Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar 2. apríl 2025 06:03 Hér á okkar blessaða landi fer oft fram umræða, sem meikar lítinn sens. Er stundum út í hött. Eitt af því, sem hefur verið í tízku, er, að fullyrða, að Evrópa sé veik og getulaus, þar sé allt í hers höndum, ef álfan er þá ekki brennandi hús eða rjúkandi rústir. Þeir, sem hér fara, eru annað hvort afar illa upplýstir, vita ekki betur, eru þá hálfgerðir aular, eða þá, að þeira vita nokkuð um málið, en hika ekki við, að fara með rangfærslur og ósannindi. „Brennandi hús“, ekki man ég betur, en að fyrrvernandi ráðherra, formaður B, hafi lýst Evrópu svo; annað eins aula- eða rangfærslutal. Efnahagslega geta er mæld í vergri landsframleiðslu, VLF. Á Ensku GDP. Ef efhanhagsleg geta helztu 11 landa heims, nú 2025, er skoðuð, kemur í ljós, að 4 þeirra eru evrópsk! Númer 3 Þýzkaland, nr. 6. Bretland, nr. 7 Frakkland og númer 8 Ítalía. Hvernig má það vera, að Evrópa sé brennandi hús, sérstaklega í ljósi þess, að það eru tugir þjóða, sem eru miklu mannfleiri, allt að 15-falt, en eru þó með lægri heildar VFL en t.a.m. Þýzkaland!? Ef farið er eftir nýlegum lista IMF yfir áætlaða landsframleiðslu í billjónum (1.000 milljörðum) Bandaríkjadala helztu 11 ríkja heims, þá lítur hann svona út: -Bandaríkin (íbúar 336 milljónir) 30,34 billjónir -Kína (íbúar 1.410 milljónir) 19,5 billjónir -Þýzkaland (íbúar 84 milljónir) 4,9 billjónir -Japan (íbúar 123 milljónir) 4,4 billjónir -Indland (íbúar 1.430 milljónir) 4,3 billjónir -Bretland (íbúar 69 milljónir) 3,7 billjónir -Frakkland (íbúar 66 milljónir) 3,3 billjónir -Ítalía (íbúar 59 milljónir) 2,5 billjónir -Kanada (íbúar 40 milljónir) 2,3 billjónir -Brasilía (íbúar 217 milljónir) 2,3 billjónir -Rússland (íbúar 144 milljónir) 2,2 billjónir Þarna blasir m.a. við, að landsframleiðsla Þjóðvera, með 84 milljónir íbúa, er mun meiri, en landsframleiðsla Indlands, með sína 1.430 milljónir íbúa, 15-falt fleiri, landsframleiðsla Þýzkalands er meira en helmingi meiri en landsframleiðsla Rússa, sem hafa tvisvar sinnum fleiri íbúa og annað eftir því. Bretland, Frakkland og Ítalía slá líka út Rússland og Brasilíu og Rússland, sem hafa þrefallt eða fjórfallt fleiri íbúa. Tal um að Evrópa sé veik og getulaus, er hreint aulatal. Árás Pútíns (ég segi Pútíns, ekki rússnesku þjóðarinnar, hún var/er ekki að verki) olli Evrópu hins vegar alvarlegum skaða. Evrópa hafði í miklum mæli byggt sinn efnahag á rússneskum orkugjöfum, olíu og gasi. Orkan er aflgjafi allrar framleiðslu, verzlunar og þjónustu. Evrópa hafði fengið sína orku mikið frá Rússlandi og það á hagstæðu verði. Þegar Úkraínu stríðið leiddi svo til þess, að þessi orkuviðskipti hættu, og Evrópa varð að leita sér að nýjum orkubirgjum, þar sem verðlag var hærra, einkum til að byrja með, leiddi það til verðbólgu og tímabundins efnahagslegs samdráttar í Evrópu. Þrátt fyrir þetta, stendur Evrópa feikivel, eins og sjá má, hún er nú líka búin að leysa sín orkumál, eigin orkuframleiðslu og -innkaup, og stefnir nú aftur, eftir 3ja ára umþóttunartíma, með og frá 2026, í öflugan hagvöxt. Er það mat undirritaðs, að þar muni Evrópa fara fram úr BNA, en nýr forseti þar er að setja efnahagsmál landsins í stórfellt uppnám, með því að víkja frá markaðskerfinu, frjálsri samkeppni, þar sem sá hæfasti vinnur og býður markaðnum upp á hagstæðustu lausnirnar, fyrir almenning og atvinnuvegi. Í stað þess er rugludallurinn Trump að innleiða stórfellda vernd fyrir innlenda starfssemi, iðnað og verzlun, en slík verndarstefna mun í lok dags leiða til verðbólgu, hækkaðs verðs, bæði á innflutningi og því sem framleitt er innanlands, og þar með til skertrar kaupgetu, minnkandi eftirspurnar, samdráttar og atvinnuleysis. Menn kunna að spyrja, af hverju Evrópa hafi komið sér í þau mál, að verða svona háð Rússlandi með orku og sinn efnahag. Merkel kanslari Þýzkaland 2005-2021 ber mikla ábyrgð á því. Ég er ekki að segja, að hér hafi hún gert mistök, heldur það, að sú friðarstefna fyrir Evrópu, sem hún innleiddi og rak, gekk á endanum ekki upp. Merkel taldi, að unnt væri að tryggja góða samvinnu og frið milli Rússlands og Evrópu með góðum og hagstæðum gagnkvæmum viðskiptum. Að Rússar, myndu ekki ráðast á góðan, eða, hér, sinn bezta viðskiptavin. Í þessari hugmyndafræði býr auðvitað verulegi skynsemi, og stóðst þessi stefna lengi, en í lokin brast hún, þar sem Pútiín taldi sig hafa gert Evrópu svo háða sér með orku, að hún gæti ekkert gert, þó að hann léti sverfa til stáls, sprengdi samstarfs- og vinátturamman með árás á Úkraínu. Þar brást honum auðvitað bogalistin, Evrópa brást við með vina- og samstarfsslitum, en þar með datt botninn úr Austur-Vestur stefnu Merkel. Í lok dags er það þó Pútín, sem stendur uppi sem lúser, annars vegar mun hann ekki ná Úkraínu, með þeim hætti, sem hann vildi, og hins vegar hafa svik hans við Evrópu þrýst ríkjum áfunnar svo fast saman, að þau standa eins og ein órofa heild, ekki bara efnahgslega, heldur líka í ört vaxandi mæli varnar- og hernaðarlega, en þar er einmitt ESB að taka allt frumkvæðið, með frumkvæði að stórfelldri varnar- og hervæðingu bandalagsríkjanna 27, sennilega þeirrar mestu í sögunni, og flyzt þar þyngd frá NATO yfir á ESB. BNA munu detta þar út í vaxandi mæli, enda ekkert á þau að treysa. Sjálfstæðisflokkurinn norski, Höyre, er nú þegar kominn á fulla ferð í því að undirbúa nýtt þjóðaratkvæði um ESB-aðild, en Höyre er frjálslyndur hægri flokkur, eins og Sjálfstæðisflokkurinn var, en er ekki lengur. Höfundur er samfélagsrýnir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Hér á okkar blessaða landi fer oft fram umræða, sem meikar lítinn sens. Er stundum út í hött. Eitt af því, sem hefur verið í tízku, er, að fullyrða, að Evrópa sé veik og getulaus, þar sé allt í hers höndum, ef álfan er þá ekki brennandi hús eða rjúkandi rústir. Þeir, sem hér fara, eru annað hvort afar illa upplýstir, vita ekki betur, eru þá hálfgerðir aular, eða þá, að þeira vita nokkuð um málið, en hika ekki við, að fara með rangfærslur og ósannindi. „Brennandi hús“, ekki man ég betur, en að fyrrvernandi ráðherra, formaður B, hafi lýst Evrópu svo; annað eins aula- eða rangfærslutal. Efnahagslega geta er mæld í vergri landsframleiðslu, VLF. Á Ensku GDP. Ef efhanhagsleg geta helztu 11 landa heims, nú 2025, er skoðuð, kemur í ljós, að 4 þeirra eru evrópsk! Númer 3 Þýzkaland, nr. 6. Bretland, nr. 7 Frakkland og númer 8 Ítalía. Hvernig má það vera, að Evrópa sé brennandi hús, sérstaklega í ljósi þess, að það eru tugir þjóða, sem eru miklu mannfleiri, allt að 15-falt, en eru þó með lægri heildar VFL en t.a.m. Þýzkaland!? Ef farið er eftir nýlegum lista IMF yfir áætlaða landsframleiðslu í billjónum (1.000 milljörðum) Bandaríkjadala helztu 11 ríkja heims, þá lítur hann svona út: -Bandaríkin (íbúar 336 milljónir) 30,34 billjónir -Kína (íbúar 1.410 milljónir) 19,5 billjónir -Þýzkaland (íbúar 84 milljónir) 4,9 billjónir -Japan (íbúar 123 milljónir) 4,4 billjónir -Indland (íbúar 1.430 milljónir) 4,3 billjónir -Bretland (íbúar 69 milljónir) 3,7 billjónir -Frakkland (íbúar 66 milljónir) 3,3 billjónir -Ítalía (íbúar 59 milljónir) 2,5 billjónir -Kanada (íbúar 40 milljónir) 2,3 billjónir -Brasilía (íbúar 217 milljónir) 2,3 billjónir -Rússland (íbúar 144 milljónir) 2,2 billjónir Þarna blasir m.a. við, að landsframleiðsla Þjóðvera, með 84 milljónir íbúa, er mun meiri, en landsframleiðsla Indlands, með sína 1.430 milljónir íbúa, 15-falt fleiri, landsframleiðsla Þýzkalands er meira en helmingi meiri en landsframleiðsla Rússa, sem hafa tvisvar sinnum fleiri íbúa og annað eftir því. Bretland, Frakkland og Ítalía slá líka út Rússland og Brasilíu og Rússland, sem hafa þrefallt eða fjórfallt fleiri íbúa. Tal um að Evrópa sé veik og getulaus, er hreint aulatal. Árás Pútíns (ég segi Pútíns, ekki rússnesku þjóðarinnar, hún var/er ekki að verki) olli Evrópu hins vegar alvarlegum skaða. Evrópa hafði í miklum mæli byggt sinn efnahag á rússneskum orkugjöfum, olíu og gasi. Orkan er aflgjafi allrar framleiðslu, verzlunar og þjónustu. Evrópa hafði fengið sína orku mikið frá Rússlandi og það á hagstæðu verði. Þegar Úkraínu stríðið leiddi svo til þess, að þessi orkuviðskipti hættu, og Evrópa varð að leita sér að nýjum orkubirgjum, þar sem verðlag var hærra, einkum til að byrja með, leiddi það til verðbólgu og tímabundins efnahagslegs samdráttar í Evrópu. Þrátt fyrir þetta, stendur Evrópa feikivel, eins og sjá má, hún er nú líka búin að leysa sín orkumál, eigin orkuframleiðslu og -innkaup, og stefnir nú aftur, eftir 3ja ára umþóttunartíma, með og frá 2026, í öflugan hagvöxt. Er það mat undirritaðs, að þar muni Evrópa fara fram úr BNA, en nýr forseti þar er að setja efnahagsmál landsins í stórfellt uppnám, með því að víkja frá markaðskerfinu, frjálsri samkeppni, þar sem sá hæfasti vinnur og býður markaðnum upp á hagstæðustu lausnirnar, fyrir almenning og atvinnuvegi. Í stað þess er rugludallurinn Trump að innleiða stórfellda vernd fyrir innlenda starfssemi, iðnað og verzlun, en slík verndarstefna mun í lok dags leiða til verðbólgu, hækkaðs verðs, bæði á innflutningi og því sem framleitt er innanlands, og þar með til skertrar kaupgetu, minnkandi eftirspurnar, samdráttar og atvinnuleysis. Menn kunna að spyrja, af hverju Evrópa hafi komið sér í þau mál, að verða svona háð Rússlandi með orku og sinn efnahag. Merkel kanslari Þýzkaland 2005-2021 ber mikla ábyrgð á því. Ég er ekki að segja, að hér hafi hún gert mistök, heldur það, að sú friðarstefna fyrir Evrópu, sem hún innleiddi og rak, gekk á endanum ekki upp. Merkel taldi, að unnt væri að tryggja góða samvinnu og frið milli Rússlands og Evrópu með góðum og hagstæðum gagnkvæmum viðskiptum. Að Rússar, myndu ekki ráðast á góðan, eða, hér, sinn bezta viðskiptavin. Í þessari hugmyndafræði býr auðvitað verulegi skynsemi, og stóðst þessi stefna lengi, en í lokin brast hún, þar sem Pútiín taldi sig hafa gert Evrópu svo háða sér með orku, að hún gæti ekkert gert, þó að hann léti sverfa til stáls, sprengdi samstarfs- og vinátturamman með árás á Úkraínu. Þar brást honum auðvitað bogalistin, Evrópa brást við með vina- og samstarfsslitum, en þar með datt botninn úr Austur-Vestur stefnu Merkel. Í lok dags er það þó Pútín, sem stendur uppi sem lúser, annars vegar mun hann ekki ná Úkraínu, með þeim hætti, sem hann vildi, og hins vegar hafa svik hans við Evrópu þrýst ríkjum áfunnar svo fast saman, að þau standa eins og ein órofa heild, ekki bara efnahgslega, heldur líka í ört vaxandi mæli varnar- og hernaðarlega, en þar er einmitt ESB að taka allt frumkvæðið, með frumkvæði að stórfelldri varnar- og hervæðingu bandalagsríkjanna 27, sennilega þeirrar mestu í sögunni, og flyzt þar þyngd frá NATO yfir á ESB. BNA munu detta þar út í vaxandi mæli, enda ekkert á þau að treysa. Sjálfstæðisflokkurinn norski, Höyre, er nú þegar kominn á fulla ferð í því að undirbúa nýtt þjóðaratkvæði um ESB-aðild, en Höyre er frjálslyndur hægri flokkur, eins og Sjálfstæðisflokkurinn var, en er ekki lengur. Höfundur er samfélagsrýnir
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun