Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar 26. mars 2025 13:01 Hvernig tryggir lítil þjóð öryggi sitt og varnir í heimi vaxandi spennu? Hver er staða Íslands í alþjóðlegu öryggis- og varnarsamstarfi í dag? Ísland hefur lengi búið við þá forréttindastöðu að vera eitt friðsælasta og öruggasta land í heim og því getur verið fjarri okkur að þurfa að leita svara við slíkum spurningum. Staðreyndin er sú að öryggisumhverfi Íslands hefur gjörbreyst á skömmum tíma eftir innrás Rússlands í Úkraínu, átökin fyrir botni Miðjarðarhafs og þeirri breyttu heimsmynd sem af þessu leiðir. Á sama tíma er uppi alvarleg staða hér innanlands sem birtist m.a. umfangi skipulagðrar brotastarfsemi, alvarlegum líkamsárásum og manndrápum, auk hrinu eldgosa á Reykjanesinu auk annarrar náttúruvár á síðustu árum. Ísland er herlaust land, og eina NATO ríkið í slíkri stöðu. Sú skipan mála hefur í för með sér aðra nálgun, þar sem borgaralegar varnir gegna lykilhlutverki ef ógn steðjar að. Í stað hefðbundinna varna reiðum við okkur á samhæft kerfi viðbragðsaðila og alþjóðlega samvinnu sem miðar að því að takast á við fjölþættar ógnir. Almannavarnarsvið ríkislögreglustjóra er hornsteinn í öryggiskerfi landsins á neyðartímum. Þar er samhæft viðbragð lögregluembættanna auk annarra viðbragðsaðila við náttúruhamförum, óveðrum, heilbrigðisógnum, og jafnvel alvarlegum ofbeldisatvikum. Þessi reynsla hefur skapað færni og þekkingu sem kann að gera okkur betur kleift að takast á við neyðarástand en mögulega stærri þjóðir með herafla. Á sjó og í lofti gegnir Landhelgisgæslan, önnur borgaraleg stofnun, lykilhlutverki í öryggi landsins með ábyrgð á löggæslu og eftirliti, við leit og björgun og siglingaöryggi í góðri samvinnu við viðbragðsaðila á landi. Fjölþáttaógnir hafa aukist með breyttri heimsmynd og fellur verulegur hluti þeirra ógna beint undir það sem greiningardeild ríkislögreglustjóra á að vinna gegn; undirróður, upplýsingafölsun, ólögleg upplýsingaöflun, netárásir, veiking mikilvægra innviða og skerðing opinberrar þjónustu. Góð samvinna við CERT-IS, netöryggissveit Íslands, skiptir þar miklu máli svo efla megi viðnámsþrótt mikilvægra innviða og samfélagsins alls gegn netárásum og öðrum netógnum. Alþjóðlegt samstarf gegnir lykilhlutverki í öryggis- og varnarmálum landsins og ekki síður í baráttunni við skipulagða brotastarfsemi. Í gegnum samstarfið fáum við aðgang að upplýsingum, þekkingu og kerfum. Algengt er að nefna þar helst NATO og tvíhliða varnarsamninginn, en ekki má gleyma fjölbreyttu borgaralegu samstarfi milli Norðurlandanna, Europol, Frontex, Schengen, Interpol, samstarfi almannavarna í Evrópu o.s.frv. Sagan hefur kennt okkur að hagkvæm nýting þess sem við höfum, öflugar borgaralegar varnir og alþjóðleg samvinna hefur verið árangursrík leið fyrir litla herlausa þjóð til að tryggja öryggi sitt. Á morgun, fimmtudag, stendur embætti ríkislögreglustjóra fyrir ráðstefnu um öryggismál á Íslandi þar sem við veltum meðal annars upp þessum spurningum upp og hvort að slík nálgun geti reynst okkur áfram vel. Ráðstefnan verður í beinu streymi en slóðina má finna hér. Höfundur er ríkislögreglustjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Björk Guðjónsdóttir Öryggis- og varnarmál Lögreglan Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig tryggir lítil þjóð öryggi sitt og varnir í heimi vaxandi spennu? Hver er staða Íslands í alþjóðlegu öryggis- og varnarsamstarfi í dag? Ísland hefur lengi búið við þá forréttindastöðu að vera eitt friðsælasta og öruggasta land í heim og því getur verið fjarri okkur að þurfa að leita svara við slíkum spurningum. Staðreyndin er sú að öryggisumhverfi Íslands hefur gjörbreyst á skömmum tíma eftir innrás Rússlands í Úkraínu, átökin fyrir botni Miðjarðarhafs og þeirri breyttu heimsmynd sem af þessu leiðir. Á sama tíma er uppi alvarleg staða hér innanlands sem birtist m.a. umfangi skipulagðrar brotastarfsemi, alvarlegum líkamsárásum og manndrápum, auk hrinu eldgosa á Reykjanesinu auk annarrar náttúruvár á síðustu árum. Ísland er herlaust land, og eina NATO ríkið í slíkri stöðu. Sú skipan mála hefur í för með sér aðra nálgun, þar sem borgaralegar varnir gegna lykilhlutverki ef ógn steðjar að. Í stað hefðbundinna varna reiðum við okkur á samhæft kerfi viðbragðsaðila og alþjóðlega samvinnu sem miðar að því að takast á við fjölþættar ógnir. Almannavarnarsvið ríkislögreglustjóra er hornsteinn í öryggiskerfi landsins á neyðartímum. Þar er samhæft viðbragð lögregluembættanna auk annarra viðbragðsaðila við náttúruhamförum, óveðrum, heilbrigðisógnum, og jafnvel alvarlegum ofbeldisatvikum. Þessi reynsla hefur skapað færni og þekkingu sem kann að gera okkur betur kleift að takast á við neyðarástand en mögulega stærri þjóðir með herafla. Á sjó og í lofti gegnir Landhelgisgæslan, önnur borgaraleg stofnun, lykilhlutverki í öryggi landsins með ábyrgð á löggæslu og eftirliti, við leit og björgun og siglingaöryggi í góðri samvinnu við viðbragðsaðila á landi. Fjölþáttaógnir hafa aukist með breyttri heimsmynd og fellur verulegur hluti þeirra ógna beint undir það sem greiningardeild ríkislögreglustjóra á að vinna gegn; undirróður, upplýsingafölsun, ólögleg upplýsingaöflun, netárásir, veiking mikilvægra innviða og skerðing opinberrar þjónustu. Góð samvinna við CERT-IS, netöryggissveit Íslands, skiptir þar miklu máli svo efla megi viðnámsþrótt mikilvægra innviða og samfélagsins alls gegn netárásum og öðrum netógnum. Alþjóðlegt samstarf gegnir lykilhlutverki í öryggis- og varnarmálum landsins og ekki síður í baráttunni við skipulagða brotastarfsemi. Í gegnum samstarfið fáum við aðgang að upplýsingum, þekkingu og kerfum. Algengt er að nefna þar helst NATO og tvíhliða varnarsamninginn, en ekki má gleyma fjölbreyttu borgaralegu samstarfi milli Norðurlandanna, Europol, Frontex, Schengen, Interpol, samstarfi almannavarna í Evrópu o.s.frv. Sagan hefur kennt okkur að hagkvæm nýting þess sem við höfum, öflugar borgaralegar varnir og alþjóðleg samvinna hefur verið árangursrík leið fyrir litla herlausa þjóð til að tryggja öryggi sitt. Á morgun, fimmtudag, stendur embætti ríkislögreglustjóra fyrir ráðstefnu um öryggismál á Íslandi þar sem við veltum meðal annars upp þessum spurningum upp og hvort að slík nálgun geti reynst okkur áfram vel. Ráðstefnan verður í beinu streymi en slóðina má finna hér. Höfundur er ríkislögreglustjóri.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun