Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar 28. mars 2025 10:32 Nú hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins birt aðgerðaráætlun til að styðja við aukna framleiðslu í stál og málmiðnaði innan bandalagsríkjanna[1]. Slíkt er mikilvægur þáttur í að efla sjálfstæði Evrópu gagnvart öðrum ríkjum, meðal annars til að Evrópa verði sjálfri sér nóg um framleiðslu lykilhráefna til iðnaðar. Álver í Evrópu hafa á síðustu misserum verið að loka eða dregið úr framleiðslu sinni vegna hás orkukostnaðar og óstöðugs rekstrarumhverfis. Þannig hefur Evrópa í vaxandi mæli orðið háð innflutningi á áli, en um 50% af því áli sem er notað til iðnaðar í Evrópu er innflutt. Á sama tíma vex eftirspurn eftir áli um heim allan enda lykil hráefni í flestum varningi sem stuðlar að léttari samgöngum annars vegar og tækni sem dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda hins vegar. Ál er þannig notað í öllum iðnaði sem tengist orkuskiptunum. Það er þess vegna sem ál er skilgreint sem lykilhráefni af Evrópusambandinu[2] og í nýrri aðgerðaáætlun um stál og málma er stuðningur við frekari framleiðslu áls í Evrópu settur í forgang. Nú er það svo að íslensku álverin selja allt ál sem þau framleiða til Evrópu og er hlutur þeirra í framleiðslu ESB/EFTA ríkjanna um fjórðungur. Álframleiðsla á Íslandi er þar með ekki bara mikilvæg fyrir Ísland, hún er einnig mikilvægur þáttur í að tryggja okkur sjálfstæða Evrópu. Þar með er Ísland orðið mikilvægur framleiðandi lykilhráefnis samkvæmt skilgreiningu ESB. Evrópusambandið mótar nú markmið sem miða að því að fá neytendur og fyrirtæki til að greiða hærra verð fyrir vistvænar vörur. Byggt á þeim markmiðum mun íslenska álið verða enn verðmætara en það er í dag, en ál framleitt á Íslandi er með lægst kolefnisspor í heimi. Álframleiðsla á Íslandi er mikilvægt framlag til loftslagsmála. Álframleiðsla ásamt raforkuframleiðslu á Íslandi er mikilvægur grunnatvinnuvegur þjóðarinnar. Álframleiðsla á Íslandi skilar gríðarlegum hagrænum og samfélagslegum ávinningi og með álframleiðslu á Íslandi leggjum við okkar af mörkum til að tryggja sjálfstæða Evrópu á víðsjárverðum tímum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls. [1] Commission's Action Plan to secure a competitive and decarbonised steel and metals industry [2] Critical Raw Materials Act: https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=OJ:L_202401252 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Eldey Arnardóttir Áliðnaður Stóriðja Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Nú hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins birt aðgerðaráætlun til að styðja við aukna framleiðslu í stál og málmiðnaði innan bandalagsríkjanna[1]. Slíkt er mikilvægur þáttur í að efla sjálfstæði Evrópu gagnvart öðrum ríkjum, meðal annars til að Evrópa verði sjálfri sér nóg um framleiðslu lykilhráefna til iðnaðar. Álver í Evrópu hafa á síðustu misserum verið að loka eða dregið úr framleiðslu sinni vegna hás orkukostnaðar og óstöðugs rekstrarumhverfis. Þannig hefur Evrópa í vaxandi mæli orðið háð innflutningi á áli, en um 50% af því áli sem er notað til iðnaðar í Evrópu er innflutt. Á sama tíma vex eftirspurn eftir áli um heim allan enda lykil hráefni í flestum varningi sem stuðlar að léttari samgöngum annars vegar og tækni sem dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda hins vegar. Ál er þannig notað í öllum iðnaði sem tengist orkuskiptunum. Það er þess vegna sem ál er skilgreint sem lykilhráefni af Evrópusambandinu[2] og í nýrri aðgerðaáætlun um stál og málma er stuðningur við frekari framleiðslu áls í Evrópu settur í forgang. Nú er það svo að íslensku álverin selja allt ál sem þau framleiða til Evrópu og er hlutur þeirra í framleiðslu ESB/EFTA ríkjanna um fjórðungur. Álframleiðsla á Íslandi er þar með ekki bara mikilvæg fyrir Ísland, hún er einnig mikilvægur þáttur í að tryggja okkur sjálfstæða Evrópu. Þar með er Ísland orðið mikilvægur framleiðandi lykilhráefnis samkvæmt skilgreiningu ESB. Evrópusambandið mótar nú markmið sem miða að því að fá neytendur og fyrirtæki til að greiða hærra verð fyrir vistvænar vörur. Byggt á þeim markmiðum mun íslenska álið verða enn verðmætara en það er í dag, en ál framleitt á Íslandi er með lægst kolefnisspor í heimi. Álframleiðsla á Íslandi er mikilvægt framlag til loftslagsmála. Álframleiðsla ásamt raforkuframleiðslu á Íslandi er mikilvægur grunnatvinnuvegur þjóðarinnar. Álframleiðsla á Íslandi skilar gríðarlegum hagrænum og samfélagslegum ávinningi og með álframleiðslu á Íslandi leggjum við okkar af mörkum til að tryggja sjálfstæða Evrópu á víðsjárverðum tímum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls. [1] Commission's Action Plan to secure a competitive and decarbonised steel and metals industry [2] Critical Raw Materials Act: https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=OJ:L_202401252
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun