Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir, Elín Karlsdóttir, Guðni Thorlacius, Gunnar Ásgrímsson og Georg Orlov Guðmundsson skrifa 26. mars 2025 10:32 Í dag og á morgun kjósum við næsta rektor Háskóla Íslands. Við erum hópur stúdenta af ólíkum fræðasviðum háskólans, sem öll eigum það sameiginlegt að styðja Silju Báru Ómarsdóttur í rektorskosningunum - og hvetjum aðra stúdenta til að gera slíkt hið sama. Það skiptir raunverulegu máli fyrir okkur stúdenta hver verður næsti rektor, og Silja Bára er ekki bara frábær kostur heldur er atkvæði til hennar atkvæði sem tryggir háskóla þar sem hlustað er á stúdenta og velferð okkar er sett á oddinn. Við kjósum Silju Báru vegna þess að: Jafnrétti og aðgengi að námi eru forgangsmál hjá Silju Báru. Stúdentar eru fjölbreyttur hópur fólks með ólíkan bakgrunn, skyldur og aðstæður. Hún mun tryggja að háskólinn sé ekki aðeins staður fyrir þá sem falla í hefðbundið mynstur náms, heldur einnig fyrir þá sem þurfa aukinn sveigjanleika, stuðning og aðlögun til að ná árangri. Geðheilbrigðis þjónusta fyrir stúdenta er grundvallaratriði – og það er margt sem þarf að laga. Silja Bára skilur að háskólinn gegnir lykilhlutverki í að hlúa að geðheilbrigði og félagslífi nemenda, en líka að hann geti ekki staðið einn í því verkefni. Hún mun þrýsta á stjórnvöld að koma með aukið fjármagn inn í geðheilbrigðismál innan veggja skólans, sem er grundvöllur þess að hægt sé að bæta geðheilbrigðisþjónustu fyrir nemendur. Nám á að vera lifandi og kennsla nýstárleg – og með Silju Báru í forystu mun Háskólinn mæta nemendum þar sem þau standa og leiða þróun kennsluhátta með framsýnum aðferðum. Hún er vinsæll kennari og það er ekki að ástæðulausu. Hún hefur í störfum sínum lagt áherslu á að tengja námið við málefni líðandi stundar og veitt nemendum tækifæri til að dýpka skilning sinn á viðfangsefnum þess. Háskólinn á að vera bakhjarl stúdenta . Ein af lykiláherslum Silju Báru er skýr afstaða hennar til hagsmunabaráttu stúdenta. Hún mun ekki bara hlusta á raddir okkar og áhyggjur, heldur styðja okkur með formlegum aðgerðum – því Háskóli Íslands getur, og á, að nýta stöðu sína til að tala fyrir bættri velferð, húsnæðisöryggi og fjárhagslegum stöðugleika stúdenta. Félagsvísindalegur bakgrunnur er dýrmætur í forystuHáskólans á þessum tímamótum, þegar samfélagsleg spenna, hraðari breytingar og vaxandi áskoranir kalla á yfirvegaða og framsýna forystu. Háskólastofnanir standa frammi fyrir stórum spurningum um jöfnuð, gagnrýna hugsun, sjálfbærni og lýðræði. Það eru mál sem krefjast rektors sem skilur þau í djúpu samhengi og nálgast þau með mannúð og félagsvísindalegri sýn. Ný nálgun á stjórnun Háskólans á aðbyggja áauknu gagnsæi, trausti og ferskari sýn. Silja Bára vill háskóla þar sem nemendur, stjórnsýslan og akademían koma öll jöfn að borðinu. Hún vill efla samtal og samstarf og skapa menningu þar sem ólíkar raddir fá að heyrast og vinna saman að sameiginlegum markmiðum. Kjarninn er sá að Silja Bára sér hagsmuni stúdenta og hagsmuni háskólans sem eitt. Án sterks og virks stúdentasamfélags getur háskólinn ekki blómstrað, og öfugt. Þess vegna skiptir máli hver leiðir hann. Silja Bára er rétti leiðtoginn á þessum tímapunkti, fyrir nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands en ekki síður fyrir samfélagið. Nýtum kosningaréttinn - það er kosið á Uglunni til kl. 17 á morgun og það tekur enga stund að kjósa! Katla Ólafsdóttir, nemi á Félagsvísindasviði Elín Karlsdóttir, nemi á Heilbrigðisvísindasviði Guðni Thorlacius, nemi á Hugvísindasviði Gunnar Ásgrímsson, nemi á Menntavísindasviði Georg Orlov Guðmundsson, nemi á Verkfræði- og náttúruvísindasviði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Skoðun Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Sjá meira
