Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Kjartan Kjartansson skrifar 21. mars 2025 15:21 Carbfix hefur þróað tækni til þess að dæla koltvísýringi niður í jörðina í borholum eins og þessari. Þar binst hann bergi varanlega. Fyrirtækið ætlaði að byggja förgunarstöð fyrir koltvísýring sem yrði fluttir til landsins í Straumsvík á næstu árum. Ekkert verður úr þeim áformum. Orkuveitan Carbfix er hætt við áform um kolefnisförgunarstöðina Coda Terminal í Straumsvík í Hafnarfirði. Framkvæmdastýra fyrirtækisins segir forsendur fyrir verkefninu brostnar að svo komnu og það ætli að beina kröftum sínum annað. Áform voru um að Carbfix reisti móttökustöð við koltvísýring í Straumsvík og að honum yrði fargað í jörð með tækni fyrirtækisins í Hafnarfirði. Skipulagsstofnun skilaði áliti um umhverfismat verkefnisins í síðasta mánuði og lagði til ýmis skilyrði fyrir starfsleyfi. Hávær andstaða gegn verkefninu hefur verið hjá hluta bæjarbúa í Hafnarfirði. Þeir hafa meðal annars lýst áhyggjum af nálægð niðurdælingarborholna við íbúabyggð á Völlunum. Álit Skipulagsstofnunar um að niðurdælingin væri ekki líkleg til þess að valda skjálftavirkni eða skaða vatnsból sefaði ekki þær áhyggjur. Bæjarstjóri og formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar lýstu yfir efasemdum um Carbfix-verkefnið í þessari viku og þeirri síðustu, meðal annars um hvort það yrði lagt fyrir bæjarstjórnina yfir höfuð. Vísaði Valdimar Víðisson, bæjarstjóri, til þess að enn væri óvissa um áhrif niðurdælingar á sjávarfallatjarnir í Straumsvík sem vakta átti sérstaklega. Vísað er til þess að ekki hafi náðst „samhljómur“ milli fulltrúar Hafnarfjarðarbæjar og Carbfix um framgang uppbyggingarinnar í tilkynningu Carbfix sem birt var nú upp úr miðjum degi. Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix, segir að minnkandi opinber stuðningur bæjarfulltrúa í Hafnarfirði hafi verið ein ástæða þess að ákveðið hafi verið að hætta við verkefnið en fleira hafi komið til. Seinkun á tímalínu verkefnisins og ákvörðunartöku um stækkun hafnarinnviða í Straumsvík til dæmis. „Við metum það þannig að forsendur fyrir verkefninu í Straumsvík séu brostnar að svo komnu,“ segir hún í samtali við Vísi. Óvissa um sautján milljarða króna styrk Endalok verkefnisins í Hafnarfirði skapar óvissu um sautján milljarða króna styrk að núvirði sem Carbfix fékk til þess frá nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins, þann hæsta sem íslenskt fyrirtæki hefur fengið úr honum. Hann var veittur fyrir Coda Terminal í Hafnarfirði sérstaklega. Edda Sif segir ekki tímabært að segja til um áhrifin á styrkinn að svo stöddu. Carbfix eigi í viðræðum við nýsköpunarsjóðinn um að nýta hann annars staðar. Viljayfirlýsing um samstarf um undirbúning Coda-stöðvar í Þorlákshöfn liggur fyrir við sveitarfélagið Ölfus og þá hefur Carbfix leitað hófanna um uppbyggingu á Bakka utan við Húsavík. „Við metum það þannig að við getum náð sama árangri á öðrum stað. Samtalið er í gangi við nýsköpunarsjóðinn og mun taka tíma,“ segir hún. Telja sig geta hafið starfsemi fyrr annars staðar Carbfix hefur dregið mikinn lærdóm af Coda-verkefninu í Hafnarfirði, að sögn framkvæmdastýrunnar. Verkefnið sé það fyrsta sinnar tegundar og nýsköpunarfyrirtæki þekki vel að þau þurfi að aðlaga og breyta áformum sínum. Það hafi metið það svo það væri verkefninu fyrir bestu að hverfa annað að sinni. „Við viljum auðvitað ná árangri og framgangi á ákveðnum tímalínum þannig að við erum bara að setja fókusinn þangað sem við teljum meiri líkur á árangri til skemmri og lengri tíma,“ segir Edda Sif. Eins og staðan sé í Hafnarfirði telji fyrirtækið að það geti hafið starfsemi fyrr annars staðar. „Ef við berum saman það sem við vorum að vinna að í Straumsvík þá sjáum við ekkert annað en að við getum mætt svipuðum tímalínum á hinum stöðunum og það er markmiðið. Þess vegna erum við að setja fókusinn annað.“ Edda Sif Pind Aradóttir er framkvæmdastýra Carbfix.Vísir/Egill Fyrirtækið segir í tilkynningu sinni að aukin áhersla verði lögð á samstarf um bindingu gróðurhúsalofttegunda með Elkem á Íslandi sem rekur álver á Grundartanga og við álverið í Straumsvík um að fanga og binda koltvísýring frá starfsemi þess. Rannsóknarborhola verður boruð á Grundartanga næsta sumar. Spurð að því hvort að enn komi til greina að farga koltvísýringi í jörðu í Hafnarfirði en þá í samstarfi við álverið segir Edda Sif að binding og niðurdæling hafi verið markmiðið í samstarfi fyrirtækisins við Rio Tinto, eiganda álversins. „Það er ekkert sem kemur í veg fyrir slíkt en það er auðvitað ekki eitthvað sem við gerum ein og sér. Það verður þá í samstarfi við iðnaðinn á svæðinu,“ segir Edda Sif. Fréttin hefur verið uppfærð. Coda Terminal Hafnarfjörður Loftslagsmál Umhverfismál Skipulag Tengdar fréttir Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar segir ekki víst að fyrirhuguð kolefnisförgunarstöð Carbfix verði lögð fyrir bæjarstjórn. Enn standi á svörum frá Carbfix um fjárhagslegan ávinning af verkefninu sem bærinn hafi gengið eftir. Annar sjálfstæðismaður leggst gegn verkefninu. 18. mars 2025 14:53 Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Ákvörðun um fyrirhugaða kolefnisförgunarstöð Carbfix í Straumsvík verður tekin í bæjarstjórn Hafnarfjarðar á allra næstu dögum eða vikum, að sögn bæjarstjóra. Hann segir óvissu enn uppi um áhrif starfseminnar sem valdi áhyggjum. 14. mars 2025 17:00 Mest lesið Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Viðskipti innlent Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Sjá meira
Áform voru um að Carbfix reisti móttökustöð við koltvísýring í Straumsvík og að honum yrði fargað í jörð með tækni fyrirtækisins í Hafnarfirði. Skipulagsstofnun skilaði áliti um umhverfismat verkefnisins í síðasta mánuði og lagði til ýmis skilyrði fyrir starfsleyfi. Hávær andstaða gegn verkefninu hefur verið hjá hluta bæjarbúa í Hafnarfirði. Þeir hafa meðal annars lýst áhyggjum af nálægð niðurdælingarborholna við íbúabyggð á Völlunum. Álit Skipulagsstofnunar um að niðurdælingin væri ekki líkleg til þess að valda skjálftavirkni eða skaða vatnsból sefaði ekki þær áhyggjur. Bæjarstjóri og formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar lýstu yfir efasemdum um Carbfix-verkefnið í þessari viku og þeirri síðustu, meðal annars um hvort það yrði lagt fyrir bæjarstjórnina yfir höfuð. Vísaði Valdimar Víðisson, bæjarstjóri, til þess að enn væri óvissa um áhrif niðurdælingar á sjávarfallatjarnir í Straumsvík sem vakta átti sérstaklega. Vísað er til þess að ekki hafi náðst „samhljómur“ milli fulltrúar Hafnarfjarðarbæjar og Carbfix um framgang uppbyggingarinnar í tilkynningu Carbfix sem birt var nú upp úr miðjum degi. Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix, segir að minnkandi opinber stuðningur bæjarfulltrúa í Hafnarfirði hafi verið ein ástæða þess að ákveðið hafi verið að hætta við verkefnið en fleira hafi komið til. Seinkun á tímalínu verkefnisins og ákvörðunartöku um stækkun hafnarinnviða í Straumsvík til dæmis. „Við metum það þannig að forsendur fyrir verkefninu í Straumsvík séu brostnar að svo komnu,“ segir hún í samtali við Vísi. Óvissa um sautján milljarða króna styrk Endalok verkefnisins í Hafnarfirði skapar óvissu um sautján milljarða króna styrk að núvirði sem Carbfix fékk til þess frá nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins, þann hæsta sem íslenskt fyrirtæki hefur fengið úr honum. Hann var veittur fyrir Coda Terminal í Hafnarfirði sérstaklega. Edda Sif segir ekki tímabært að segja til um áhrifin á styrkinn að svo stöddu. Carbfix eigi í viðræðum við nýsköpunarsjóðinn um að nýta hann annars staðar. Viljayfirlýsing um samstarf um undirbúning Coda-stöðvar í Þorlákshöfn liggur fyrir við sveitarfélagið Ölfus og þá hefur Carbfix leitað hófanna um uppbyggingu á Bakka utan við Húsavík. „Við metum það þannig að við getum náð sama árangri á öðrum stað. Samtalið er í gangi við nýsköpunarsjóðinn og mun taka tíma,“ segir hún. Telja sig geta hafið starfsemi fyrr annars staðar Carbfix hefur dregið mikinn lærdóm af Coda-verkefninu í Hafnarfirði, að sögn framkvæmdastýrunnar. Verkefnið sé það fyrsta sinnar tegundar og nýsköpunarfyrirtæki þekki vel að þau þurfi að aðlaga og breyta áformum sínum. Það hafi metið það svo það væri verkefninu fyrir bestu að hverfa annað að sinni. „Við viljum auðvitað ná árangri og framgangi á ákveðnum tímalínum þannig að við erum bara að setja fókusinn þangað sem við teljum meiri líkur á árangri til skemmri og lengri tíma,“ segir Edda Sif. Eins og staðan sé í Hafnarfirði telji fyrirtækið að það geti hafið starfsemi fyrr annars staðar. „Ef við berum saman það sem við vorum að vinna að í Straumsvík þá sjáum við ekkert annað en að við getum mætt svipuðum tímalínum á hinum stöðunum og það er markmiðið. Þess vegna erum við að setja fókusinn annað.“ Edda Sif Pind Aradóttir er framkvæmdastýra Carbfix.Vísir/Egill Fyrirtækið segir í tilkynningu sinni að aukin áhersla verði lögð á samstarf um bindingu gróðurhúsalofttegunda með Elkem á Íslandi sem rekur álver á Grundartanga og við álverið í Straumsvík um að fanga og binda koltvísýring frá starfsemi þess. Rannsóknarborhola verður boruð á Grundartanga næsta sumar. Spurð að því hvort að enn komi til greina að farga koltvísýringi í jörðu í Hafnarfirði en þá í samstarfi við álverið segir Edda Sif að binding og niðurdæling hafi verið markmiðið í samstarfi fyrirtækisins við Rio Tinto, eiganda álversins. „Það er ekkert sem kemur í veg fyrir slíkt en það er auðvitað ekki eitthvað sem við gerum ein og sér. Það verður þá í samstarfi við iðnaðinn á svæðinu,“ segir Edda Sif. Fréttin hefur verið uppfærð.
Coda Terminal Hafnarfjörður Loftslagsmál Umhverfismál Skipulag Tengdar fréttir Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar segir ekki víst að fyrirhuguð kolefnisförgunarstöð Carbfix verði lögð fyrir bæjarstjórn. Enn standi á svörum frá Carbfix um fjárhagslegan ávinning af verkefninu sem bærinn hafi gengið eftir. Annar sjálfstæðismaður leggst gegn verkefninu. 18. mars 2025 14:53 Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Ákvörðun um fyrirhugaða kolefnisförgunarstöð Carbfix í Straumsvík verður tekin í bæjarstjórn Hafnarfjarðar á allra næstu dögum eða vikum, að sögn bæjarstjóra. Hann segir óvissu enn uppi um áhrif starfseminnar sem valdi áhyggjum. 14. mars 2025 17:00 Mest lesið Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Viðskipti innlent Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Sjá meira
Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar segir ekki víst að fyrirhuguð kolefnisförgunarstöð Carbfix verði lögð fyrir bæjarstjórn. Enn standi á svörum frá Carbfix um fjárhagslegan ávinning af verkefninu sem bærinn hafi gengið eftir. Annar sjálfstæðismaður leggst gegn verkefninu. 18. mars 2025 14:53
Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Ákvörðun um fyrirhugaða kolefnisförgunarstöð Carbfix í Straumsvík verður tekin í bæjarstjórn Hafnarfjarðar á allra næstu dögum eða vikum, að sögn bæjarstjóra. Hann segir óvissu enn uppi um áhrif starfseminnar sem valdi áhyggjum. 14. mars 2025 17:00