Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar 7. apríl 2025 11:17 Á ferðum okkar um borgina og raun landið allt blasa við okkur skilti og skjáir. Þessi litli færanlegi oftast kallaður sími, skjárinn í bílnum, auglýsingaskjáir og skilti á verslunum sem og auglýsingaskjáir sem finna má við fjölfarna staði. Hvaðan koma þessi skilti og hver á þau? Á höfuðborgarsvæðinu eru flest skiltin í eigu íþróttafélaga en einhver í einkaeigu húseigenda sem og annara. Þessi skilti skila íþróttafélögunum samanlagt um 100 milljónum á ársgrundvelli inn í reksturinn. Því er óhætt að segja að þau séu lykilbreyta í rekstri íþróttafélaganna í borginni. En nú er óvissa um þessar tekjur félaganna, Vegagerðin hefur sent sveitarfélögum beiðni um að nokkur þessara skilta verði fjarlægð og er það gífurlegt áfall fyrir íþróttir og heilsu barna í viðeigandi hverfum. En hvers vegna skyldi óskað eftir að skitlin séu fjarlægð? Það er ekki vegna fagurfræðilegra sjónarmiða eins og margir gætu ályktað, heldur vegna umferðaröryggis. Engin töluleg gögn um það hafa þó verið lögð fram.. Er nauðsynlegt að fjarlægja skiltin? Sveitarfélögin hafa brugðist við á ólíkan hátt. Skipulagsyfirvöld í Reykjavík brugðust við með því að takmarka skiltin og óskað eftir að slökkt verði á einhverjum þeirra. Í Kópavogi var hafður annar háttur á, þar var haft samband við Eflu verkfræðistofu sem fór í greiningarvinnu á áhrifum skiltana á umferðaröryggi og eru niðurstöður þeirra í beinu samræmi við norrænar rannsóknir sem skrá ekki aukningu á umferðaróhöppum á birtingarsvæði skiltana í sínum heimalöndum. Hefur bærinn því tekið ákvörðun um að skiltin standi áfram. Ef horft er til birtu af skjánum hefur ný tækni verið nýtt til að vinna að birtustýringu auglýsingaskjáa þannig að ekki verður óhófleg birta af skjánum og er hún bein tengd umhverfis birtu í nágrenni skjáanna. Einnig er gætt að því að ekki séu á skjánum hreyfimyndir eða ört skipt svo áreitið sé sem minnst. Enda sýnir tölfræði úr skýrslu Eflu greinilega að hér er vandað til verka og áhrif á umferð ekki teljandi. Skilti ÍR við Árskóga Eitt þeirra skilta sem nú stendur til að slökkt verði á er skilti á vegum ÍR við Árskóga. Skiltið færir félaginu verulegar tekjur eða sem nemur um það bil heilu stöðugildi á ári. Það munar um minna í því umfangi sem felst í að þjóna þeim fjölda barna sem stunda íþróttir hjá ÍR en þau eru í dag hátt í 2000 þvert á greinar. Einnig er þjónusta við eldri borgara, og börn í skólaleikfimi svo eitthvað sé nefnt. Þrátt fyrir rekstrarstyrk frá Reykjavíkurborg til félagsins þá þarf líka að hafa möguleika til að afla eigin tekna og tilmæli um að slökkva á skiltinu heggur verulega í tekjustofn félagsins. Mikill neikvæður fréttaflutningur hefur verið um Breiðholt, hvort sem litið er til einnar lægstu nýtingu frístundastyrks í hlutfalli við önnur hverfi eða þá erfiðleika sem hafa átt sér stað hjá börnum á unglingastigi. Það hlýtur öllum að vera ljóst að það er forgangsmál að tryggja þessum börnum aðgang að hreyfingu og uppbyggilegri samveru og það gerum við ekki svona. Skiltin eru mikilvægur tekjustofn í rekstri íþróttafélaga. Það er dagsljóst að þessi vegferð Vegagerðarinnar leiðir til þess að börn verða af þjónustu sem okkur flestum þykir, réttilega, bæði sjálfsögð og mikilvæg. Skiltin veita okkur oftar en ekki gagnlegar upplýsingar og sumhver birta tíma og hitastig. Þó við flest hver í akandi umferð séum með slíkt í mælaborði bílsins má ekki gleyma því að fleiri faramótar eru á ferð í borginni. Einnig hafa umsjónarmenn þessara skilta, lagt sitt á vogarskálarnar þegar það kemur að nærsamfélaginu. Ef um viðburði lítilla leikfélaga eða söfnunarátak í góðgerðarmálum eru birtingar oft boðnar án endurgjalds. Einnig má þar finna verkefni sem birtir reglulega orð og mynd á íslensku og vísar í forrit sem nýtt er til að kenna íslensku og auka lesfærni. Í kjölfar þeirra auglýsinga hefur viðkomandi kerfi verið sett upp á flestar spjaldtölvur grunnskólana í Reykjavík. Ekki má gleyma Auglýsingahlé sem í upphafi hvers árs síðastliðin 5 ár hefur birt verk eftir ólíka listamenn. Þykir greinarhöfundi hléið skemmtilegt upphaf á nýju ár og listaverkin oftar en ekki kynning á nýjum listamönnum. Verkin vekja forvitni og gleði og oftar en ekki verður umfjöllun og umræður um verkin töluverð. Er það mikilvægur liður í að styðja við skapandi greinar. Stöldrum við og hugsum þetta aðeins betur Hæpið verður að telja að skiltin séu í of miklum mæli í borgarlandinu, þau skili sannarlega sínum tilgangi, styrkja við íþróttafélög og styðji þannig við að bæta líf borgarbúa og jafnvel auðga þegar litið er til fjölda þeirra samfélagsverkefna sem fengið hafið að nýta skiltin til að miðla hvort sem er vitundarvakningu, söfnunum já eða listasýningum. Þar af leiðandi hef ég óskað eftir að málið verði tekið fyrir á fundi Borgarstjórnar nú 8 apríl og vonast til þess að í kjölfarið verði komið í veg fyrir rothögg á heilsu ungra barna í stærsta hverfi Reykjavíkur. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auglýsinga- og markaðsmál ÍR Viðreisn Borgarstjórn Reykjavík Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á ferðum okkar um borgina og raun landið allt blasa við okkur skilti og skjáir. Þessi litli færanlegi oftast kallaður sími, skjárinn í bílnum, auglýsingaskjáir og skilti á verslunum sem og auglýsingaskjáir sem finna má við fjölfarna staði. Hvaðan koma þessi skilti og hver á þau? Á höfuðborgarsvæðinu eru flest skiltin í eigu íþróttafélaga en einhver í einkaeigu húseigenda sem og annara. Þessi skilti skila íþróttafélögunum samanlagt um 100 milljónum á ársgrundvelli inn í reksturinn. Því er óhætt að segja að þau séu lykilbreyta í rekstri íþróttafélaganna í borginni. En nú er óvissa um þessar tekjur félaganna, Vegagerðin hefur sent sveitarfélögum beiðni um að nokkur þessara skilta verði fjarlægð og er það gífurlegt áfall fyrir íþróttir og heilsu barna í viðeigandi hverfum. En hvers vegna skyldi óskað eftir að skitlin séu fjarlægð? Það er ekki vegna fagurfræðilegra sjónarmiða eins og margir gætu ályktað, heldur vegna umferðaröryggis. Engin töluleg gögn um það hafa þó verið lögð fram.. Er nauðsynlegt að fjarlægja skiltin? Sveitarfélögin hafa brugðist við á ólíkan hátt. Skipulagsyfirvöld í Reykjavík brugðust við með því að takmarka skiltin og óskað eftir að slökkt verði á einhverjum þeirra. Í Kópavogi var hafður annar háttur á, þar var haft samband við Eflu verkfræðistofu sem fór í greiningarvinnu á áhrifum skiltana á umferðaröryggi og eru niðurstöður þeirra í beinu samræmi við norrænar rannsóknir sem skrá ekki aukningu á umferðaróhöppum á birtingarsvæði skiltana í sínum heimalöndum. Hefur bærinn því tekið ákvörðun um að skiltin standi áfram. Ef horft er til birtu af skjánum hefur ný tækni verið nýtt til að vinna að birtustýringu auglýsingaskjáa þannig að ekki verður óhófleg birta af skjánum og er hún bein tengd umhverfis birtu í nágrenni skjáanna. Einnig er gætt að því að ekki séu á skjánum hreyfimyndir eða ört skipt svo áreitið sé sem minnst. Enda sýnir tölfræði úr skýrslu Eflu greinilega að hér er vandað til verka og áhrif á umferð ekki teljandi. Skilti ÍR við Árskóga Eitt þeirra skilta sem nú stendur til að slökkt verði á er skilti á vegum ÍR við Árskóga. Skiltið færir félaginu verulegar tekjur eða sem nemur um það bil heilu stöðugildi á ári. Það munar um minna í því umfangi sem felst í að þjóna þeim fjölda barna sem stunda íþróttir hjá ÍR en þau eru í dag hátt í 2000 þvert á greinar. Einnig er þjónusta við eldri borgara, og börn í skólaleikfimi svo eitthvað sé nefnt. Þrátt fyrir rekstrarstyrk frá Reykjavíkurborg til félagsins þá þarf líka að hafa möguleika til að afla eigin tekna og tilmæli um að slökkva á skiltinu heggur verulega í tekjustofn félagsins. Mikill neikvæður fréttaflutningur hefur verið um Breiðholt, hvort sem litið er til einnar lægstu nýtingu frístundastyrks í hlutfalli við önnur hverfi eða þá erfiðleika sem hafa átt sér stað hjá börnum á unglingastigi. Það hlýtur öllum að vera ljóst að það er forgangsmál að tryggja þessum börnum aðgang að hreyfingu og uppbyggilegri samveru og það gerum við ekki svona. Skiltin eru mikilvægur tekjustofn í rekstri íþróttafélaga. Það er dagsljóst að þessi vegferð Vegagerðarinnar leiðir til þess að börn verða af þjónustu sem okkur flestum þykir, réttilega, bæði sjálfsögð og mikilvæg. Skiltin veita okkur oftar en ekki gagnlegar upplýsingar og sumhver birta tíma og hitastig. Þó við flest hver í akandi umferð séum með slíkt í mælaborði bílsins má ekki gleyma því að fleiri faramótar eru á ferð í borginni. Einnig hafa umsjónarmenn þessara skilta, lagt sitt á vogarskálarnar þegar það kemur að nærsamfélaginu. Ef um viðburði lítilla leikfélaga eða söfnunarátak í góðgerðarmálum eru birtingar oft boðnar án endurgjalds. Einnig má þar finna verkefni sem birtir reglulega orð og mynd á íslensku og vísar í forrit sem nýtt er til að kenna íslensku og auka lesfærni. Í kjölfar þeirra auglýsinga hefur viðkomandi kerfi verið sett upp á flestar spjaldtölvur grunnskólana í Reykjavík. Ekki má gleyma Auglýsingahlé sem í upphafi hvers árs síðastliðin 5 ár hefur birt verk eftir ólíka listamenn. Þykir greinarhöfundi hléið skemmtilegt upphaf á nýju ár og listaverkin oftar en ekki kynning á nýjum listamönnum. Verkin vekja forvitni og gleði og oftar en ekki verður umfjöllun og umræður um verkin töluverð. Er það mikilvægur liður í að styðja við skapandi greinar. Stöldrum við og hugsum þetta aðeins betur Hæpið verður að telja að skiltin séu í of miklum mæli í borgarlandinu, þau skili sannarlega sínum tilgangi, styrkja við íþróttafélög og styðji þannig við að bæta líf borgarbúa og jafnvel auðga þegar litið er til fjölda þeirra samfélagsverkefna sem fengið hafið að nýta skiltin til að miðla hvort sem er vitundarvakningu, söfnunum já eða listasýningum. Þar af leiðandi hef ég óskað eftir að málið verði tekið fyrir á fundi Borgarstjórnar nú 8 apríl og vonast til þess að í kjölfarið verði komið í veg fyrir rothögg á heilsu ungra barna í stærsta hverfi Reykjavíkur. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun