Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar 24. mars 2025 12:30 Jafnt aðgengi fyrir alla óháð efnahag er lykilatriði í stefnu stjórnvalda varðandi heilbrigðisþjónustu, sem er vel. Gjaldskrár eru samræmdar og skjólstæðingar finna engan mun á buddunni milli rekstraraðila sem eru að vinna samkvæmt samningum við Sjúkratryggingar eða í hinu almenna opinbera kerfi. Mikill meirihluti þjónustunnar er fjármagnaður með framlögum ríkisins með einum eða öðrum hætti. Skjólstæðingum eru þannig tryggð þau jöfnu gæði er varða þennan mikilvæga þjónustuþátt sem heilbrigðiskerfið er og okkur þykir svo mikilvægt sem hornsteinn í samfélagi okkar. Þá eru lagðar eru línur um ýmsa gæðamælikvarða sem fylgt er eftir. Reglubundið eftirlit er á vegum Embættis Landlæknis með þeim sem veita þjónustu og skýr farvegur er um atvik og kvartanir vegna þjónustu á öllum stigum hennar. Vinna skal samkvæmt áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu sem gildir til ársins 2030 og hægt er að lesa sér nánar til um hér . Uppfylla þarf skilyrði Heilbrigðiseftirlits til rekstrar og Sjúkratryggingar Íslands skilgreina í sínum samningum hvernig þjónustu skuli háttað. Það er hins vegar svo að ekki eru allir sem veita þjónustu með slíka samninga, en undir þá falla til dæmis flest hjúkrunarheimili landsins, endurhæfingarstofnanir eins og Reykjalundur, Hveragerði, Sjúkrahúsið Vogur, stofur sérfræðilækna, sjúkraþjálfara, tannlækna og einkareknar heilsugæslur. Mjög stór hluti heilbrigðiskerfisins er svo rekinn samkvæmt fjárlögum og fellur í „samningssambandi“ sínu í raun undir ráðuneyti heilbrigðismála. Þar má telja allar heilbrigðisstofnanir umdæma, Landspítalann, Sjúkrahúsið á Akureyri og Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins. Í raun eru þannig allir undir jöfnum skilmálum að veita þjónustuna, undirgangast sama eftirlit með henni og svo framvegis. Það eru þó mikilvæg atriði sem standa útaf í þessu samhengi sem vert er að benda á í tengslum við rekstur og fjármögnun. Veitendur heilbrigðisþjónustu sitja ekki við sama borð til dæmis þegar kemur að kostnaði vegna trygginga. Einkareknar einingar, hvaða nafni sem þær nefnast þurfa að greiða tryggingu sem hið opinbera gerir ekki, fjárframlög eru þó þau sömu til rekstraraðila. Mikill aðstöðumunur er á greiðslum vegna blóðrannsókna. Svo mikill reyndar að nemur tugum prósenta á einingaverði og hefur viðgengist allt of lengi. Rekstraraðilar hjúkrunarheimila, endurhæfingarstofnana og einkareknar heilsugæslur greiða meira fyrir sömu blóðrannsóknir sem þær senda á Landspítala en t.d. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins. Þá greiða þessir aðilar líka mun meira en Sjúkratryggingar Íslands gera fyrir sömu rannsóknir þegar sérfræðilæknar á stofu senda í slíkar rannsóknir á Landspítala. Engin rök hníga að þessari mismunun sem telur í tugum milljóna á ári hverju og er tekin útúr rekstri eininganna án þess að hún fáist bætt. Margítrekað hefur það verið rætt við hið opinbera Heilbrigðisráðuneytið og Sjúkratryggingarog, meira að segja hefur Samkeppniseftirlitið gefið sitt álit á þessari mismunum allt frá árinu 2017. Því máli hefur verið fylgt eftir síðan án þess að nokkur breyting hafi orðið á. Þrátt fyrir að leitað sé til annarra aðila á markaði um að veita þessa þjónustu þá fást ekki sömu verð og ríkið greiðir sjálfu sér. Því er um markvissa og kerfisbundna kostnaðarhækkun þessara aðila að ræða sem ég nefndi að framan sem þeir geta ekki sætt sig við. Jöfnum leikinn, það er augljóst að hægt væri að veita betri og meiri þjónustu fyrir skjólstæðingana fyrir þann sparnað sem þessum aðilum virðist fyrirmunað að fá leiðréttan. Höfundur er forstjóri Heilsuverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Jafnt aðgengi fyrir alla óháð efnahag er lykilatriði í stefnu stjórnvalda varðandi heilbrigðisþjónustu, sem er vel. Gjaldskrár eru samræmdar og skjólstæðingar finna engan mun á buddunni milli rekstraraðila sem eru að vinna samkvæmt samningum við Sjúkratryggingar eða í hinu almenna opinbera kerfi. Mikill meirihluti þjónustunnar er fjármagnaður með framlögum ríkisins með einum eða öðrum hætti. Skjólstæðingum eru þannig tryggð þau jöfnu gæði er varða þennan mikilvæga þjónustuþátt sem heilbrigðiskerfið er og okkur þykir svo mikilvægt sem hornsteinn í samfélagi okkar. Þá eru lagðar eru línur um ýmsa gæðamælikvarða sem fylgt er eftir. Reglubundið eftirlit er á vegum Embættis Landlæknis með þeim sem veita þjónustu og skýr farvegur er um atvik og kvartanir vegna þjónustu á öllum stigum hennar. Vinna skal samkvæmt áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu sem gildir til ársins 2030 og hægt er að lesa sér nánar til um hér . Uppfylla þarf skilyrði Heilbrigðiseftirlits til rekstrar og Sjúkratryggingar Íslands skilgreina í sínum samningum hvernig þjónustu skuli háttað. Það er hins vegar svo að ekki eru allir sem veita þjónustu með slíka samninga, en undir þá falla til dæmis flest hjúkrunarheimili landsins, endurhæfingarstofnanir eins og Reykjalundur, Hveragerði, Sjúkrahúsið Vogur, stofur sérfræðilækna, sjúkraþjálfara, tannlækna og einkareknar heilsugæslur. Mjög stór hluti heilbrigðiskerfisins er svo rekinn samkvæmt fjárlögum og fellur í „samningssambandi“ sínu í raun undir ráðuneyti heilbrigðismála. Þar má telja allar heilbrigðisstofnanir umdæma, Landspítalann, Sjúkrahúsið á Akureyri og Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins. Í raun eru þannig allir undir jöfnum skilmálum að veita þjónustuna, undirgangast sama eftirlit með henni og svo framvegis. Það eru þó mikilvæg atriði sem standa útaf í þessu samhengi sem vert er að benda á í tengslum við rekstur og fjármögnun. Veitendur heilbrigðisþjónustu sitja ekki við sama borð til dæmis þegar kemur að kostnaði vegna trygginga. Einkareknar einingar, hvaða nafni sem þær nefnast þurfa að greiða tryggingu sem hið opinbera gerir ekki, fjárframlög eru þó þau sömu til rekstraraðila. Mikill aðstöðumunur er á greiðslum vegna blóðrannsókna. Svo mikill reyndar að nemur tugum prósenta á einingaverði og hefur viðgengist allt of lengi. Rekstraraðilar hjúkrunarheimila, endurhæfingarstofnana og einkareknar heilsugæslur greiða meira fyrir sömu blóðrannsóknir sem þær senda á Landspítala en t.d. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins. Þá greiða þessir aðilar líka mun meira en Sjúkratryggingar Íslands gera fyrir sömu rannsóknir þegar sérfræðilæknar á stofu senda í slíkar rannsóknir á Landspítala. Engin rök hníga að þessari mismunun sem telur í tugum milljóna á ári hverju og er tekin útúr rekstri eininganna án þess að hún fáist bætt. Margítrekað hefur það verið rætt við hið opinbera Heilbrigðisráðuneytið og Sjúkratryggingarog, meira að segja hefur Samkeppniseftirlitið gefið sitt álit á þessari mismunum allt frá árinu 2017. Því máli hefur verið fylgt eftir síðan án þess að nokkur breyting hafi orðið á. Þrátt fyrir að leitað sé til annarra aðila á markaði um að veita þessa þjónustu þá fást ekki sömu verð og ríkið greiðir sjálfu sér. Því er um markvissa og kerfisbundna kostnaðarhækkun þessara aðila að ræða sem ég nefndi að framan sem þeir geta ekki sætt sig við. Jöfnum leikinn, það er augljóst að hægt væri að veita betri og meiri þjónustu fyrir skjólstæðingana fyrir þann sparnað sem þessum aðilum virðist fyrirmunað að fá leiðréttan. Höfundur er forstjóri Heilsuverndar.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun