Kjörnir fulltrúar og buxnahysjanir! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 24. mars 2025 08:01 Vissulega hefur málið um Ásthildi Lóu, fyrrverandi barna- og menntamálaráðherra, skapað mikla umræðu. Þessi umræða vekur spurningar um áhrif pólitísks óstöðugleika á samfélagið, einstaklinga, starfsemi félagasamtaka og annarra sem vinna að mikilvægum samfélagsmálum. Pólitískur óstöðugleiki getur leitt til þess að mikilvæg mál, svo sem heilbrigðiskerfið, fangelsismálin, vegakerfið, og geðheilsumál, verða sett til hliðar vegna stjórnmálalegra deilna. Þetta getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir vinnu og framgang mikilvægra málaflokka. Það er grundvallaratriði að stjórnmálamenn og þingmenn einbeiti sér að því að leysa raunveruleg vandamál í samfélaginu fremur en að eyða tíma í pólitískt tjáskipti og málþóf sem engu skilar. Félagsamtök og ýmis samfélagsverkefni eru háð stöðugleika og samvinnu við stjórnvöld til að ná fram markmiðum sínum og bæta lífsgæði fólks. Pólitískur óstöðugleiki og endalaus deilur geta dregið úr getu þessara samtaka til að starfa áhrifaríkt. Það bitnar á borgurum þessa lands og samfélaginu í heild. Því er mikilvægt fyrir alla hlutaðeigandi að muna að ábyrgðin liggur hjá öllum, ekki aðeins stjórnvöldum, heldur einnig stjórnarandstöðu og öllum þeim sem hafa áhrif á opinbera umræðu, að vinna saman að lausnum sem fela í sér uppbyggilega og árangursríka nálgun við lausn samfélagslegra vandamála. Ég hvet allt stjórnmálafólk að vinna að breytingum á kerfinu þannig að bæði Alþingi og Sveitarstjórnir séu að vinna að því að lagfæra og betra samfélagið í heild og líf borgara þess í stað þess að eyða öllum þessum tíma í að klekkja á næsta manni þrátt fyrir að hafa ekkert púður í það. Það hefur verið vandræðalegt að horfa á umræðuna undanfarna daga og hversu margt hefur verið reynt til að klekkja á fólki. Hysjið upp um ykkur buxurnar og farið að vinna! Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Sjá meira
Vissulega hefur málið um Ásthildi Lóu, fyrrverandi barna- og menntamálaráðherra, skapað mikla umræðu. Þessi umræða vekur spurningar um áhrif pólitísks óstöðugleika á samfélagið, einstaklinga, starfsemi félagasamtaka og annarra sem vinna að mikilvægum samfélagsmálum. Pólitískur óstöðugleiki getur leitt til þess að mikilvæg mál, svo sem heilbrigðiskerfið, fangelsismálin, vegakerfið, og geðheilsumál, verða sett til hliðar vegna stjórnmálalegra deilna. Þetta getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir vinnu og framgang mikilvægra málaflokka. Það er grundvallaratriði að stjórnmálamenn og þingmenn einbeiti sér að því að leysa raunveruleg vandamál í samfélaginu fremur en að eyða tíma í pólitískt tjáskipti og málþóf sem engu skilar. Félagsamtök og ýmis samfélagsverkefni eru háð stöðugleika og samvinnu við stjórnvöld til að ná fram markmiðum sínum og bæta lífsgæði fólks. Pólitískur óstöðugleiki og endalaus deilur geta dregið úr getu þessara samtaka til að starfa áhrifaríkt. Það bitnar á borgurum þessa lands og samfélaginu í heild. Því er mikilvægt fyrir alla hlutaðeigandi að muna að ábyrgðin liggur hjá öllum, ekki aðeins stjórnvöldum, heldur einnig stjórnarandstöðu og öllum þeim sem hafa áhrif á opinbera umræðu, að vinna saman að lausnum sem fela í sér uppbyggilega og árangursríka nálgun við lausn samfélagslegra vandamála. Ég hvet allt stjórnmálafólk að vinna að breytingum á kerfinu þannig að bæði Alþingi og Sveitarstjórnir séu að vinna að því að lagfæra og betra samfélagið í heild og líf borgara þess í stað þess að eyða öllum þessum tíma í að klekkja á næsta manni þrátt fyrir að hafa ekkert púður í það. Það hefur verið vandræðalegt að horfa á umræðuna undanfarna daga og hversu margt hefur verið reynt til að klekkja á fólki. Hysjið upp um ykkur buxurnar og farið að vinna! Höfundur er formaður Afstöðu.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun