Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. mars 2025 16:05 Seljaskóli er fyrir börn á aldrinum sex til sextán ára í efra Breiðholti. vísir/Vilhelm Lögregla var kölluð til við Seljaskóla í Reykjavík eftir hádegið vegna barna sem mættu óboðin á skólalóðina og höfðu í hótunum við ellefu til þrettán ára gömul börn á miðstigi skólans. Töldu einhverjir nemendur móta fyrir hníf í buxnastreng óboðnu gestanna. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Jóhanna Héðinsdóttir skólastjóri sendi á foreldra og forráðamenn. Þrjú ungmenni úr öðrum grunnskóla hafi mætt á skólalóðina fyrir hádegi. Þau hafi strax verið beðin um að yfirgefa svæðið „Starfsfólk og skólastjóri hafði af þeim afskipti og vísaði þeim í burtu. - Líkt og við gerum alltaf. Enginn óviðkomandi á að vera hér í eða við skólann á skólatíma,“ segir í tölvupósti Jóhönnu. Hótanir um ofbeldi Stuttu síðar hafi orðið uppnám í hádegisfrímínútum þar sem margir nemendur á miðstigi komu úr frímínútum og sögðu þessi ungmenni hafa haft uppi hótanir við þau um ofbeldi úti á skólalóð. „Einhverjir nemendur uppástóðu að eitt ungmennið hafi verið með hníf. En enginn gat almennilega staðfest það og síðar í samtölum var það raunar svo að nemendur voru bara vissir um að slíkt væri, eða héldu að þeir hefðu séð móta fyrir hníf í buxnastreng.“ Jóhanna segist strax hafa hringt í lögreglu. Fulltrúar hennar hafi mætt á svæðið, tekið niður upplýsingar og ætlað að svipast um í hverfinu. Á þessum tímapunkti hafi óboðnu ungmennin verið farin á brott. Ræddi við skólastjórann í hinum skólanum Þá segist Jóhanna hafa sett sig í samband við skólastjóra í þeim grunnskóla sem talið er að óboðnu ungmennin gangi í. „Það varð töluvert uppnám hjá nemendum við þetta atvik, sem við skiljum. Einhverjir nemendur urðu alls ekki varir við neitt,“ segir Jóhanna. Mikilvægt sé að halda foreldrum upplýst um atvik dagsins. Lögreglumál Skóla- og menntamál Reykjavík Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Grunnskólar Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Fleiri fréttir „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tölvupósti sem Jóhanna Héðinsdóttir skólastjóri sendi á foreldra og forráðamenn. Þrjú ungmenni úr öðrum grunnskóla hafi mætt á skólalóðina fyrir hádegi. Þau hafi strax verið beðin um að yfirgefa svæðið „Starfsfólk og skólastjóri hafði af þeim afskipti og vísaði þeim í burtu. - Líkt og við gerum alltaf. Enginn óviðkomandi á að vera hér í eða við skólann á skólatíma,“ segir í tölvupósti Jóhönnu. Hótanir um ofbeldi Stuttu síðar hafi orðið uppnám í hádegisfrímínútum þar sem margir nemendur á miðstigi komu úr frímínútum og sögðu þessi ungmenni hafa haft uppi hótanir við þau um ofbeldi úti á skólalóð. „Einhverjir nemendur uppástóðu að eitt ungmennið hafi verið með hníf. En enginn gat almennilega staðfest það og síðar í samtölum var það raunar svo að nemendur voru bara vissir um að slíkt væri, eða héldu að þeir hefðu séð móta fyrir hníf í buxnastreng.“ Jóhanna segist strax hafa hringt í lögreglu. Fulltrúar hennar hafi mætt á svæðið, tekið niður upplýsingar og ætlað að svipast um í hverfinu. Á þessum tímapunkti hafi óboðnu ungmennin verið farin á brott. Ræddi við skólastjórann í hinum skólanum Þá segist Jóhanna hafa sett sig í samband við skólastjóra í þeim grunnskóla sem talið er að óboðnu ungmennin gangi í. „Það varð töluvert uppnám hjá nemendum við þetta atvik, sem við skiljum. Einhverjir nemendur urðu alls ekki varir við neitt,“ segir Jóhanna. Mikilvægt sé að halda foreldrum upplýst um atvik dagsins.
Lögreglumál Skóla- og menntamál Reykjavík Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Grunnskólar Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Fleiri fréttir „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Sjá meira