Í dag og á morgun kjósum við næsta rektor Háskóla Íslands. Við erum hópur stúdenta af ólíkum fræðasviðum háskólans, sem öll eigum það sameiginlegt að styðja Silju Báru Ómarsdóttur í rektorskosningunum - og hvetjum aðra stúdenta til að gera slíkt hið sama. Það skiptir raunverulegu máli fyrir okkur stúdenta hver verður næsti rektor, og Silja Bára er ekki bara frábær kostur heldur er atkvæði til hennar atkvæði sem tryggir háskóla þar sem hlustað er á stúdenta og velferð okkar er sett á oddinn. Við kjósum Silju Báru vegna þess að: Jafnrétti og aðgengi að námi eru forgangsmál hjá Silju Báru. Stúdentar eru fjölbreyttur hópur fólks með ólíkan bakgrunn, skyldur og aðstæður. Hún mun tryggja að háskólinn sé ekki aðeins staður fyrir þá sem falla í hefðbundið mynstur náms, heldur einnig fyrir þá sem þurfa aukinn sveigjanleika, stuðning og aðlögun til að ná árangri. Geðheilbrigðis þjónusta fyrir stúdenta er grundvallaratriði – og það er margt sem þarf að laga. Silja Bára skilur að háskólinn gegnir lykilhlutverki í að hlúa að geðheilbrigði og félagslífi nemenda, en líka að hann geti ekki staðið einn í því verkefni. Hún mun þrýsta á stjórnvöld að koma með aukið fjármagn inn í geðheilbrigðismál innan veggja skólans, sem er grundvöllur þess að hægt sé að bæta geðheilbrigðisþjónustu fyrir nemendur. Nám á að vera lifandi og kennsla nýstárleg – og með Silju Báru í forystu mun Háskólinn mæta nemendum þar sem þau standa og leiða þróun kennsluhátta með framsýnum aðferðum. Hún er vinsæll kennari og það er ekki að ástæðulausu. Hún hefur í störfum sínum lagt áherslu á að tengja námið við málefni líðandi stundar og veitt nemendum tækifæri til að dýpka skilning sinn á viðfangsefnum þess. Háskólinn á að vera bakhjarl stúdenta . Ein af lykiláherslum Silju Báru er skýr afstaða hennar til hagsmunabaráttu stúdenta. Hún mun ekki bara hlusta á raddir okkar og áhyggjur, heldur styðja okkur með formlegum aðgerðum – því Háskóli Íslands getur, og á, að nýta stöðu sína til að tala fyrir bættri velferð, húsnæðisöryggi og fjárhagslegum stöðugleika stúdenta. Félagsvísindalegur bakgrunnur er dýrmætur í forystuHáskólans á þessum tímamótum, þegar samfélagsleg spenna, hraðari breytingar og vaxandi áskoranir kalla á yfirvegaða og framsýna forystu. Háskólastofnanir standa frammi fyrir stórum spurningum um jöfnuð, gagnrýna hugsun, sjálfbærni og lýðræði. Það eru mál sem krefjast rektors sem skilur þau í djúpu samhengi og nálgast þau með mannúð og félagsvísindalegri sýn. Ný nálgun á stjórnun Háskólans á aðbyggja áauknu gagnsæi, trausti og ferskari sýn. Silja Bára vill háskóla þar sem nemendur, stjórnsýslan og akademían koma öll jöfn að borðinu. Hún vill efla samtal og samstarf og skapa menningu þar sem ólíkar raddir fá að heyrast og vinna saman að sameiginlegum markmiðum. Kjarninn er sá að Silja Bára sér hagsmuni stúdenta og hagsmuni háskólans sem eitt. Án sterks og virks stúdentasamfélags getur háskólinn ekki blómstrað, og öfugt. Þess vegna skiptir máli hver leiðir hann. Silja Bára er rétti leiðtoginn á þessum tímapunkti, fyrir nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands en ekki síður fyrir samfélagið. Nýtum kosningaréttinn - það er kosið á Uglunni til kl. 17 á morgun og það tekur enga stund að kjósa! Katla Ólafsdóttir, nemi á Félagsvísindasviði Elín Karlsdóttir, nemi á Heilbrigðisvísindasviði Guðni Thorlacius, nemi á Hugvísindasviði Gunnar Ásgrímsson, nemi á Menntavísindasviði Georg Orlov Guðmundsson, nemi á Verkfræði- og náttúruvísindasviði
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun