Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar 25. mars 2025 11:01 Í tilefni Minningardagsins, sem haldinn er til heiðurs og minningar um þau sem hafa látist vegna fíknisjúkdómsins, sest ég niður og skrifa hugrenningar mínar. Ég hef mikla persónulega reynslu af sjúkdómnum. Hann markaði líf mitt í þrjátíu og sex ár af þeim sextíu og þremur árum sem ég hef lifað. Einhvers staðar stendur skrifað að mennt sé máttur og má með sanni segja, og að þessu sögðu, þar sem ég er nú ekki háskólamenntaður maður, að ég á stundum erfitt með að skilja hvað það þarf marga fræðimenn til að taka vitrænar ákvarðanir um jafn alvarlegan málaflokk og þennan. Nóg hefur verið rætt og ritað um lausnir, en nú er komið að framkvæmdum. Á meðan við tölum, missum við dýrmætan tíma og allt of margir deyja af völdum sjúkdómsins. Ég hef ekki áhuga á að taka þátt í sandkassaleik og reyna að finna þá sem eiga sök á úrræðaleysi meðferðamála hér á landi, heldur líta frekar til lausna. Núverandi ríkisstjórn er blessunarlega að byrja umræðu um úrbætur í málum fíknisjúkra og vona ég að raunin verði sú að nú munu verkin tala. Það eru svo margir sem þjást af völdum sjúkdómsins og vandinn fer vaxandi. Þarna tala ég af reynslu, eftir tæp ellefu ár í sjálfboðavinnu í skaðaminnkandi verkefni frú Ragnheiðar hjá Rauða krossinum og sem framkvæmdastjóri í Samtökum aðstandenda og fíknisjúkra (SAOF). Í báðum þessum verkefnunum hef ég kynnst hversu sárt það er að vera jaðarsettur. Ég hef séð það gerast þegar okkar þjónustuþegar sækjast eftir hjálpinni og höndin er teygð út, en slegið er á hana og hjálpin ekki til staðar. Já hjálpin er ekki til staðar vegna skorts á auknum meðferðarplássum og úrræðum. Gagnvart fíknisjúkdómnum eru fordómar í þjóðfélaginu, því segi ég burt með fordóma! Það er okkur ekki til sóma að viðhafa fordóma gagnvart fólki sem er að þjást vegna sjúkdómsins og það er mál að linni. Stöndum nú einu sinni saman og hættum málalengingum og förum að láta verkin tala. Enginn vill þurfa að bera þá ábyrgð, að taka ákvarðanir um mál sem skilja á milli hvort einstaklingur lifir eða deyr. Vertu öðrum eins og þú vilt að þeir séu þér. Minningardagurinn verður haldinn í Fríkirkjunni 26. mars kl. 18:00 Athöfnin tekur um eina klukkustund og að henni lokinni munum við leggja blóm að tröppum Alþingis til heiðurs þeim sem dáið hafa vegna sjúkdómsins. Höfundur er framkvæmdastjóri SAOF. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Í tilefni Minningardagsins, sem haldinn er til heiðurs og minningar um þau sem hafa látist vegna fíknisjúkdómsins, sest ég niður og skrifa hugrenningar mínar. Ég hef mikla persónulega reynslu af sjúkdómnum. Hann markaði líf mitt í þrjátíu og sex ár af þeim sextíu og þremur árum sem ég hef lifað. Einhvers staðar stendur skrifað að mennt sé máttur og má með sanni segja, og að þessu sögðu, þar sem ég er nú ekki háskólamenntaður maður, að ég á stundum erfitt með að skilja hvað það þarf marga fræðimenn til að taka vitrænar ákvarðanir um jafn alvarlegan málaflokk og þennan. Nóg hefur verið rætt og ritað um lausnir, en nú er komið að framkvæmdum. Á meðan við tölum, missum við dýrmætan tíma og allt of margir deyja af völdum sjúkdómsins. Ég hef ekki áhuga á að taka þátt í sandkassaleik og reyna að finna þá sem eiga sök á úrræðaleysi meðferðamála hér á landi, heldur líta frekar til lausna. Núverandi ríkisstjórn er blessunarlega að byrja umræðu um úrbætur í málum fíknisjúkra og vona ég að raunin verði sú að nú munu verkin tala. Það eru svo margir sem þjást af völdum sjúkdómsins og vandinn fer vaxandi. Þarna tala ég af reynslu, eftir tæp ellefu ár í sjálfboðavinnu í skaðaminnkandi verkefni frú Ragnheiðar hjá Rauða krossinum og sem framkvæmdastjóri í Samtökum aðstandenda og fíknisjúkra (SAOF). Í báðum þessum verkefnunum hef ég kynnst hversu sárt það er að vera jaðarsettur. Ég hef séð það gerast þegar okkar þjónustuþegar sækjast eftir hjálpinni og höndin er teygð út, en slegið er á hana og hjálpin ekki til staðar. Já hjálpin er ekki til staðar vegna skorts á auknum meðferðarplássum og úrræðum. Gagnvart fíknisjúkdómnum eru fordómar í þjóðfélaginu, því segi ég burt með fordóma! Það er okkur ekki til sóma að viðhafa fordóma gagnvart fólki sem er að þjást vegna sjúkdómsins og það er mál að linni. Stöndum nú einu sinni saman og hættum málalengingum og förum að láta verkin tala. Enginn vill þurfa að bera þá ábyrgð, að taka ákvarðanir um mál sem skilja á milli hvort einstaklingur lifir eða deyr. Vertu öðrum eins og þú vilt að þeir séu þér. Minningardagurinn verður haldinn í Fríkirkjunni 26. mars kl. 18:00 Athöfnin tekur um eina klukkustund og að henni lokinni munum við leggja blóm að tröppum Alþingis til heiðurs þeim sem dáið hafa vegna sjúkdómsins. Höfundur er framkvæmdastjóri SAOF.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun