Heilsugæslan í vanda Teitur Guðmundsson skrifar 21. mars 2025 13:00 Þegar maður fylgist með umræðunni um heilsugæsluna má merkja að það eru miklar áskoranir. Fjöldi þeirra sem býr á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist á hverju ári, samhliða því eykst þörf fyrir þjónustu. Talsverð umræða er um mönnunarvanda og ýmis konar atriði er snúa að verkefnum, stýringu þeirra og svo þeirri augljósu staðreynd að tækniframfarir á þessum vettvangi eru ekki að ná að bæta þjónustu eins og ætla mætti. Það eru margháttaðar skýringar á því sem er efni í annan pistil. Ágæt yfirsýn er yfir þjónustu á hinum ýmsu sviðum heilbrigðisþjónustu á opinberum síðum embættis landlæknis og mælaborðum sem eru uppfærð reglulega þar á meðal um heilsugæsluna. Þessu til viðbótar er hægt að átta sig á muninum á milli heilbrigðisumdæma í þjónustu og margt fleira. Rekstraraðilar fá svo reglulega tölulegar upplýsingar um stöðu mála frá Sjúkratryggingum Íslands og geta borið sig saman við aðra, mikið gagnsæi ríkir almennt og sama líkan er um fjármögnun og greiðslur til aðila. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu skiptist í 19 stöðvar, þar af eru 4 einkareknar og 15 á vegum hins opinbera. Í gegnum tíðina hafa Sjúkratryggingar gert könnun á ánægju með þjónustuna, en sú nýjasta er vegna ársins 2023. Þessar kannanir hafa endurtekið raðað þeim 4 einkareknu stöðvum í efstu sætin sem er einkar ánægjulegt. Beðið er eftir nýrri útfærslu könnunar og því ekki til nýrri gögn. Nýlega voru okkur rekstraraðilum kynntar starfssemistölur á höfuðborgarsvæðinu og kemur þar fram að verulega hefur dregið úr þjónustu. Fjöldi viðtala hjá nær öllum stöðvum hefur dregist saman, fjöldi símtala og innsendra skilaboða á Heilsuveru. Á meðan skráðum skjólstæðingum hefur fjölgað á árunum 2022-2024 um 5,5% eða 2,7% á ári, hefur þjónustan dregist verulega saman. Fjölda heimsókna árið 2024 hefur fækkað um 7,4% miðað við skráða, símtölum fækkaði um 4,5%, skilaboðum á Heilsuveru fækkaði um 25,8% og endurnýjunum lyfseðla fækkaði um 6,9%. Ekki er þessum tölum jafnt skipt heldur er um að ræða meðaltal allra 19 stöðva. Í sumum tilvikum er um að ræða tuga prósenta breytingu á einstaka þjónustuþætti. Einungis 5 stöðvar af 19 auka við sig í fjölda viðtala, 5 í fjölda símtala, 2 í fjölda skilaboða gegnum Heilsuveru og 2 í endurnýjunum lyfja. Einungis ein stöð eykur við sig í 3 af þessum 4 þáttum er snúa að þjónustu við skjólstæðinga og aðgengi. Þetta eru verulega áhugaverðar tölur og enn áhugaverðara er að skoða þær niður á einstaka starfsstöðvar. Það eru vitaskuld margar skýringar að baki og ef fram fer sem horfir mun þetta mynstur mögulega halda áfram og leiða til enn verri þjónustu. Umræða er mikilvæg og það þarf að endurskoða fjárstýringu og hvatakerfi í módeli heilsugæslunnar. Þá þarf að tryggja að þjónustuþættir standi öllum jafnt til boða sem eru að reka heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu. Síðast en ekki síst þarf að fara fram miklu meiri umræða um það hvað við erum að fá fyrir þá peninga sem settir eru í kerfið. Í umræddum gögnum kemur fram að á kostnaður vegna heimsókna á heilsugæslu hafi aukist um 17,3% á sama tíma og heimsóknum og komum fækkaði um 7,4%. Tökum samtalið og leggjumst á eitt við að bæta heilsugæsluþjónustu sem er grunnstoð heilbrigðiskerfisins. Höfundur er forstjóri Heilsuverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Heilsugæsla Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar maður fylgist með umræðunni um heilsugæsluna má merkja að það eru miklar áskoranir. Fjöldi þeirra sem býr á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist á hverju ári, samhliða því eykst þörf fyrir þjónustu. Talsverð umræða er um mönnunarvanda og ýmis konar atriði er snúa að verkefnum, stýringu þeirra og svo þeirri augljósu staðreynd að tækniframfarir á þessum vettvangi eru ekki að ná að bæta þjónustu eins og ætla mætti. Það eru margháttaðar skýringar á því sem er efni í annan pistil. Ágæt yfirsýn er yfir þjónustu á hinum ýmsu sviðum heilbrigðisþjónustu á opinberum síðum embættis landlæknis og mælaborðum sem eru uppfærð reglulega þar á meðal um heilsugæsluna. Þessu til viðbótar er hægt að átta sig á muninum á milli heilbrigðisumdæma í þjónustu og margt fleira. Rekstraraðilar fá svo reglulega tölulegar upplýsingar um stöðu mála frá Sjúkratryggingum Íslands og geta borið sig saman við aðra, mikið gagnsæi ríkir almennt og sama líkan er um fjármögnun og greiðslur til aðila. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu skiptist í 19 stöðvar, þar af eru 4 einkareknar og 15 á vegum hins opinbera. Í gegnum tíðina hafa Sjúkratryggingar gert könnun á ánægju með þjónustuna, en sú nýjasta er vegna ársins 2023. Þessar kannanir hafa endurtekið raðað þeim 4 einkareknu stöðvum í efstu sætin sem er einkar ánægjulegt. Beðið er eftir nýrri útfærslu könnunar og því ekki til nýrri gögn. Nýlega voru okkur rekstraraðilum kynntar starfssemistölur á höfuðborgarsvæðinu og kemur þar fram að verulega hefur dregið úr þjónustu. Fjöldi viðtala hjá nær öllum stöðvum hefur dregist saman, fjöldi símtala og innsendra skilaboða á Heilsuveru. Á meðan skráðum skjólstæðingum hefur fjölgað á árunum 2022-2024 um 5,5% eða 2,7% á ári, hefur þjónustan dregist verulega saman. Fjölda heimsókna árið 2024 hefur fækkað um 7,4% miðað við skráða, símtölum fækkaði um 4,5%, skilaboðum á Heilsuveru fækkaði um 25,8% og endurnýjunum lyfseðla fækkaði um 6,9%. Ekki er þessum tölum jafnt skipt heldur er um að ræða meðaltal allra 19 stöðva. Í sumum tilvikum er um að ræða tuga prósenta breytingu á einstaka þjónustuþætti. Einungis 5 stöðvar af 19 auka við sig í fjölda viðtala, 5 í fjölda símtala, 2 í fjölda skilaboða gegnum Heilsuveru og 2 í endurnýjunum lyfja. Einungis ein stöð eykur við sig í 3 af þessum 4 þáttum er snúa að þjónustu við skjólstæðinga og aðgengi. Þetta eru verulega áhugaverðar tölur og enn áhugaverðara er að skoða þær niður á einstaka starfsstöðvar. Það eru vitaskuld margar skýringar að baki og ef fram fer sem horfir mun þetta mynstur mögulega halda áfram og leiða til enn verri þjónustu. Umræða er mikilvæg og það þarf að endurskoða fjárstýringu og hvatakerfi í módeli heilsugæslunnar. Þá þarf að tryggja að þjónustuþættir standi öllum jafnt til boða sem eru að reka heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu. Síðast en ekki síst þarf að fara fram miklu meiri umræða um það hvað við erum að fá fyrir þá peninga sem settir eru í kerfið. Í umræddum gögnum kemur fram að á kostnaður vegna heimsókna á heilsugæslu hafi aukist um 17,3% á sama tíma og heimsóknum og komum fækkaði um 7,4%. Tökum samtalið og leggjumst á eitt við að bæta heilsugæsluþjónustu sem er grunnstoð heilbrigðiskerfisins. Höfundur er forstjóri Heilsuverndar.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun