Stækkum Skógarlund! Elsa María Guðmundsdóttir skrifar 26. mars 2025 13:01 Í Skógarlundi á Akureyri rekur Akureyrarbær vinnustað þar sem veitt er þjónusta til fólks með langvarandi stuðningsþarfir skv. lögum nr. 38/2018. Fullorðnir einstaklingar stunda virkni og vinnu á skilgreindum vinnusvæðum ásamt því að stutt er við ýmsa félagslega þætti, umönnun og afþreyingu. Einnig er framleidd í Skógarlundi listræn gjafavara af ýmsu tagi. Hópurinn sem kemur í Skógarlund er mjög fjölbreyttur, stuðningsþarfir margvíslegar og því er starfið í sífelldri þróun. Húsnæði Skógarlundar var tekið í notkun árið 1996. Starfsemin fluttist þá frá Sólborg en þar hafði hún hafist árið 1992. Skógarlundur er í dag um 550 fm. að stærð og hefur staðið óbreytt frá þessum fyrstu árum. Nú er staðan hins vegar sú að bæði er biðlisti eftir þjónustu og sum sem sækja Skógarlund ná ekki fullum þjónustutíma. Viðmið um þjónustutíma eru 4 klst. á dag. Til að geta veitt þá lágmarksþjónustu sem skilgreind er í lögum, ásamt því að mæta mjög ólíkum þörfum, er bráðnauðsynlegt að byggja við húsnæði Skógarlundar. Lóðaplássið er til staðar og hugmyndir að stækkun hafa oft verið viðraðar áður. Nú er ekki hægt að fresta þeim áformum mikið lengur. Ýmis jákvæð samlegðaráhrif verða við stækkun. Fækkun verður á biðlista, hægt verður að veita betri þjónustu til fólks sem notar hjólastóla og önnur hjálpartæki, t.d. til vinnu og virkni. Eins verður hægt að nýta plássið fyrir þá sem nú þegar eru í þjónustu í Skógarlundi og þurfa aukna fjölbreytni eða tilbreytingu í virkni eða vinnu. Eins er líklegt að hægt verði að taka inn einstaklinga, á Plastiðjunni Bjargi Iðjulundi, með minnkandi vinnugetu og fækka á biðlistum þar. Ég óska þess að Akureyrarbær standi sem allra best að þjónustu við fatlað fólk. Faglegt starf og húsnæði við hæfi spilar þar lykilhlutverk. Hefjum því undirbúning að stækkun Skógarlundar sem allra fyrst. Höfundur situr í velferðarráði Akureyrarbæjar fyrir hönd Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Samfylkingin Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í Skógarlundi á Akureyri rekur Akureyrarbær vinnustað þar sem veitt er þjónusta til fólks með langvarandi stuðningsþarfir skv. lögum nr. 38/2018. Fullorðnir einstaklingar stunda virkni og vinnu á skilgreindum vinnusvæðum ásamt því að stutt er við ýmsa félagslega þætti, umönnun og afþreyingu. Einnig er framleidd í Skógarlundi listræn gjafavara af ýmsu tagi. Hópurinn sem kemur í Skógarlund er mjög fjölbreyttur, stuðningsþarfir margvíslegar og því er starfið í sífelldri þróun. Húsnæði Skógarlundar var tekið í notkun árið 1996. Starfsemin fluttist þá frá Sólborg en þar hafði hún hafist árið 1992. Skógarlundur er í dag um 550 fm. að stærð og hefur staðið óbreytt frá þessum fyrstu árum. Nú er staðan hins vegar sú að bæði er biðlisti eftir þjónustu og sum sem sækja Skógarlund ná ekki fullum þjónustutíma. Viðmið um þjónustutíma eru 4 klst. á dag. Til að geta veitt þá lágmarksþjónustu sem skilgreind er í lögum, ásamt því að mæta mjög ólíkum þörfum, er bráðnauðsynlegt að byggja við húsnæði Skógarlundar. Lóðaplássið er til staðar og hugmyndir að stækkun hafa oft verið viðraðar áður. Nú er ekki hægt að fresta þeim áformum mikið lengur. Ýmis jákvæð samlegðaráhrif verða við stækkun. Fækkun verður á biðlista, hægt verður að veita betri þjónustu til fólks sem notar hjólastóla og önnur hjálpartæki, t.d. til vinnu og virkni. Eins verður hægt að nýta plássið fyrir þá sem nú þegar eru í þjónustu í Skógarlundi og þurfa aukna fjölbreytni eða tilbreytingu í virkni eða vinnu. Eins er líklegt að hægt verði að taka inn einstaklinga, á Plastiðjunni Bjargi Iðjulundi, með minnkandi vinnugetu og fækka á biðlistum þar. Ég óska þess að Akureyrarbær standi sem allra best að þjónustu við fatlað fólk. Faglegt starf og húsnæði við hæfi spilar þar lykilhlutverk. Hefjum því undirbúning að stækkun Skógarlundar sem allra fyrst. Höfundur situr í velferðarráði Akureyrarbæjar fyrir hönd Samfylkingarinnar.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar