann var í fyrra. Bæði vegna 32 prósenta niðurskurðar á leyfilegum heildarafla og reglna sem hið nýja skipulag hefur í för með sér. Grásleppan var kvótasett í fyrra þrátt fyrir að fiskveiðiráðgjöfin varðandi veiðarnar hvíli á vægast sagt á veikum grunni. Það segir alla söguna að þótt Hafró hafi metið grásleppuna í sögulegu lágmarki aflast nú vel. Það er víðast landburður af grásleppu. Eftir því sem farið er nánar yfir þá aðferðafræði og forsendur sem liggja til grundvallar á stofnmati Hafró á lífmassa grásleppu dregst upp því skýrari mynd af því hversu fráleitt og órökstutt stofnmatið er. Það er ljóst af þeim rannsóknum sem liggja fyrir að dauði af völdum fiskveiða er stórlega ofmetinn og dauði hrygndrar grásleppu af öðrum orsökum en vegna veiða er stórlega vanmetinn. Ýmislegt bendir til að allt að 90 prósent drepist í kjölfar hrygningar. Það er einnig umhugsunarvert að vísindastofnun á sviði náttúrufræða skuli bera á borð ofurnákvæmar magntölur um ráðlagða veiði og áætlaða stofnstærð án þess að leggja til grundvallar aldur fiska, vöxt og hve mörg ár það tekur grásleppu og rauðmaga að verða kynþroska eða samkeppni grásleppu við aðrar tegundir um fæðu! Framangreindum spurningum er flestum ósvarað. Sjálf aðferðafræðin er afar umdeild ekki síst meðal veiðimanna grásleppu, þ.e. að byggja niðurstöður á því hvað veiðist af grásleppu í stofnmælingu botnfiska (togararallinu). Það er vægast sagt furðulegt að beita mælingum sem gerðar eru við botninn til að meta stofnstærð hrognkelsis sem heldur sig í yfirborði sjávar utan hrygningartímans. Það er að bætast við ný þekking á útbreiðslu grásleppu m.a. í makrílleiðöngrum sem rétt er að leggja við núverandi þekkingarbrunn áður en farið er að kvótasetja tegundina og takmarka útflutingstekjur þjóðarinnar til framtíðar. Fyrir Alþingi liggur frumvarp frá meirihluta atvinnuveganefndar um að afnema ómálefnalega kvótasetningu. Frumvarpið opnar á sveigjanlegri veiðistjórn byggða á traustari grunni. Almennt væri það til mikilla bóta að tryggja aðkomu skipstjóra að veiðiráðgjöfinni. Þannig fengist breiðari sýn á fiskveiðiráðgjöfina og hvernig megi úr henni bæta. Hvernig má það vera að t.d. djúpkarfi veiðist mun betur í almennum veiðum sem meðafli en í stofnmælingum? Höfundur er þ ingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Flokkur fólksins Sjávarútvegur Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Það er ekki skoðun heldur staðreynd að afli nær allra fisktegunda sem hafa verið settar inn í kvótastýringu og undir veiðistjórn Hafró, hefur minnkað til muna. Það á m.a. við um loðnu, þorsk og grásleppu. Það er rétt að staldra við ofangreinda staðreynd og velta því upp hvernig eigi að bregðast við. Nú í vor er grásleppuveiðum stýrt í fyrsta og vonandi síðasta sinn með kvótum og er það eins og við manninn mælt að „ráðgjöfin“ felur í sér að afli ársins verði tugum prósenta minni en hann var í fyrra. Bæði vegna 32 prósenta niðurskurðar á leyfilegum heildarafla og reglna sem hið nýja skipulag hefur í för með sér. Grásleppan var kvótasett í fyrra þrátt fyrir að fiskveiðiráðgjöfin varðandi veiðarnar hvíli á vægast sagt á veikum grunni. Það segir alla söguna að þótt Hafró hafi metið grásleppuna í sögulegu lágmarki aflast nú vel. Það er víðast landburður af grásleppu. Eftir því sem farið er nánar yfir þá aðferðafræði og forsendur sem liggja til grundvallar á stofnmati Hafró á lífmassa grásleppu dregst upp því skýrari mynd af því hversu fráleitt og órökstutt stofnmatið er. Það er ljóst af þeim rannsóknum sem liggja fyrir að dauði af völdum fiskveiða er stórlega ofmetinn og dauði hrygndrar grásleppu af öðrum orsökum en vegna veiða er stórlega vanmetinn. Ýmislegt bendir til að allt að 90 prósent drepist í kjölfar hrygningar. Það er einnig umhugsunarvert að vísindastofnun á sviði náttúrufræða skuli bera á borð ofurnákvæmar magntölur um ráðlagða veiði og áætlaða stofnstærð án þess að leggja til grundvallar aldur fiska, vöxt og hve mörg ár það tekur grásleppu og rauðmaga að verða kynþroska eða samkeppni grásleppu við aðrar tegundir um fæðu! Framangreindum spurningum er flestum ósvarað. Sjálf aðferðafræðin er afar umdeild ekki síst meðal veiðimanna grásleppu, þ.e. að byggja niðurstöður á því hvað veiðist af grásleppu í stofnmælingu botnfiska (togararallinu). Það er vægast sagt furðulegt að beita mælingum sem gerðar eru við botninn til að meta stofnstærð hrognkelsis sem heldur sig í yfirborði sjávar utan hrygningartímans. Það er að bætast við ný þekking á útbreiðslu grásleppu m.a. í makrílleiðöngrum sem rétt er að leggja við núverandi þekkingarbrunn áður en farið er að kvótasetja tegundina og takmarka útflutingstekjur þjóðarinnar til framtíðar. Fyrir Alþingi liggur frumvarp frá meirihluta atvinnuveganefndar um að afnema ómálefnalega kvótasetningu. Frumvarpið opnar á sveigjanlegri veiðistjórn byggða á traustari grunni. Almennt væri það til mikilla bóta að tryggja aðkomu skipstjóra að veiðiráðgjöfinni. Þannig fengist breiðari sýn á fiskveiðiráðgjöfina og hvernig megi úr henni bæta. Hvernig má það vera að t.d. djúpkarfi veiðist mun betur í almennum veiðum sem meðafli en í stofnmælingum? Höfundur er þ ingmaður Flokks fólksins.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun