Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar 27. mars 2025 08:30 Undanfarnar vikur hefur því verið velt upp hvort Ísland þurfi að koma upp varnarher í ljósi breyttra aðstæðna í heiminum. Í gegnum söguna hafa Íslendingar verið mótfallnir því en er það réttlætanlegt á ófriðartímum? Af hverju ætti einhver að senda hermenn til að verja okkur og fórna lífi sínu ef við gerum ekki slíkt hið sama? Ef á okkur yrði ráðist ættu NATÓ þjóðir að koma okkur til varnar, allt frá Norðmönnum til Tyrkja. Af hverju erum við þá ekki tilbúin að gera það sama fyrir þessar þjóðir? Er það ekki siðferðislega rangt að krefja aðra um að fórna sér fyrir mann sjálfan en ekki öfugt? Ísland er eins og hver önnur smáborg í Evrópu með svipaðan mannfjölda og Bergen í Noregi. Hvernig myndu menn taka því ef Bergen tæki upp á því að segja: „Já nei, við ætlum ekki að vera með neina hermenn því við erum svo friðelskandi borg. Þið verðið samt að koma og verja okkur ef einhver ræðst á okkur. Við getum samt alveg hjálpað til með netöryggisvarnir og svoleiðis.“ Það væri fráleitt og gengi aldrei upp. Af hverju eigum við þá að vera stikkfrí? Af orðræðu Bandaríkjaforseta tel ég nokkuð augljóst að varnarsamningur okkar við Bandaríkin er marklaus og að samstaða NATÓ sé löskuð. Væntanlega myndi Trump ekki svara játandi ef einhver spyrði hann: „Myndir þú koma Íslandi til varnar, sem leggur lítið sem ekkert til eigin varnarmála?“ Hann myndi sjálfsagt ákveða að innlima landið líkt og Grænland, hundsa það ef Rússland gerði innrás eða krefja okkur um greiðslu fyrir varnirnar. Við erum í NATÓ og erum því ekki hlutlaus þjóð. Það hefur líka sýnt sig að það þýðir ekki að vera hlutlaus en hafa engan herafla til að verja hlutleysið. Við vorum hernumin um leið og seinni heimstyrjöld skall á og vorum heppin að það var af vinveittri þjóð sem tók aðeins yfir varnir landsins en ekki neitt meira. Svisslendingar hafa haldið hlutleysi sínu í gegnum tvær heimstyrjaldir með ríkri hefð um herskyldu. Í seinni heimstyrjöldinni gátu Svisslendingar kallað til 430.000 hermenn (10% þjóðarinnar) með stuðningi frá 210.000 manns til viðbótar. Það borgar sig ekki að ráðast inn í land þar sem stór hluti þjóðarinnar er í varaliðinu. Það er auðvelt að ímynda sér sviðsmyndir þar sem Ísland yrði skotmark ef átökin stigmagnast. Til dæmis ef Rússland ákveður að ráðast inn í Eystrasaltsríkin, fyrrum sambandsríki Sovétríkjanna, og heyja þar með stríð við NATÓ. Gefum okkur að hin Norðurlöndin myndu senda herafla til að styðja Eystrasaltsríkin en að Bandaríkin væru tvístígandi. Þá væri ráðlegast fyrir Rússland að hernema Ísland, enda engin fyrirstaða, til að skera á mögulegar vopnasendingar frá Bandaríkjunum til Evrópu og koma aftan að hinum Norðurlandaþjóðunum. Engin ein þjóð í Evrópu getur varist einsömul heldur verða Evrópuþjóðir að reiða sig á sameinaðan styrk. Þar skiptir miklu máli að allar 400.000 manna einingar leggi til herafla, hvort sem sú eining er land eins og Ísland eða borg eins og Bergen. Þúsund manna her frá Íslandi gæti riðið baggamuninn í vörnum Evrópu gegn innrás frá Rússlandi, t.d. í Eystrasaltslöndunum. Ef á okkur yrði ráðist þá dugir ekki að lögregla kalli til almenning sem hefur enga herþjálfun fengið. Ætlum við að treysta því að rjúpnaskytturnar reddi þessu? Ef einn rússneskur kafbátur dúkkar upp í Reykjavíkurhöfn með 50-100 hermönnum þá gætu þeir auðveldlega tekið yfir Alþingi, Stjórnarráðið og stjórn landsins. Það er klaufalegt og skammarlegt að maður geti ekki sjálfur gripið til vopna fyrir landið sitt. Margir spyrja hvort það myndi nokkru breyta ef Ísland væri með varnarher af því hann yrði svo lítill. En ég spyr þá á móti, þarf hann nokkuð að vera lítill? Ef hér væri innleidd almenn herskylda og flest okkar fengju herþjálfun, þá myndu Rússar hugsa sig tvisvar um áður en þeir réðust hingað inn. Þúsund manna herlið með tvö þúsund manna varalið myndi duga til að bægja helstu ógnum frá. Við stærri innrásir væri hægt að kalla inn þau sem hafa fengið herþjálfun en þau gætu hlaupið á tugum þúsunda ef herskylda væri almenn. Við skulum ekki leggja traust okkar á það að menn eins og Pútín, sem svífst greinilega einskis til að ná fram sinni heimsvaldastefnu, muni virða okkar æðri hugsjón um hlutlausa, herlausa og friðelskandi þjóð þegar á hólminn er komið. Höfundur er umhverfisverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur því verið velt upp hvort Ísland þurfi að koma upp varnarher í ljósi breyttra aðstæðna í heiminum. Í gegnum söguna hafa Íslendingar verið mótfallnir því en er það réttlætanlegt á ófriðartímum? Af hverju ætti einhver að senda hermenn til að verja okkur og fórna lífi sínu ef við gerum ekki slíkt hið sama? Ef á okkur yrði ráðist ættu NATÓ þjóðir að koma okkur til varnar, allt frá Norðmönnum til Tyrkja. Af hverju erum við þá ekki tilbúin að gera það sama fyrir þessar þjóðir? Er það ekki siðferðislega rangt að krefja aðra um að fórna sér fyrir mann sjálfan en ekki öfugt? Ísland er eins og hver önnur smáborg í Evrópu með svipaðan mannfjölda og Bergen í Noregi. Hvernig myndu menn taka því ef Bergen tæki upp á því að segja: „Já nei, við ætlum ekki að vera með neina hermenn því við erum svo friðelskandi borg. Þið verðið samt að koma og verja okkur ef einhver ræðst á okkur. Við getum samt alveg hjálpað til með netöryggisvarnir og svoleiðis.“ Það væri fráleitt og gengi aldrei upp. Af hverju eigum við þá að vera stikkfrí? Af orðræðu Bandaríkjaforseta tel ég nokkuð augljóst að varnarsamningur okkar við Bandaríkin er marklaus og að samstaða NATÓ sé löskuð. Væntanlega myndi Trump ekki svara játandi ef einhver spyrði hann: „Myndir þú koma Íslandi til varnar, sem leggur lítið sem ekkert til eigin varnarmála?“ Hann myndi sjálfsagt ákveða að innlima landið líkt og Grænland, hundsa það ef Rússland gerði innrás eða krefja okkur um greiðslu fyrir varnirnar. Við erum í NATÓ og erum því ekki hlutlaus þjóð. Það hefur líka sýnt sig að það þýðir ekki að vera hlutlaus en hafa engan herafla til að verja hlutleysið. Við vorum hernumin um leið og seinni heimstyrjöld skall á og vorum heppin að það var af vinveittri þjóð sem tók aðeins yfir varnir landsins en ekki neitt meira. Svisslendingar hafa haldið hlutleysi sínu í gegnum tvær heimstyrjaldir með ríkri hefð um herskyldu. Í seinni heimstyrjöldinni gátu Svisslendingar kallað til 430.000 hermenn (10% þjóðarinnar) með stuðningi frá 210.000 manns til viðbótar. Það borgar sig ekki að ráðast inn í land þar sem stór hluti þjóðarinnar er í varaliðinu. Það er auðvelt að ímynda sér sviðsmyndir þar sem Ísland yrði skotmark ef átökin stigmagnast. Til dæmis ef Rússland ákveður að ráðast inn í Eystrasaltsríkin, fyrrum sambandsríki Sovétríkjanna, og heyja þar með stríð við NATÓ. Gefum okkur að hin Norðurlöndin myndu senda herafla til að styðja Eystrasaltsríkin en að Bandaríkin væru tvístígandi. Þá væri ráðlegast fyrir Rússland að hernema Ísland, enda engin fyrirstaða, til að skera á mögulegar vopnasendingar frá Bandaríkjunum til Evrópu og koma aftan að hinum Norðurlandaþjóðunum. Engin ein þjóð í Evrópu getur varist einsömul heldur verða Evrópuþjóðir að reiða sig á sameinaðan styrk. Þar skiptir miklu máli að allar 400.000 manna einingar leggi til herafla, hvort sem sú eining er land eins og Ísland eða borg eins og Bergen. Þúsund manna her frá Íslandi gæti riðið baggamuninn í vörnum Evrópu gegn innrás frá Rússlandi, t.d. í Eystrasaltslöndunum. Ef á okkur yrði ráðist þá dugir ekki að lögregla kalli til almenning sem hefur enga herþjálfun fengið. Ætlum við að treysta því að rjúpnaskytturnar reddi þessu? Ef einn rússneskur kafbátur dúkkar upp í Reykjavíkurhöfn með 50-100 hermönnum þá gætu þeir auðveldlega tekið yfir Alþingi, Stjórnarráðið og stjórn landsins. Það er klaufalegt og skammarlegt að maður geti ekki sjálfur gripið til vopna fyrir landið sitt. Margir spyrja hvort það myndi nokkru breyta ef Ísland væri með varnarher af því hann yrði svo lítill. En ég spyr þá á móti, þarf hann nokkuð að vera lítill? Ef hér væri innleidd almenn herskylda og flest okkar fengju herþjálfun, þá myndu Rússar hugsa sig tvisvar um áður en þeir réðust hingað inn. Þúsund manna herlið með tvö þúsund manna varalið myndi duga til að bægja helstu ógnum frá. Við stærri innrásir væri hægt að kalla inn þau sem hafa fengið herþjálfun en þau gætu hlaupið á tugum þúsunda ef herskylda væri almenn. Við skulum ekki leggja traust okkar á það að menn eins og Pútín, sem svífst greinilega einskis til að ná fram sinni heimsvaldastefnu, muni virða okkar æðri hugsjón um hlutlausa, herlausa og friðelskandi þjóð þegar á hólminn er komið. Höfundur er umhverfisverkfræðingur.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun