Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar 1. apríl 2025 08:00 Í nýlegu viðtali á Vísir.is sagði Arent Orri Jónsson Claessen, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, að Z-kynslóðin vilji að fyrirtæki starfi samkvæmt gildum sem hún lítur á sem leiðarljós. Í sama viðtali tók Sigurbjörg Guðmundsdóttir, varaforseti Stúdentaráðs í sama streng og sagði: „... áhersla okkar kynslóðar er mjög sterk á umhverfismálin, sjálfbærnimálin og jafnréttismálin.“ Slíkar áherslur endurspeglast í fjárfestingum sem byggja á umhverfis-, félags- og stjórnarlegum viðmiðum – eða UFS á íslensku, oft nefnt ESG á ensku (Environmental, Social and Governance). Þrátt fyrir þetta viðhorf telja sumir að fjárfestingar sem byggja á þessum þáttum séu í raun fjárhagslega óskynsamlegar. Gagnrýnendur telja slíkar fjárfestingar óarðbærar og knúnar áfram af hugmyndafræði – til dæmis með áherslu á sólarorku eða rafhlöðutækni – sem leiði til fjárhagslegs taps. Sumir fara svo langt að halda því fram að UFS-sjóðir snúist frekar um að ýta undir einhvers konar „woke“-hugmyndafræði en að skapa raunverulega ávöxtun. Nánari skoðun leiðir þó í ljós að slík gagnrýni byggist oft á misskilningi. UFS-sjóðir eru ekki róttæk frávik frá hefðbundinni fjárfestingarstefnu. Flestir þeirra skima einfaldlega út ákveðinn fjölda fyrirtækja sem skora lágt í sjálfbærni eða eru umdeild vegna siðferðislegra þátta, á meðan almennir vísitölusjóðir fylgja hefðbundnum markaðsvísitölum eins og S&P 500. Af hverju eru UFS-sjóðir taldir "woke" af sumum? Misskilningurinn felst í því að margir telja UFS-sjóði beina áherslunni eingöngu að grænum lausnum og framsæknum samfélagsmálum – á kostnað fjárhagslegrar ávöxtunar. Slík sýn hefur einkum fengið hljómgrunn í tilteknum ríkjum Bandaríkjanna, þar sem stjórnmálamenn hafa jafnvel reynt að takmarka UFS-fjárfestingar opinberra lífeyrissjóða á þeirri forsendu að slíkar fjárfestingar skili lakari ávöxtun. Sumt af þessari tortryggni byggir á áberandi UFS mistökum sem eru dregin fram sem „sönnun“ um að slíkar fjárfestingar séu varhugaverðar, eins og gjaldþrot ákveðinna sprotafyrirtækja á endurnýjanlegri orku sem stóðust ekki væntingar. Gagnrýnendur líta á slík dæmi sem sönnun þess að UFS-fjárfestingar séu í eðli sínu áhættusamar. Þetta er þó varhugaverð röksemdafærsla. Slíkar ályktanir eru sambærilegar því að afskrifa hlutabréfafjárfestingar í heild sinni vegna tilvika eins og Enron. Að horfa einungis til nokkurra fyrirtækja í vanda hunsar stærra samhengi: flestir UFS-sjóðir svipa til hefðbundinna vísitölusjóða, að undanskyldum ákveðnum undirhópi útilokaðra fyrirtækja. Hvað er í raun í UFS sjóðum? Vinsælustu UFS-sjóðirnir eru ekki verulega frábrugðnir hefðbundnum fjárfestingarsjóðum. Til að mynda inniheldur UFS-vísitala S&P 500 um 314 af 503 fyrirtækjum í hefðbundinni útgáfu S&P 500 vísitölunnar. Þetta þýðir að UFS-sjóðir halda um tveimur þriðju hluta hefðbundins eignasafns og útiloka einungis takmarkaðan fjölda fyrirtækja á grundvelli UFS-viðmiða. Sumir UFS-sjóðir útiloka enn færri. Flestir stærstu UFS-sjóðir innihalda vel þekkt fyrirtæki á borð við Apple, Microsoft og Meta (Facebook), auk stórfyrirtækja í heilbrigðis-, fjármála- og neysluvöruiðnaði. Þá er einnig horft til frammistöðu fyrirtækja í samanburði við aðra innan sama geira. ExxonMobil – olíufyrirtæki – er til dæmis hluti af S&P 500 UFS-vísitölunni, þar sem það stenst viðmið betur en margir samkeppnisaðilar. Vegna útilokana á tilteknum fyrirtækjum vega önnur fyrirtæki hlutfallslega meira innan UFS-sjóða. Þannig vega stórfyrirtæki eins og Apple að jafnaði meira í UFS-sjóðum en í hefðbundnum vísitölum. Helstu útilokanir UFS-sjóða beinast að fyrirtækjum sem stunda starfsemi í jarðefnaeldsneyti, vopnaframleiðslu, tóbaksframleiðslu, og búa við slaka stjórnarhætti eða hafa komið við sögu alvarlegra hneykslismála. Þrátt fyrir þessar útilokanir eru sjóðirnir ekki í eðli sínu áhættusamir. Þvert á móti hafa UFS-sjóðir oftar en ekki skilað betri ávöxtun en hefðbundnir sjóðir. Síðastliðin fimm ár hefur UFS-vísitalan fyrir S&P 500 skilað hærri samanlagðri ávöxtun en hefðbundin S&P 500 vísitala, sem gengur gegn þeirri hugmynd að útilokanir grafi endilega undan ávöxtun. Munurinn hefur þó verið lítill og sumar rannsóknir sýna andstæð áhrif – en þau eru jafnan óveruleg. UFS er fyrst og fremst sía, ekki róttæk breyting Fyrir fjárfesta sem vilja breiða markaðsáhættu en leggja jafnframt áherslu á sjálfbærni og ábyrga stjórnarhætti – í anda þeirrar kynslóðar sem nú er að taka við – geta UFS-sjóðir verið álitlegur kostur. Þeir bjóða upp á sambærilega eða jafnvel betri ávöxtun en hefðbundnir sjóðir, án þess að fórna fjárhagslegum markmiðum fyrir hugmyndafræði, heldur beina sjónum að framtíðarhæfum fyrirtækjum. Höfundur er dósent við Háskóla Íslands og situr í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Már Wolfgang Mixa Fjármálamarkaðir Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Í nýlegu viðtali á Vísir.is sagði Arent Orri Jónsson Claessen, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, að Z-kynslóðin vilji að fyrirtæki starfi samkvæmt gildum sem hún lítur á sem leiðarljós. Í sama viðtali tók Sigurbjörg Guðmundsdóttir, varaforseti Stúdentaráðs í sama streng og sagði: „... áhersla okkar kynslóðar er mjög sterk á umhverfismálin, sjálfbærnimálin og jafnréttismálin.“ Slíkar áherslur endurspeglast í fjárfestingum sem byggja á umhverfis-, félags- og stjórnarlegum viðmiðum – eða UFS á íslensku, oft nefnt ESG á ensku (Environmental, Social and Governance). Þrátt fyrir þetta viðhorf telja sumir að fjárfestingar sem byggja á þessum þáttum séu í raun fjárhagslega óskynsamlegar. Gagnrýnendur telja slíkar fjárfestingar óarðbærar og knúnar áfram af hugmyndafræði – til dæmis með áherslu á sólarorku eða rafhlöðutækni – sem leiði til fjárhagslegs taps. Sumir fara svo langt að halda því fram að UFS-sjóðir snúist frekar um að ýta undir einhvers konar „woke“-hugmyndafræði en að skapa raunverulega ávöxtun. Nánari skoðun leiðir þó í ljós að slík gagnrýni byggist oft á misskilningi. UFS-sjóðir eru ekki róttæk frávik frá hefðbundinni fjárfestingarstefnu. Flestir þeirra skima einfaldlega út ákveðinn fjölda fyrirtækja sem skora lágt í sjálfbærni eða eru umdeild vegna siðferðislegra þátta, á meðan almennir vísitölusjóðir fylgja hefðbundnum markaðsvísitölum eins og S&P 500. Af hverju eru UFS-sjóðir taldir "woke" af sumum? Misskilningurinn felst í því að margir telja UFS-sjóði beina áherslunni eingöngu að grænum lausnum og framsæknum samfélagsmálum – á kostnað fjárhagslegrar ávöxtunar. Slík sýn hefur einkum fengið hljómgrunn í tilteknum ríkjum Bandaríkjanna, þar sem stjórnmálamenn hafa jafnvel reynt að takmarka UFS-fjárfestingar opinberra lífeyrissjóða á þeirri forsendu að slíkar fjárfestingar skili lakari ávöxtun. Sumt af þessari tortryggni byggir á áberandi UFS mistökum sem eru dregin fram sem „sönnun“ um að slíkar fjárfestingar séu varhugaverðar, eins og gjaldþrot ákveðinna sprotafyrirtækja á endurnýjanlegri orku sem stóðust ekki væntingar. Gagnrýnendur líta á slík dæmi sem sönnun þess að UFS-fjárfestingar séu í eðli sínu áhættusamar. Þetta er þó varhugaverð röksemdafærsla. Slíkar ályktanir eru sambærilegar því að afskrifa hlutabréfafjárfestingar í heild sinni vegna tilvika eins og Enron. Að horfa einungis til nokkurra fyrirtækja í vanda hunsar stærra samhengi: flestir UFS-sjóðir svipa til hefðbundinna vísitölusjóða, að undanskyldum ákveðnum undirhópi útilokaðra fyrirtækja. Hvað er í raun í UFS sjóðum? Vinsælustu UFS-sjóðirnir eru ekki verulega frábrugðnir hefðbundnum fjárfestingarsjóðum. Til að mynda inniheldur UFS-vísitala S&P 500 um 314 af 503 fyrirtækjum í hefðbundinni útgáfu S&P 500 vísitölunnar. Þetta þýðir að UFS-sjóðir halda um tveimur þriðju hluta hefðbundins eignasafns og útiloka einungis takmarkaðan fjölda fyrirtækja á grundvelli UFS-viðmiða. Sumir UFS-sjóðir útiloka enn færri. Flestir stærstu UFS-sjóðir innihalda vel þekkt fyrirtæki á borð við Apple, Microsoft og Meta (Facebook), auk stórfyrirtækja í heilbrigðis-, fjármála- og neysluvöruiðnaði. Þá er einnig horft til frammistöðu fyrirtækja í samanburði við aðra innan sama geira. ExxonMobil – olíufyrirtæki – er til dæmis hluti af S&P 500 UFS-vísitölunni, þar sem það stenst viðmið betur en margir samkeppnisaðilar. Vegna útilokana á tilteknum fyrirtækjum vega önnur fyrirtæki hlutfallslega meira innan UFS-sjóða. Þannig vega stórfyrirtæki eins og Apple að jafnaði meira í UFS-sjóðum en í hefðbundnum vísitölum. Helstu útilokanir UFS-sjóða beinast að fyrirtækjum sem stunda starfsemi í jarðefnaeldsneyti, vopnaframleiðslu, tóbaksframleiðslu, og búa við slaka stjórnarhætti eða hafa komið við sögu alvarlegra hneykslismála. Þrátt fyrir þessar útilokanir eru sjóðirnir ekki í eðli sínu áhættusamir. Þvert á móti hafa UFS-sjóðir oftar en ekki skilað betri ávöxtun en hefðbundnir sjóðir. Síðastliðin fimm ár hefur UFS-vísitalan fyrir S&P 500 skilað hærri samanlagðri ávöxtun en hefðbundin S&P 500 vísitala, sem gengur gegn þeirri hugmynd að útilokanir grafi endilega undan ávöxtun. Munurinn hefur þó verið lítill og sumar rannsóknir sýna andstæð áhrif – en þau eru jafnan óveruleg. UFS er fyrst og fremst sía, ekki róttæk breyting Fyrir fjárfesta sem vilja breiða markaðsáhættu en leggja jafnframt áherslu á sjálfbærni og ábyrga stjórnarhætti – í anda þeirrar kynslóðar sem nú er að taka við – geta UFS-sjóðir verið álitlegur kostur. Þeir bjóða upp á sambærilega eða jafnvel betri ávöxtun en hefðbundnir sjóðir, án þess að fórna fjárhagslegum markmiðum fyrir hugmyndafræði, heldur beina sjónum að framtíðarhæfum fyrirtækjum. Höfundur er dósent við Háskóla Íslands og situr í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar