Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar 1. apríl 2025 08:00 Í nýlegu viðtali á Vísir.is sagði Arent Orri Jónsson Claessen, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, að Z-kynslóðin vilji að fyrirtæki starfi samkvæmt gildum sem hún lítur á sem leiðarljós. Í sama viðtali tók Sigurbjörg Guðmundsdóttir, varaforseti Stúdentaráðs í sama streng og sagði: „... áhersla okkar kynslóðar er mjög sterk á umhverfismálin, sjálfbærnimálin og jafnréttismálin.“ Slíkar áherslur endurspeglast í fjárfestingum sem byggja á umhverfis-, félags- og stjórnarlegum viðmiðum – eða UFS á íslensku, oft nefnt ESG á ensku (Environmental, Social and Governance). Þrátt fyrir þetta viðhorf telja sumir að fjárfestingar sem byggja á þessum þáttum séu í raun fjárhagslega óskynsamlegar. Gagnrýnendur telja slíkar fjárfestingar óarðbærar og knúnar áfram af hugmyndafræði – til dæmis með áherslu á sólarorku eða rafhlöðutækni – sem leiði til fjárhagslegs taps. Sumir fara svo langt að halda því fram að UFS-sjóðir snúist frekar um að ýta undir einhvers konar „woke“-hugmyndafræði en að skapa raunverulega ávöxtun. Nánari skoðun leiðir þó í ljós að slík gagnrýni byggist oft á misskilningi. UFS-sjóðir eru ekki róttæk frávik frá hefðbundinni fjárfestingarstefnu. Flestir þeirra skima einfaldlega út ákveðinn fjölda fyrirtækja sem skora lágt í sjálfbærni eða eru umdeild vegna siðferðislegra þátta, á meðan almennir vísitölusjóðir fylgja hefðbundnum markaðsvísitölum eins og S&P 500. Af hverju eru UFS-sjóðir taldir "woke" af sumum? Misskilningurinn felst í því að margir telja UFS-sjóði beina áherslunni eingöngu að grænum lausnum og framsæknum samfélagsmálum – á kostnað fjárhagslegrar ávöxtunar. Slík sýn hefur einkum fengið hljómgrunn í tilteknum ríkjum Bandaríkjanna, þar sem stjórnmálamenn hafa jafnvel reynt að takmarka UFS-fjárfestingar opinberra lífeyrissjóða á þeirri forsendu að slíkar fjárfestingar skili lakari ávöxtun. Sumt af þessari tortryggni byggir á áberandi UFS mistökum sem eru dregin fram sem „sönnun“ um að slíkar fjárfestingar séu varhugaverðar, eins og gjaldþrot ákveðinna sprotafyrirtækja á endurnýjanlegri orku sem stóðust ekki væntingar. Gagnrýnendur líta á slík dæmi sem sönnun þess að UFS-fjárfestingar séu í eðli sínu áhættusamar. Þetta er þó varhugaverð röksemdafærsla. Slíkar ályktanir eru sambærilegar því að afskrifa hlutabréfafjárfestingar í heild sinni vegna tilvika eins og Enron. Að horfa einungis til nokkurra fyrirtækja í vanda hunsar stærra samhengi: flestir UFS-sjóðir svipa til hefðbundinna vísitölusjóða, að undanskyldum ákveðnum undirhópi útilokaðra fyrirtækja. Hvað er í raun í UFS sjóðum? Vinsælustu UFS-sjóðirnir eru ekki verulega frábrugðnir hefðbundnum fjárfestingarsjóðum. Til að mynda inniheldur UFS-vísitala S&P 500 um 314 af 503 fyrirtækjum í hefðbundinni útgáfu S&P 500 vísitölunnar. Þetta þýðir að UFS-sjóðir halda um tveimur þriðju hluta hefðbundins eignasafns og útiloka einungis takmarkaðan fjölda fyrirtækja á grundvelli UFS-viðmiða. Sumir UFS-sjóðir útiloka enn færri. Flestir stærstu UFS-sjóðir innihalda vel þekkt fyrirtæki á borð við Apple, Microsoft og Meta (Facebook), auk stórfyrirtækja í heilbrigðis-, fjármála- og neysluvöruiðnaði. Þá er einnig horft til frammistöðu fyrirtækja í samanburði við aðra innan sama geira. ExxonMobil – olíufyrirtæki – er til dæmis hluti af S&P 500 UFS-vísitölunni, þar sem það stenst viðmið betur en margir samkeppnisaðilar. Vegna útilokana á tilteknum fyrirtækjum vega önnur fyrirtæki hlutfallslega meira innan UFS-sjóða. Þannig vega stórfyrirtæki eins og Apple að jafnaði meira í UFS-sjóðum en í hefðbundnum vísitölum. Helstu útilokanir UFS-sjóða beinast að fyrirtækjum sem stunda starfsemi í jarðefnaeldsneyti, vopnaframleiðslu, tóbaksframleiðslu, og búa við slaka stjórnarhætti eða hafa komið við sögu alvarlegra hneykslismála. Þrátt fyrir þessar útilokanir eru sjóðirnir ekki í eðli sínu áhættusamir. Þvert á móti hafa UFS-sjóðir oftar en ekki skilað betri ávöxtun en hefðbundnir sjóðir. Síðastliðin fimm ár hefur UFS-vísitalan fyrir S&P 500 skilað hærri samanlagðri ávöxtun en hefðbundin S&P 500 vísitala, sem gengur gegn þeirri hugmynd að útilokanir grafi endilega undan ávöxtun. Munurinn hefur þó verið lítill og sumar rannsóknir sýna andstæð áhrif – en þau eru jafnan óveruleg. UFS er fyrst og fremst sía, ekki róttæk breyting Fyrir fjárfesta sem vilja breiða markaðsáhættu en leggja jafnframt áherslu á sjálfbærni og ábyrga stjórnarhætti – í anda þeirrar kynslóðar sem nú er að taka við – geta UFS-sjóðir verið álitlegur kostur. Þeir bjóða upp á sambærilega eða jafnvel betri ávöxtun en hefðbundnir sjóðir, án þess að fórna fjárhagslegum markmiðum fyrir hugmyndafræði, heldur beina sjónum að framtíðarhæfum fyrirtækjum. Höfundur er dósent við Háskóla Íslands og situr í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Már Wolfgang Mixa Fjármálamarkaðir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýlegu viðtali á Vísir.is sagði Arent Orri Jónsson Claessen, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, að Z-kynslóðin vilji að fyrirtæki starfi samkvæmt gildum sem hún lítur á sem leiðarljós. Í sama viðtali tók Sigurbjörg Guðmundsdóttir, varaforseti Stúdentaráðs í sama streng og sagði: „... áhersla okkar kynslóðar er mjög sterk á umhverfismálin, sjálfbærnimálin og jafnréttismálin.“ Slíkar áherslur endurspeglast í fjárfestingum sem byggja á umhverfis-, félags- og stjórnarlegum viðmiðum – eða UFS á íslensku, oft nefnt ESG á ensku (Environmental, Social and Governance). Þrátt fyrir þetta viðhorf telja sumir að fjárfestingar sem byggja á þessum þáttum séu í raun fjárhagslega óskynsamlegar. Gagnrýnendur telja slíkar fjárfestingar óarðbærar og knúnar áfram af hugmyndafræði – til dæmis með áherslu á sólarorku eða rafhlöðutækni – sem leiði til fjárhagslegs taps. Sumir fara svo langt að halda því fram að UFS-sjóðir snúist frekar um að ýta undir einhvers konar „woke“-hugmyndafræði en að skapa raunverulega ávöxtun. Nánari skoðun leiðir þó í ljós að slík gagnrýni byggist oft á misskilningi. UFS-sjóðir eru ekki róttæk frávik frá hefðbundinni fjárfestingarstefnu. Flestir þeirra skima einfaldlega út ákveðinn fjölda fyrirtækja sem skora lágt í sjálfbærni eða eru umdeild vegna siðferðislegra þátta, á meðan almennir vísitölusjóðir fylgja hefðbundnum markaðsvísitölum eins og S&P 500. Af hverju eru UFS-sjóðir taldir "woke" af sumum? Misskilningurinn felst í því að margir telja UFS-sjóði beina áherslunni eingöngu að grænum lausnum og framsæknum samfélagsmálum – á kostnað fjárhagslegrar ávöxtunar. Slík sýn hefur einkum fengið hljómgrunn í tilteknum ríkjum Bandaríkjanna, þar sem stjórnmálamenn hafa jafnvel reynt að takmarka UFS-fjárfestingar opinberra lífeyrissjóða á þeirri forsendu að slíkar fjárfestingar skili lakari ávöxtun. Sumt af þessari tortryggni byggir á áberandi UFS mistökum sem eru dregin fram sem „sönnun“ um að slíkar fjárfestingar séu varhugaverðar, eins og gjaldþrot ákveðinna sprotafyrirtækja á endurnýjanlegri orku sem stóðust ekki væntingar. Gagnrýnendur líta á slík dæmi sem sönnun þess að UFS-fjárfestingar séu í eðli sínu áhættusamar. Þetta er þó varhugaverð röksemdafærsla. Slíkar ályktanir eru sambærilegar því að afskrifa hlutabréfafjárfestingar í heild sinni vegna tilvika eins og Enron. Að horfa einungis til nokkurra fyrirtækja í vanda hunsar stærra samhengi: flestir UFS-sjóðir svipa til hefðbundinna vísitölusjóða, að undanskyldum ákveðnum undirhópi útilokaðra fyrirtækja. Hvað er í raun í UFS sjóðum? Vinsælustu UFS-sjóðirnir eru ekki verulega frábrugðnir hefðbundnum fjárfestingarsjóðum. Til að mynda inniheldur UFS-vísitala S&P 500 um 314 af 503 fyrirtækjum í hefðbundinni útgáfu S&P 500 vísitölunnar. Þetta þýðir að UFS-sjóðir halda um tveimur þriðju hluta hefðbundins eignasafns og útiloka einungis takmarkaðan fjölda fyrirtækja á grundvelli UFS-viðmiða. Sumir UFS-sjóðir útiloka enn færri. Flestir stærstu UFS-sjóðir innihalda vel þekkt fyrirtæki á borð við Apple, Microsoft og Meta (Facebook), auk stórfyrirtækja í heilbrigðis-, fjármála- og neysluvöruiðnaði. Þá er einnig horft til frammistöðu fyrirtækja í samanburði við aðra innan sama geira. ExxonMobil – olíufyrirtæki – er til dæmis hluti af S&P 500 UFS-vísitölunni, þar sem það stenst viðmið betur en margir samkeppnisaðilar. Vegna útilokana á tilteknum fyrirtækjum vega önnur fyrirtæki hlutfallslega meira innan UFS-sjóða. Þannig vega stórfyrirtæki eins og Apple að jafnaði meira í UFS-sjóðum en í hefðbundnum vísitölum. Helstu útilokanir UFS-sjóða beinast að fyrirtækjum sem stunda starfsemi í jarðefnaeldsneyti, vopnaframleiðslu, tóbaksframleiðslu, og búa við slaka stjórnarhætti eða hafa komið við sögu alvarlegra hneykslismála. Þrátt fyrir þessar útilokanir eru sjóðirnir ekki í eðli sínu áhættusamir. Þvert á móti hafa UFS-sjóðir oftar en ekki skilað betri ávöxtun en hefðbundnir sjóðir. Síðastliðin fimm ár hefur UFS-vísitalan fyrir S&P 500 skilað hærri samanlagðri ávöxtun en hefðbundin S&P 500 vísitala, sem gengur gegn þeirri hugmynd að útilokanir grafi endilega undan ávöxtun. Munurinn hefur þó verið lítill og sumar rannsóknir sýna andstæð áhrif – en þau eru jafnan óveruleg. UFS er fyrst og fremst sía, ekki róttæk breyting Fyrir fjárfesta sem vilja breiða markaðsáhættu en leggja jafnframt áherslu á sjálfbærni og ábyrga stjórnarhætti – í anda þeirrar kynslóðar sem nú er að taka við – geta UFS-sjóðir verið álitlegur kostur. Þeir bjóða upp á sambærilega eða jafnvel betri ávöxtun en hefðbundnir sjóðir, án þess að fórna fjárhagslegum markmiðum fyrir hugmyndafræði, heldur beina sjónum að framtíðarhæfum fyrirtækjum. Höfundur er dósent við Háskóla Íslands og situr í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar