Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar 26. mars 2025 13:01 Hvernig tryggir lítil þjóð öryggi sitt og varnir í heimi vaxandi spennu? Hver er staða Íslands í alþjóðlegu öryggis- og varnarsamstarfi í dag? Ísland hefur lengi búið við þá forréttindastöðu að vera eitt friðsælasta og öruggasta land í heim og því getur verið fjarri okkur að þurfa að leita svara við slíkum spurningum. Staðreyndin er sú að öryggisumhverfi Íslands hefur gjörbreyst á skömmum tíma eftir innrás Rússlands í Úkraínu, átökin fyrir botni Miðjarðarhafs og þeirri breyttu heimsmynd sem af þessu leiðir. Á sama tíma er uppi alvarleg staða hér innanlands sem birtist m.a. umfangi skipulagðrar brotastarfsemi, alvarlegum líkamsárásum og manndrápum, auk hrinu eldgosa á Reykjanesinu auk annarrar náttúruvár á síðustu árum. Ísland er herlaust land, og eina NATO ríkið í slíkri stöðu. Sú skipan mála hefur í för með sér aðra nálgun, þar sem borgaralegar varnir gegna lykilhlutverki ef ógn steðjar að. Í stað hefðbundinna varna reiðum við okkur á samhæft kerfi viðbragðsaðila og alþjóðlega samvinnu sem miðar að því að takast á við fjölþættar ógnir. Almannavarnarsvið ríkislögreglustjóra er hornsteinn í öryggiskerfi landsins á neyðartímum. Þar er samhæft viðbragð lögregluembættanna auk annarra viðbragðsaðila við náttúruhamförum, óveðrum, heilbrigðisógnum, og jafnvel alvarlegum ofbeldisatvikum. Þessi reynsla hefur skapað færni og þekkingu sem kann að gera okkur betur kleift að takast á við neyðarástand en mögulega stærri þjóðir með herafla. Á sjó og í lofti gegnir Landhelgisgæslan, önnur borgaraleg stofnun, lykilhlutverki í öryggi landsins með ábyrgð á löggæslu og eftirliti, við leit og björgun og siglingaöryggi í góðri samvinnu við viðbragðsaðila á landi. Fjölþáttaógnir hafa aukist með breyttri heimsmynd og fellur verulegur hluti þeirra ógna beint undir það sem greiningardeild ríkislögreglustjóra á að vinna gegn; undirróður, upplýsingafölsun, ólögleg upplýsingaöflun, netárásir, veiking mikilvægra innviða og skerðing opinberrar þjónustu. Góð samvinna við CERT-IS, netöryggissveit Íslands, skiptir þar miklu máli svo efla megi viðnámsþrótt mikilvægra innviða og samfélagsins alls gegn netárásum og öðrum netógnum. Alþjóðlegt samstarf gegnir lykilhlutverki í öryggis- og varnarmálum landsins og ekki síður í baráttunni við skipulagða brotastarfsemi. Í gegnum samstarfið fáum við aðgang að upplýsingum, þekkingu og kerfum. Algengt er að nefna þar helst NATO og tvíhliða varnarsamninginn, en ekki má gleyma fjölbreyttu borgaralegu samstarfi milli Norðurlandanna, Europol, Frontex, Schengen, Interpol, samstarfi almannavarna í Evrópu o.s.frv. Sagan hefur kennt okkur að hagkvæm nýting þess sem við höfum, öflugar borgaralegar varnir og alþjóðleg samvinna hefur verið árangursrík leið fyrir litla herlausa þjóð til að tryggja öryggi sitt. Á morgun, fimmtudag, stendur embætti ríkislögreglustjóra fyrir ráðstefnu um öryggismál á Íslandi þar sem við veltum meðal annars upp þessum spurningum upp og hvort að slík nálgun geti reynst okkur áfram vel. Ráðstefnan verður í beinu streymi en slóðina má finna hér. Höfundur er ríkislögreglustjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Björk Guðjónsdóttir Öryggis- og varnarmál Lögreglan Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig tryggir lítil þjóð öryggi sitt og varnir í heimi vaxandi spennu? Hver er staða Íslands í alþjóðlegu öryggis- og varnarsamstarfi í dag? Ísland hefur lengi búið við þá forréttindastöðu að vera eitt friðsælasta og öruggasta land í heim og því getur verið fjarri okkur að þurfa að leita svara við slíkum spurningum. Staðreyndin er sú að öryggisumhverfi Íslands hefur gjörbreyst á skömmum tíma eftir innrás Rússlands í Úkraínu, átökin fyrir botni Miðjarðarhafs og þeirri breyttu heimsmynd sem af þessu leiðir. Á sama tíma er uppi alvarleg staða hér innanlands sem birtist m.a. umfangi skipulagðrar brotastarfsemi, alvarlegum líkamsárásum og manndrápum, auk hrinu eldgosa á Reykjanesinu auk annarrar náttúruvár á síðustu árum. Ísland er herlaust land, og eina NATO ríkið í slíkri stöðu. Sú skipan mála hefur í för með sér aðra nálgun, þar sem borgaralegar varnir gegna lykilhlutverki ef ógn steðjar að. Í stað hefðbundinna varna reiðum við okkur á samhæft kerfi viðbragðsaðila og alþjóðlega samvinnu sem miðar að því að takast á við fjölþættar ógnir. Almannavarnarsvið ríkislögreglustjóra er hornsteinn í öryggiskerfi landsins á neyðartímum. Þar er samhæft viðbragð lögregluembættanna auk annarra viðbragðsaðila við náttúruhamförum, óveðrum, heilbrigðisógnum, og jafnvel alvarlegum ofbeldisatvikum. Þessi reynsla hefur skapað færni og þekkingu sem kann að gera okkur betur kleift að takast á við neyðarástand en mögulega stærri þjóðir með herafla. Á sjó og í lofti gegnir Landhelgisgæslan, önnur borgaraleg stofnun, lykilhlutverki í öryggi landsins með ábyrgð á löggæslu og eftirliti, við leit og björgun og siglingaöryggi í góðri samvinnu við viðbragðsaðila á landi. Fjölþáttaógnir hafa aukist með breyttri heimsmynd og fellur verulegur hluti þeirra ógna beint undir það sem greiningardeild ríkislögreglustjóra á að vinna gegn; undirróður, upplýsingafölsun, ólögleg upplýsingaöflun, netárásir, veiking mikilvægra innviða og skerðing opinberrar þjónustu. Góð samvinna við CERT-IS, netöryggissveit Íslands, skiptir þar miklu máli svo efla megi viðnámsþrótt mikilvægra innviða og samfélagsins alls gegn netárásum og öðrum netógnum. Alþjóðlegt samstarf gegnir lykilhlutverki í öryggis- og varnarmálum landsins og ekki síður í baráttunni við skipulagða brotastarfsemi. Í gegnum samstarfið fáum við aðgang að upplýsingum, þekkingu og kerfum. Algengt er að nefna þar helst NATO og tvíhliða varnarsamninginn, en ekki má gleyma fjölbreyttu borgaralegu samstarfi milli Norðurlandanna, Europol, Frontex, Schengen, Interpol, samstarfi almannavarna í Evrópu o.s.frv. Sagan hefur kennt okkur að hagkvæm nýting þess sem við höfum, öflugar borgaralegar varnir og alþjóðleg samvinna hefur verið árangursrík leið fyrir litla herlausa þjóð til að tryggja öryggi sitt. Á morgun, fimmtudag, stendur embætti ríkislögreglustjóra fyrir ráðstefnu um öryggismál á Íslandi þar sem við veltum meðal annars upp þessum spurningum upp og hvort að slík nálgun geti reynst okkur áfram vel. Ráðstefnan verður í beinu streymi en slóðina má finna hér. Höfundur er ríkislögreglustjóri.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun