Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar 3. apríl 2025 07:01 Við fjölskyldan fluttum til Þýskalands í október 2023 og fluttum aftur heim nú í janúar á þessu ári. Fram að flutningum okkar út höfum við borgað okkar skatta og skyldur hér á landi og myndi ég nú segja að ekki færi mikið fyrir okkur í „kerfinu“. Í Þýskalandi var hagkvæmara fyrir okkur að sjúkratryggja okkur hjá einkaaðila heldur en opinberum aðila og því vorum við ekki í þýska almannatryggingakerfinu. Ekki óraði okkur fyrir því að sú ákvörðun myndi hafa þau áhrif að þegar heim væri komið aftur þyrftum við að bíða í sex mánuði eftir að verða aftur sjúkratryggð í okkar heimalandi. Enda fengum við þær upplýsingar áður en við fluttumst út að við þyrftum engar áhyggjur að hafa af þessu, við yrðum sjúkratryggð um leið og við myndum skrá okkur aftur inn í landið, það voru þær upplýsingar sem við fengum frá Sjúkratryggingum Íslands. Við hringdum í Sjúkratryggingar Íslands áður en við fluttum erlendis til að kanna hvort við þyrftum að gera einhverjar sérstakar ráðstafanir svo við yrðum áfram sjúkratryggð þegar heim væri komið og var tjáð að svo væri ekki. Þýska skipulagssemin náði að einhverju leiti að smitast í okkur á meðan dvölinni stóð og 29. nóvember 2024 kl 09:57 hringjum við aftur í Sjúkratryggingar Íslands til þess að kanna hvað skyldi gera svo við yrðum sjúkratryggð þegar við kæmum heim. Enda þá orðið ljóst að það færi að styttast í heimför. Svörin voru eins og áður, við þyrftum engar áhyggjur að hafa af málinu, við yrðum sjúkratryggð um leið og við skráðum okkur inn í landið. Það kom okkur því algjörlega í opna skjöldu þegar niðurstaða Sjúkratrygginga Íslands lá fyrir, varðandi það að við yrðum tryggð strax við heimkomu, svarið var „synjun“. Við hjónin erum bæði íslenskir ríkisborgarar og höfum alla tíð verið búsett og greitt okkar skatta og skyldur á Íslandi, að undanskildum þeim nýliðnu 16 mánuðum þar sem við vorum í Þýskalandi. Þess má geta að tilgangur flutninga okkar til Þýskalands var að opna starfsemi Tixly, íslensks hugbúnaðarfyrirtækis í nýju landi, og þar með auka tekjur og greidda skatta íslenska móðurfélagsins! Í lögum um sjúkratryggingar er nefninlega heimilt að veita undanþágu vegna slíkra aðstæðna, en það virðist ekki duga til. Í stefnu Sjúkratrygginga segir „Hjarta Sjúkratrygginga felst í þjónustunni sem við bjóðum og léttir fólki lífið. Þjónusta okkar knýr gangverk heilbrigðiskerfisins. Við sinnum ekki einungis skyldum okkar, heldur leitumst við að skilja aðstæður þeirra sem við mætum, af alúð og skilningi á þörfum ólíkra hópa.“ Það virðist því miður algjörlega búið að snúa þessu á haus. Í staðinn fyrir að Sjúkratryggingar Íslands séu til í þessu landi til að þjónusta íbúana, erum við hjónin núna til í landinu til að „þjónusta“ eða berjast við Sjúkratryggingar Íslands. Eftir endalausar bréfaskriftir, ótal árangurslausar tilraunir í síma og nú nýjast kærumeðferð hjá úrskurðarnefnd velferðarmála erum við fjölskyldan ósjúkratryggð á Íslandi, höfum verið það síðustu 2 mánuði og verðum það eitthvað áfram. Það að við séum með þrjú ung börn og þar af eitt barn sem enn ætti að vera í ungbarnavernd, virðist bara nákvæmlega engu máli skipta. Ég get ekki annað en velt þeirri spurningu fyrir mér; fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands ef ekki fyrir 5 manna íslenska fjölskyldu sem alla sína tíð hefur búið á Íslandi en flyst erlendis tímabundið í 16 mánuði með það eina markmið að fara í útrás með íslenskt fyrirtæki og auka skattgreiðslur til Íslands? Höfundur er íslensk móðir þriggja barna á aldrinum 1-10 ára sem öll eru ósjúkratryggð á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslendingar erlendis Sjúkratryggingar Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Við fjölskyldan fluttum til Þýskalands í október 2023 og fluttum aftur heim nú í janúar á þessu ári. Fram að flutningum okkar út höfum við borgað okkar skatta og skyldur hér á landi og myndi ég nú segja að ekki færi mikið fyrir okkur í „kerfinu“. Í Þýskalandi var hagkvæmara fyrir okkur að sjúkratryggja okkur hjá einkaaðila heldur en opinberum aðila og því vorum við ekki í þýska almannatryggingakerfinu. Ekki óraði okkur fyrir því að sú ákvörðun myndi hafa þau áhrif að þegar heim væri komið aftur þyrftum við að bíða í sex mánuði eftir að verða aftur sjúkratryggð í okkar heimalandi. Enda fengum við þær upplýsingar áður en við fluttumst út að við þyrftum engar áhyggjur að hafa af þessu, við yrðum sjúkratryggð um leið og við myndum skrá okkur aftur inn í landið, það voru þær upplýsingar sem við fengum frá Sjúkratryggingum Íslands. Við hringdum í Sjúkratryggingar Íslands áður en við fluttum erlendis til að kanna hvort við þyrftum að gera einhverjar sérstakar ráðstafanir svo við yrðum áfram sjúkratryggð þegar heim væri komið og var tjáð að svo væri ekki. Þýska skipulagssemin náði að einhverju leiti að smitast í okkur á meðan dvölinni stóð og 29. nóvember 2024 kl 09:57 hringjum við aftur í Sjúkratryggingar Íslands til þess að kanna hvað skyldi gera svo við yrðum sjúkratryggð þegar við kæmum heim. Enda þá orðið ljóst að það færi að styttast í heimför. Svörin voru eins og áður, við þyrftum engar áhyggjur að hafa af málinu, við yrðum sjúkratryggð um leið og við skráðum okkur inn í landið. Það kom okkur því algjörlega í opna skjöldu þegar niðurstaða Sjúkratrygginga Íslands lá fyrir, varðandi það að við yrðum tryggð strax við heimkomu, svarið var „synjun“. Við hjónin erum bæði íslenskir ríkisborgarar og höfum alla tíð verið búsett og greitt okkar skatta og skyldur á Íslandi, að undanskildum þeim nýliðnu 16 mánuðum þar sem við vorum í Þýskalandi. Þess má geta að tilgangur flutninga okkar til Þýskalands var að opna starfsemi Tixly, íslensks hugbúnaðarfyrirtækis í nýju landi, og þar með auka tekjur og greidda skatta íslenska móðurfélagsins! Í lögum um sjúkratryggingar er nefninlega heimilt að veita undanþágu vegna slíkra aðstæðna, en það virðist ekki duga til. Í stefnu Sjúkratrygginga segir „Hjarta Sjúkratrygginga felst í þjónustunni sem við bjóðum og léttir fólki lífið. Þjónusta okkar knýr gangverk heilbrigðiskerfisins. Við sinnum ekki einungis skyldum okkar, heldur leitumst við að skilja aðstæður þeirra sem við mætum, af alúð og skilningi á þörfum ólíkra hópa.“ Það virðist því miður algjörlega búið að snúa þessu á haus. Í staðinn fyrir að Sjúkratryggingar Íslands séu til í þessu landi til að þjónusta íbúana, erum við hjónin núna til í landinu til að „þjónusta“ eða berjast við Sjúkratryggingar Íslands. Eftir endalausar bréfaskriftir, ótal árangurslausar tilraunir í síma og nú nýjast kærumeðferð hjá úrskurðarnefnd velferðarmála erum við fjölskyldan ósjúkratryggð á Íslandi, höfum verið það síðustu 2 mánuði og verðum það eitthvað áfram. Það að við séum með þrjú ung börn og þar af eitt barn sem enn ætti að vera í ungbarnavernd, virðist bara nákvæmlega engu máli skipta. Ég get ekki annað en velt þeirri spurningu fyrir mér; fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands ef ekki fyrir 5 manna íslenska fjölskyldu sem alla sína tíð hefur búið á Íslandi en flyst erlendis tímabundið í 16 mánuði með það eina markmið að fara í útrás með íslenskt fyrirtæki og auka skattgreiðslur til Íslands? Höfundur er íslensk móðir þriggja barna á aldrinum 1-10 ára sem öll eru ósjúkratryggð á Íslandi.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun