Sokkar og Downs heilkenni Guðmundur Ármann Pétursson skrifar 21. mars 2025 14:02 Í dag þann 21. mars er Alþjóðlegur dagur Downs heilkennis, degi sem er fagnað um víða veröld. Það eru viðburðir víða um heim á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, í bæjum og borgum og það er fólk út um allt í ósamstæðum sokkum. Í dag er dagur til að gleðjast, dagur þar sem við fögnum fjölbreytileikanum, við gleðjumst yfir því sem við höfum og njótum. Í dag er líka góður dagur til að hlúa að fjölbreytileikanum og muna að þó að við fögnum í dag að þá eru fleiri dagar í árinu. Það er ekki annara að breyta og bæta samfélag okkar, það er verkefni hvers og eins okkar. Við fögnum í raun fjölbreytileikanum með okkar viðhorfum, með okkar daglegu ákvörðunum og athöfnum. Einstaklingar með Downs heilkenni auðga samfélag okkar eins og svo margir aðrir hópar samfélagsins. Það er okkar verkefni að skapa tækifæri á vinnumarkaði, í félagsstarfi, íþróttastarfi í menningu og listum. Skapa fjölbreyttari tækifæri í framhaldsskólum, í iðnnámi og í háskóla. Við þurfum ekki að vera að gera eitthvað fyrir fólk með Downs heilkenni. Við þurfum aðeins að gera það sem við höfum áður gert, það er að tryggja jöfn tækifæri. Þegar við sannarlega gerum það að þá auðgum við samfélag okkar, bætum kjör okkar og lífsgæði allra. Það að ganga í ósamstæðum sokkum í dag minnir okkur mikilvægi fjölbreytileikans. Það minnir okkur einnig á mikilvægi þess að verðandi foreldrar séu meðvitaðir um þá gæfu sem það er að eignast barn með Downs heilkenni. Við erum sem betur fer svo margbreytilegur hópur sem myndum samfélag okkar, leggjum okkur í sameiningu fram um að gera samfélagið okkar enn betra með enn virkari þátttöku einstaklinga með Downs heilkenni í leik og starfi. Sameinumst í (ósamstæðum) sokkum og fögnum fjölbreytileikanum. Höfundur er formaður Félags áhugafólks um Downs heilkenni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Downs-heilkenni Mest lesið Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Einsleit Edda Jódís Skúladóttir Skoðun Donald Trump – andlit og boðberi bandarísku þjóðarinnar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Spurningar vakna um heimildarmann og hæfni og ábyrgð fréttamanna Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Kjörnir fulltrúar og buxnahysjanir! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Batseba, konungar og völd Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Úkraína og stóra myndin í alþjóðasamskiptum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Batseba, konungar og völd Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Donald Trump – andlit og boðberi bandarísku þjóðarinnar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Kjörnir fulltrúar og buxnahysjanir! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Minnst vegna EES-samningsins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Spurningar vakna um heimildarmann og hæfni og ábyrgð fréttamanna Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Einsleit Edda Jódís Skúladóttir skrifar Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson skrifar Skoðun Sumarblús Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Siðferði stjórnmálanna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun A Genuinely Inclusive University Giti Chandra skrifar Skoðun Skammarleg vinnubrögð RÚV í máli Ásthildar Lóu Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsblekkingin um íslenskt herleysi Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Umhverfismál og efnahagsmál – sterk jákvæð tengsl Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Hvers vegna ættu karlar að leita stuðnings hjá Krabbameinsfélagsinu? Þorri Snæbjörnsson skrifar Skoðun Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda Grace Achieng skrifar Skoðun Sokkar og Downs heilkenni Guðmundur Ármann Pétursson skrifar Skoðun Heilsugæslan í vanda Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðeins um undirskriftir G. Jökull Gíslason skrifar Skoðun Til röggsamra kvenna í ríkisstjórn Hrafndís Bára Einarsdóttir skrifar Skoðun Þegar illfyglin fá að grassera - með góðum stuðningi fjölmiðla Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Vannýttur vegkafli í G-dúr Jens Garðar Helgason skrifar Sjá meira
Í dag þann 21. mars er Alþjóðlegur dagur Downs heilkennis, degi sem er fagnað um víða veröld. Það eru viðburðir víða um heim á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, í bæjum og borgum og það er fólk út um allt í ósamstæðum sokkum. Í dag er dagur til að gleðjast, dagur þar sem við fögnum fjölbreytileikanum, við gleðjumst yfir því sem við höfum og njótum. Í dag er líka góður dagur til að hlúa að fjölbreytileikanum og muna að þó að við fögnum í dag að þá eru fleiri dagar í árinu. Það er ekki annara að breyta og bæta samfélag okkar, það er verkefni hvers og eins okkar. Við fögnum í raun fjölbreytileikanum með okkar viðhorfum, með okkar daglegu ákvörðunum og athöfnum. Einstaklingar með Downs heilkenni auðga samfélag okkar eins og svo margir aðrir hópar samfélagsins. Það er okkar verkefni að skapa tækifæri á vinnumarkaði, í félagsstarfi, íþróttastarfi í menningu og listum. Skapa fjölbreyttari tækifæri í framhaldsskólum, í iðnnámi og í háskóla. Við þurfum ekki að vera að gera eitthvað fyrir fólk með Downs heilkenni. Við þurfum aðeins að gera það sem við höfum áður gert, það er að tryggja jöfn tækifæri. Þegar við sannarlega gerum það að þá auðgum við samfélag okkar, bætum kjör okkar og lífsgæði allra. Það að ganga í ósamstæðum sokkum í dag minnir okkur mikilvægi fjölbreytileikans. Það minnir okkur einnig á mikilvægi þess að verðandi foreldrar séu meðvitaðir um þá gæfu sem það er að eignast barn með Downs heilkenni. Við erum sem betur fer svo margbreytilegur hópur sem myndum samfélag okkar, leggjum okkur í sameiningu fram um að gera samfélagið okkar enn betra með enn virkari þátttöku einstaklinga með Downs heilkenni í leik og starfi. Sameinumst í (ósamstæðum) sokkum og fögnum fjölbreytileikanum. Höfundur er formaður Félags áhugafólks um Downs heilkenni.
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Spurningar vakna um heimildarmann og hæfni og ábyrgð fréttamanna Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvers vegna ættu karlar að leita stuðnings hjá Krabbameinsfélagsinu? Þorri Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda Grace Achieng skrifar