Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar 25. mars 2025 11:01 Í tilefni Minningardagsins, sem haldinn er til heiðurs og minningar um þau sem hafa látist vegna fíknisjúkdómsins, sest ég niður og skrifa hugrenningar mínar. Ég hef mikla persónulega reynslu af sjúkdómnum. Hann markaði líf mitt í þrjátíu og sex ár af þeim sextíu og þremur árum sem ég hef lifað. Einhvers staðar stendur skrifað að mennt sé máttur og má með sanni segja, og að þessu sögðu, þar sem ég er nú ekki háskólamenntaður maður, að ég á stundum erfitt með að skilja hvað það þarf marga fræðimenn til að taka vitrænar ákvarðanir um jafn alvarlegan málaflokk og þennan. Nóg hefur verið rætt og ritað um lausnir, en nú er komið að framkvæmdum. Á meðan við tölum, missum við dýrmætan tíma og allt of margir deyja af völdum sjúkdómsins. Ég hef ekki áhuga á að taka þátt í sandkassaleik og reyna að finna þá sem eiga sök á úrræðaleysi meðferðamála hér á landi, heldur líta frekar til lausna. Núverandi ríkisstjórn er blessunarlega að byrja umræðu um úrbætur í málum fíknisjúkra og vona ég að raunin verði sú að nú munu verkin tala. Það eru svo margir sem þjást af völdum sjúkdómsins og vandinn fer vaxandi. Þarna tala ég af reynslu, eftir tæp ellefu ár í sjálfboðavinnu í skaðaminnkandi verkefni frú Ragnheiðar hjá Rauða krossinum og sem framkvæmdastjóri í Samtökum aðstandenda og fíknisjúkra (SAOF). Í báðum þessum verkefnunum hef ég kynnst hversu sárt það er að vera jaðarsettur. Ég hef séð það gerast þegar okkar þjónustuþegar sækjast eftir hjálpinni og höndin er teygð út, en slegið er á hana og hjálpin ekki til staðar. Já hjálpin er ekki til staðar vegna skorts á auknum meðferðarplássum og úrræðum. Gagnvart fíknisjúkdómnum eru fordómar í þjóðfélaginu, því segi ég burt með fordóma! Það er okkur ekki til sóma að viðhafa fordóma gagnvart fólki sem er að þjást vegna sjúkdómsins og það er mál að linni. Stöndum nú einu sinni saman og hættum málalengingum og förum að láta verkin tala. Enginn vill þurfa að bera þá ábyrgð, að taka ákvarðanir um mál sem skilja á milli hvort einstaklingur lifir eða deyr. Vertu öðrum eins og þú vilt að þeir séu þér. Minningardagurinn verður haldinn í Fríkirkjunni 26. mars kl. 18:00 Athöfnin tekur um eina klukkustund og að henni lokinni munum við leggja blóm að tröppum Alþingis til heiðurs þeim sem dáið hafa vegna sjúkdómsins. Höfundur er framkvæmdastjóri SAOF. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Í tilefni Minningardagsins, sem haldinn er til heiðurs og minningar um þau sem hafa látist vegna fíknisjúkdómsins, sest ég niður og skrifa hugrenningar mínar. Ég hef mikla persónulega reynslu af sjúkdómnum. Hann markaði líf mitt í þrjátíu og sex ár af þeim sextíu og þremur árum sem ég hef lifað. Einhvers staðar stendur skrifað að mennt sé máttur og má með sanni segja, og að þessu sögðu, þar sem ég er nú ekki háskólamenntaður maður, að ég á stundum erfitt með að skilja hvað það þarf marga fræðimenn til að taka vitrænar ákvarðanir um jafn alvarlegan málaflokk og þennan. Nóg hefur verið rætt og ritað um lausnir, en nú er komið að framkvæmdum. Á meðan við tölum, missum við dýrmætan tíma og allt of margir deyja af völdum sjúkdómsins. Ég hef ekki áhuga á að taka þátt í sandkassaleik og reyna að finna þá sem eiga sök á úrræðaleysi meðferðamála hér á landi, heldur líta frekar til lausna. Núverandi ríkisstjórn er blessunarlega að byrja umræðu um úrbætur í málum fíknisjúkra og vona ég að raunin verði sú að nú munu verkin tala. Það eru svo margir sem þjást af völdum sjúkdómsins og vandinn fer vaxandi. Þarna tala ég af reynslu, eftir tæp ellefu ár í sjálfboðavinnu í skaðaminnkandi verkefni frú Ragnheiðar hjá Rauða krossinum og sem framkvæmdastjóri í Samtökum aðstandenda og fíknisjúkra (SAOF). Í báðum þessum verkefnunum hef ég kynnst hversu sárt það er að vera jaðarsettur. Ég hef séð það gerast þegar okkar þjónustuþegar sækjast eftir hjálpinni og höndin er teygð út, en slegið er á hana og hjálpin ekki til staðar. Já hjálpin er ekki til staðar vegna skorts á auknum meðferðarplássum og úrræðum. Gagnvart fíknisjúkdómnum eru fordómar í þjóðfélaginu, því segi ég burt með fordóma! Það er okkur ekki til sóma að viðhafa fordóma gagnvart fólki sem er að þjást vegna sjúkdómsins og það er mál að linni. Stöndum nú einu sinni saman og hættum málalengingum og förum að láta verkin tala. Enginn vill þurfa að bera þá ábyrgð, að taka ákvarðanir um mál sem skilja á milli hvort einstaklingur lifir eða deyr. Vertu öðrum eins og þú vilt að þeir séu þér. Minningardagurinn verður haldinn í Fríkirkjunni 26. mars kl. 18:00 Athöfnin tekur um eina klukkustund og að henni lokinni munum við leggja blóm að tröppum Alþingis til heiðurs þeim sem dáið hafa vegna sjúkdómsins. Höfundur er framkvæmdastjóri SAOF.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar