Sokkar og Downs heilkenni Guðmundur Ármann Pétursson skrifar 21. mars 2025 14:02 Í dag þann 21. mars er Alþjóðlegur dagur Downs heilkennis, degi sem er fagnað um víða veröld. Það eru viðburðir víða um heim á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, í bæjum og borgum og það er fólk út um allt í ósamstæðum sokkum. Í dag er dagur til að gleðjast, dagur þar sem við fögnum fjölbreytileikanum, við gleðjumst yfir því sem við höfum og njótum. Í dag er líka góður dagur til að hlúa að fjölbreytileikanum og muna að þó að við fögnum í dag að þá eru fleiri dagar í árinu. Það er ekki annara að breyta og bæta samfélag okkar, það er verkefni hvers og eins okkar. Við fögnum í raun fjölbreytileikanum með okkar viðhorfum, með okkar daglegu ákvörðunum og athöfnum. Einstaklingar með Downs heilkenni auðga samfélag okkar eins og svo margir aðrir hópar samfélagsins. Það er okkar verkefni að skapa tækifæri á vinnumarkaði, í félagsstarfi, íþróttastarfi í menningu og listum. Skapa fjölbreyttari tækifæri í framhaldsskólum, í iðnnámi og í háskóla. Við þurfum ekki að vera að gera eitthvað fyrir fólk með Downs heilkenni. Við þurfum aðeins að gera það sem við höfum áður gert, það er að tryggja jöfn tækifæri. Þegar við sannarlega gerum það að þá auðgum við samfélag okkar, bætum kjör okkar og lífsgæði allra. Það að ganga í ósamstæðum sokkum í dag minnir okkur mikilvægi fjölbreytileikans. Það minnir okkur einnig á mikilvægi þess að verðandi foreldrar séu meðvitaðir um þá gæfu sem það er að eignast barn með Downs heilkenni. Við erum sem betur fer svo margbreytilegur hópur sem myndum samfélag okkar, leggjum okkur í sameiningu fram um að gera samfélagið okkar enn betra með enn virkari þátttöku einstaklinga með Downs heilkenni í leik og starfi. Sameinumst í (ósamstæðum) sokkum og fögnum fjölbreytileikanum. Höfundur er formaður Félags áhugafólks um Downs heilkenni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Downs-heilkenni Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í dag þann 21. mars er Alþjóðlegur dagur Downs heilkennis, degi sem er fagnað um víða veröld. Það eru viðburðir víða um heim á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, í bæjum og borgum og það er fólk út um allt í ósamstæðum sokkum. Í dag er dagur til að gleðjast, dagur þar sem við fögnum fjölbreytileikanum, við gleðjumst yfir því sem við höfum og njótum. Í dag er líka góður dagur til að hlúa að fjölbreytileikanum og muna að þó að við fögnum í dag að þá eru fleiri dagar í árinu. Það er ekki annara að breyta og bæta samfélag okkar, það er verkefni hvers og eins okkar. Við fögnum í raun fjölbreytileikanum með okkar viðhorfum, með okkar daglegu ákvörðunum og athöfnum. Einstaklingar með Downs heilkenni auðga samfélag okkar eins og svo margir aðrir hópar samfélagsins. Það er okkar verkefni að skapa tækifæri á vinnumarkaði, í félagsstarfi, íþróttastarfi í menningu og listum. Skapa fjölbreyttari tækifæri í framhaldsskólum, í iðnnámi og í háskóla. Við þurfum ekki að vera að gera eitthvað fyrir fólk með Downs heilkenni. Við þurfum aðeins að gera það sem við höfum áður gert, það er að tryggja jöfn tækifæri. Þegar við sannarlega gerum það að þá auðgum við samfélag okkar, bætum kjör okkar og lífsgæði allra. Það að ganga í ósamstæðum sokkum í dag minnir okkur mikilvægi fjölbreytileikans. Það minnir okkur einnig á mikilvægi þess að verðandi foreldrar séu meðvitaðir um þá gæfu sem það er að eignast barn með Downs heilkenni. Við erum sem betur fer svo margbreytilegur hópur sem myndum samfélag okkar, leggjum okkur í sameiningu fram um að gera samfélagið okkar enn betra með enn virkari þátttöku einstaklinga með Downs heilkenni í leik og starfi. Sameinumst í (ósamstæðum) sokkum og fögnum fjölbreytileikanum. Höfundur er formaður Félags áhugafólks um Downs heilkenni.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar