Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar 25. mars 2025 11:31 Nú standa yfir rektorskosningar við HÍ – atkvæðisbærir eru starfsfólk skólans og nemendur. Komið er fram í aðra umferð og þetta orðið einvígi! Það er jákvætt að í stærsta akademíska samfélagi þjóðarinnar velji þegnar þess sér leiðtoga/þjón/forystusauð eða ær. Það er mjög valdeflandi fyrir starfsfólk og nemendur og hluti af þeirri hugmynd að HÍ sé sjálfstætt samfélag. Skerpir á því sem er sameiginlegt (eða hvað, sjá neðar). Allir frambjóðendur voru og eru vel hæfir og gætu allir hafa staðið sig vel (nýyrði - forystuauður). Bæði Magnús og Silja eru góð rektorsefni og munu geta talað máli háskólasamfélagsins út á við og tekist á við þær áskoranir sem það stendur frammi fyrir. Eins og í flestum kosningum þá skapast mikil umræða m.a. um hlutverk HÍ (víðtækt!) og stöðu HÍ (bagaleg!), hvað má betur fara og hvað er ágætlega gert (margt!). Þessi umræða smitar út frá sér til almennings og til stjórnvalda. Og einhver blæbrigðamunur er í stefnu þeirra sem bjóða sig fram og þeir hafa sjálfir efalaust lært mikið um það hvernig HÍ er uppbyggður og hvar skóinn kreppir. Hluti af umræðunni undarfarnar vikur er þó af öðrum toga og ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum sem les þessi orð. Hér er átt við straum af yfirlýsingum um ágæti einstaka frambjóðenda og yfirlýsingar um stuðning. HÍ er líka skipt í svið og deildir (herdeildir?) og ljóst er að margir skipa sér í hóp fyrst og fremst eftir því – styðja sinn fulltrúa. Með réttu eða líklega röngu á þeirri forsendu að hann skilji best og geti því sinnt best sínu sviði/fólki. Þeir lýsa yfir stuðningi og mæra mannskosti eins. Slíkur stuðningur er talinn eðlilegur en ef frambjóðendur eru svipað hæfir og stefnumál nánast þau sömu – hvað er þá stuðningurinn annað en það að hafna hinum? Við þetta má bæta kosningaherferðum – endurteknum úthringingum, uppákomum, bæklingum, veggspjöldum, tiktok þetta og tiktok hitt. Kapp er hlaupið í frambjóðendur eða kannski frekar stuðningsfólk, enginn vill vera sá sem er með minnstan yfirlýstan stuðning eða fæstar auglýsingar! Mörgum er ofboðið en þetta er leikjafræði djöfulsins, ef einn gerir mikið, þá þurfa hinir að gera það líka til að vera með. Þannig að kosningar sem ættu að snúast um það sem er sameiginlegt og að finna sameiginlegan þjónandi leiðtoga, fara að snúast um það sem aðskilur. Líkt og prófkjör geta farið illa í stjórnmálaflokka, skapar þetta hættu á óeiningu. Það væri því HÍ til framdráttar að í næstu rektorskosningum reyni frambjóðendur að samstilla betur strengi sína og að þeir sem kjósi beri stuðning sinn (og harm) frekar í hljóði. Sérstaklega ef enginn áþreifanlegur munur er á stefnu. Það ætti ekki að koma niður á mikilvægri umræðu en vera öllum til hagsbóta, ekki síst samstöðu innan skólans. Sem er einmitt eitt af því sem mætti vera meira af. Höfundur er prófessor við HÍ og styður alla til góðra verka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Nú standa yfir rektorskosningar við HÍ – atkvæðisbærir eru starfsfólk skólans og nemendur. Komið er fram í aðra umferð og þetta orðið einvígi! Það er jákvætt að í stærsta akademíska samfélagi þjóðarinnar velji þegnar þess sér leiðtoga/þjón/forystusauð eða ær. Það er mjög valdeflandi fyrir starfsfólk og nemendur og hluti af þeirri hugmynd að HÍ sé sjálfstætt samfélag. Skerpir á því sem er sameiginlegt (eða hvað, sjá neðar). Allir frambjóðendur voru og eru vel hæfir og gætu allir hafa staðið sig vel (nýyrði - forystuauður). Bæði Magnús og Silja eru góð rektorsefni og munu geta talað máli háskólasamfélagsins út á við og tekist á við þær áskoranir sem það stendur frammi fyrir. Eins og í flestum kosningum þá skapast mikil umræða m.a. um hlutverk HÍ (víðtækt!) og stöðu HÍ (bagaleg!), hvað má betur fara og hvað er ágætlega gert (margt!). Þessi umræða smitar út frá sér til almennings og til stjórnvalda. Og einhver blæbrigðamunur er í stefnu þeirra sem bjóða sig fram og þeir hafa sjálfir efalaust lært mikið um það hvernig HÍ er uppbyggður og hvar skóinn kreppir. Hluti af umræðunni undarfarnar vikur er þó af öðrum toga og ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum sem les þessi orð. Hér er átt við straum af yfirlýsingum um ágæti einstaka frambjóðenda og yfirlýsingar um stuðning. HÍ er líka skipt í svið og deildir (herdeildir?) og ljóst er að margir skipa sér í hóp fyrst og fremst eftir því – styðja sinn fulltrúa. Með réttu eða líklega röngu á þeirri forsendu að hann skilji best og geti því sinnt best sínu sviði/fólki. Þeir lýsa yfir stuðningi og mæra mannskosti eins. Slíkur stuðningur er talinn eðlilegur en ef frambjóðendur eru svipað hæfir og stefnumál nánast þau sömu – hvað er þá stuðningurinn annað en það að hafna hinum? Við þetta má bæta kosningaherferðum – endurteknum úthringingum, uppákomum, bæklingum, veggspjöldum, tiktok þetta og tiktok hitt. Kapp er hlaupið í frambjóðendur eða kannski frekar stuðningsfólk, enginn vill vera sá sem er með minnstan yfirlýstan stuðning eða fæstar auglýsingar! Mörgum er ofboðið en þetta er leikjafræði djöfulsins, ef einn gerir mikið, þá þurfa hinir að gera það líka til að vera með. Þannig að kosningar sem ættu að snúast um það sem er sameiginlegt og að finna sameiginlegan þjónandi leiðtoga, fara að snúast um það sem aðskilur. Líkt og prófkjör geta farið illa í stjórnmálaflokka, skapar þetta hættu á óeiningu. Það væri því HÍ til framdráttar að í næstu rektorskosningum reyni frambjóðendur að samstilla betur strengi sína og að þeir sem kjósi beri stuðning sinn (og harm) frekar í hljóði. Sérstaklega ef enginn áþreifanlegur munur er á stefnu. Það ætti ekki að koma niður á mikilvægri umræðu en vera öllum til hagsbóta, ekki síst samstöðu innan skólans. Sem er einmitt eitt af því sem mætti vera meira af. Höfundur er prófessor við HÍ og styður alla til góðra verka.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun