Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar 4. apríl 2025 09:03 Um áratugaskeið hefur verið rætt um gerð Sundabrautar. Metnaðarfullir verkfræðingar hafa teiknað fjölda tölvumynda af mögulegum vegstæðum og útfærslum sem spanna allt frá risavöxnum hengibrúm til djúpra jarðganga. Margt bendir þó til að skriður sé að komast á málin og að hin margboðaða framkvæmd verði að veruleika í tiltölulega náinni framtíð. Það gefur tilefni til að huga að ýmsu því sem gera þarf áður en unnt er að hleypa vöskum jarðvegsverktökum að með vinnuvélar sínar. Þar eru fornleifarannsóknir ofarlega á blaði. Ljóst er að hver svo sem endanleg útfærsla Sundabrautar kann að verða, mun hún bæði fara um og liggja nærri svæðum sem ýmist hafa að geyma minjar um gamla búsetu eða kynnu að búa yfir þeim í jörðu. Þar er um að ræða tóftir í landi bæði Gufuness og Eiðis, sem hvort tveggja voru gamlar bújarðir á svæðinu. Sömu sögu er að segja um bæjarstæði Glóru, fyrrum smábýlis á Álfsnesi, sem fara mun undir brautarlagninguna. Margt af þessum minjum er þekkt í dag en kallar á nákvæmari kortlagningu og skráningu. Sögufræg höfn Fyrir söguáhugafólk hlýtur þó Þerneyjarsund og svæðið umhverfis það að vekja mestan áhuga. Vitað er að ein mikilvægasta miðaldahöfn Íslendinga var við Þerneyjarsund. Þar var útflutningshöfn fyrir skreið á tímabilinu 1300-1500, áður en verslun færðist vestur á bóginn, í Örfirisey. Þerneyjarhöfn hefur líka legið vel við upp á flutninga austur til biskupsstólsins í Skálholti eða til Þingvalla. Fyrir þau sem gaman hafa að sögu í þáskildagatíð má velta því fyrir sér hvort Íslandssagan hefði getað þróast með öðrum hætti ef hagsmunaaðilar hefðu leyft þorpi og síðar bæ að byggjast upp umhverfis verslunarstaðinn á síðmiðöldum? Væri það þá höfuðborg Íslands í dag? Það er engin leið að segja til um hvaða heimildir um sögu þjóðarinnar kunna að leynast í jörðu við Þerneyjarsund nema ráðist sé í nákvæma rannsókn. Sjálf Þerney má sömuleiðis heita órannsökuð af sérfræðingum og er rík ástæða til að ætla að þar sé að finna talsvert af forvitnilegum minjum. Raunar er leitun að jafnspennandi svæði sem lítið hefur verið rannsakað í næsta nágrenni borgarinnar. Fornleifarannsóknir eru tímafrekar og þær eiga það líka til að vinda upp á sig þegar minjar finnast á nýjum og óvæntum stöðum. Það er því slæmt að lenda í þeirri stöðu að þurfa að rannsaka í kappi við tímann undir urrandi kjöftum vinnuvéla sem bíða eftir því að geta tekið til óspilltra málanna. Það væri því risastórt skref – bæði í átt að byggingu Sundabrautar og til að afla aukinnar þekkingar um íslenska miðaldasögu – ef ríkisvaldið, Reykjavíkurborg og Mosfellsbær tækju nú þegar höndum saman og réðust í metnaðarfullt rannsóknarverkefni á slóðum hinnar fornu hafnar. Höfundur er sagnfræðingur og fulltrúi Vinstri grænna í Menningar- og íþróttaráði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Pálsson Vegagerð Sundabraut Reykjavík Mosfellsbær Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Um áratugaskeið hefur verið rætt um gerð Sundabrautar. Metnaðarfullir verkfræðingar hafa teiknað fjölda tölvumynda af mögulegum vegstæðum og útfærslum sem spanna allt frá risavöxnum hengibrúm til djúpra jarðganga. Margt bendir þó til að skriður sé að komast á málin og að hin margboðaða framkvæmd verði að veruleika í tiltölulega náinni framtíð. Það gefur tilefni til að huga að ýmsu því sem gera þarf áður en unnt er að hleypa vöskum jarðvegsverktökum að með vinnuvélar sínar. Þar eru fornleifarannsóknir ofarlega á blaði. Ljóst er að hver svo sem endanleg útfærsla Sundabrautar kann að verða, mun hún bæði fara um og liggja nærri svæðum sem ýmist hafa að geyma minjar um gamla búsetu eða kynnu að búa yfir þeim í jörðu. Þar er um að ræða tóftir í landi bæði Gufuness og Eiðis, sem hvort tveggja voru gamlar bújarðir á svæðinu. Sömu sögu er að segja um bæjarstæði Glóru, fyrrum smábýlis á Álfsnesi, sem fara mun undir brautarlagninguna. Margt af þessum minjum er þekkt í dag en kallar á nákvæmari kortlagningu og skráningu. Sögufræg höfn Fyrir söguáhugafólk hlýtur þó Þerneyjarsund og svæðið umhverfis það að vekja mestan áhuga. Vitað er að ein mikilvægasta miðaldahöfn Íslendinga var við Þerneyjarsund. Þar var útflutningshöfn fyrir skreið á tímabilinu 1300-1500, áður en verslun færðist vestur á bóginn, í Örfirisey. Þerneyjarhöfn hefur líka legið vel við upp á flutninga austur til biskupsstólsins í Skálholti eða til Þingvalla. Fyrir þau sem gaman hafa að sögu í þáskildagatíð má velta því fyrir sér hvort Íslandssagan hefði getað þróast með öðrum hætti ef hagsmunaaðilar hefðu leyft þorpi og síðar bæ að byggjast upp umhverfis verslunarstaðinn á síðmiðöldum? Væri það þá höfuðborg Íslands í dag? Það er engin leið að segja til um hvaða heimildir um sögu þjóðarinnar kunna að leynast í jörðu við Þerneyjarsund nema ráðist sé í nákvæma rannsókn. Sjálf Þerney má sömuleiðis heita órannsökuð af sérfræðingum og er rík ástæða til að ætla að þar sé að finna talsvert af forvitnilegum minjum. Raunar er leitun að jafnspennandi svæði sem lítið hefur verið rannsakað í næsta nágrenni borgarinnar. Fornleifarannsóknir eru tímafrekar og þær eiga það líka til að vinda upp á sig þegar minjar finnast á nýjum og óvæntum stöðum. Það er því slæmt að lenda í þeirri stöðu að þurfa að rannsaka í kappi við tímann undir urrandi kjöftum vinnuvéla sem bíða eftir því að geta tekið til óspilltra málanna. Það væri því risastórt skref – bæði í átt að byggingu Sundabrautar og til að afla aukinnar þekkingar um íslenska miðaldasögu – ef ríkisvaldið, Reykjavíkurborg og Mosfellsbær tækju nú þegar höndum saman og réðust í metnaðarfullt rannsóknarverkefni á slóðum hinnar fornu hafnar. Höfundur er sagnfræðingur og fulltrúi Vinstri grænna í Menningar- og íþróttaráði Reykjavíkur.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun