Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 18. mars 2025 13:02 Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir gallað kerfi taka utan börn sem brjóta af sér. Vísir/Arnar Halldórsson Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að erfitt sé að meta hvort alvarlegum ofbeldismálum sé að fjölga. Aukin athygli í fjölmiðlum gefi þá tilfinningu en óvíst sé hvort sú sé raunin. Í viðtali við Fjölni í Bítinu í morgun var rætt um aukna umræðu um ofbeldi barna og unglinga. „Við erum með heilt hverfi í Breiðholtinu undir allt í einu. Við höfum reyndar sagt að þeir sem eru þar að beita ofbeldi hafi verið til vandræða í leikskóla líka. Þannig að þetta sé ekki nýtt vandamál heldur hafi verið þekkt þarna.“ Hann segir að erfitt sé að taka á málefnum barna þar sem þau eru ekki sakhæf fyrr en við fimmtán ára aldur. Ef lögregla tekur barn þarf að hafa samband við foreldra og ef ekki næst í þá er barnavernd kölluð til. Hann segir að lögreglan geti tekið barn úr umferð en ekki megi taka formlega skýrslutöku af barni nema einhver sé viðstaddur. Að hans mati þyrftu lögreglumenn að geta tekið fastar á unglingum sem brjóta af sér. Hann segir að almennt agaleysi hafi verið við lýði í samfélaginu lengi og birtingarmyndin af því sé aukið ofbeldi barna og unglinga. Hann telur að það þurfi að taka fast á málum og taka börn sem beita ofbeldi úr umferð og gera foreldrum þeirra grein fyrir því að svona lýðist ekki í okkar samfélagi. Fimmtán ára eru börn orðin sakhæf „Þetta er bara samfélagsvandamál. Lögreglan getur náttúrlega komið og tekið þau úr umferð og reynt að tala við þau og haft svo samband við önnur yfirvöld. En svo um leið og þessir krakkar eru orðnir fimmtán ára þá eru þau komin í alvöru vandræði. Þá eru þau bara dæmd. Það er kannski betra fyrir okkur að grípa inn í áður en þau bara enda með dóma á sér. Það er náttúrlega það sem það stefnir í.“ Fjölnir bendir einnig á ofbeldismál sem svipa til atburðarrásarinnar sem hófst í Þorlákshöfn nýverið. Hann segir að lögreglan hafi verið að vara fólk við því að taka lögin í eigin hendur. Lögreglan hafi bent á að slíkt endi bara á einn veg, eins og sýndi sig í því máli. „Það var líka búið að vara við þessu. Það eru einhverjir ungir krakkar sem þau ætla að fjárkúga sem þau telja bera brotamann. Þau enda bara á Litla Hrauni af því að þau gengu og langt og lömdu einhvern of mikið. Eru kannski einhverjir réttlætisriddarar.“ Fjölnir bendir einnig á annað vandamál sem er að ekki sé pláss í fangelsum og því sitji afbrotamenn oft ekki inni allan tímann því það þurfi að koma öðrum föngum að. Þá segir hann að kerfið sem á að taka á afbrotum barna hafi fengið að deyja út. Plássum hafi fækkað og úrræðin geri illt verra. „Við erum með þetta kerfi sem er alveg ferlegt. Við setjum saman börn sem eru með fíknivanda og þau sem eiga við hegðunarvanda að stríða. Hvað gerist fyrir með börnin með hegðunarvanda? Það lærir allt um fíkniefni. Þannig að við þurfum fleiri heimili til að aðskilja þessa krakka.“ Fjölnir heldur áfram. „Það er ekkert langt síðan ég talaði við ungan mann sem var á Stuðlum ’96 þegar ég vann þar. Hann sagði að hann hefði aldrei farið í fíkniefni áður. En þarna hefði hann lært allt um fíkniefni og þó hann hafi reyndar aldrei verið í fíkniefnum þá væri hann stórfelldur fíkniefnainnflytjandi í dag. Hann kynntist öllum þessum krökkum þarna og sá nú gróðavon í þessu að selja þeim fíkniefni.“ Þörf á fjölbreyttari úrræðum Þá vísar Fjölnir í nýlegt samtal við fangelsismálastjóra þar sem þeir ræddu um þörfina á sérhæfðara starfsfólki í betrun innan fangelsisins. Það sé ekki nóg að hafa bara fangaverði heldur þurfi að vera eitthvað fyrir fangana að gera. Lögreglan hafi bent á að það sé bara verið að búa til glæpamenn á Litla-Hrauni vegna takmarkaðra úrræða við betrun fanga. Þá ræddi Fjölnir um ný lög um vopnaburð en segir að hann eigi eftir að sjá árangur af þeim. „Ég er að vona að þau skili sér þessi nýju lög um vopnaburð en væntanlega skilar það sér ekki fyrr en það er búið að dæma einhvern fyrir það. Þá er það kannski einhver fimmtán ára krakki sem fær þunga refsingu og sekt fyrir að vera með hníf á sér. Það má fara í upp undir ár núna,“ segir Fjölnir um þyngingu refsingar fyrir vopnaburð. Sami unglingahópur að baki ofbeldisverkum Þá segir að Fjölnir að leita þurfi leiða til að grípa inn fyrr í málum þessara barna. Ýmislegt hafi verið reynt í þeim efnum en nú þurfi að stíga fastar inn. Þá segir hann að hann telji að það sé nokkurnveginn sami unglingahópurinn sem hafi staðið fyrir alvarlegum ofbeldisverkum víða um höfuðborgarsvæðið. „Það virðist vera að þetta sé sami unglingahópur sem er í Mjóddinni, Kringlunni og Firðinum í Hafnarfirði, sem fer bara á milli í strætó. Ég vona að þetta sé rétt, að þetta séu ekki margir hópar. Þetta er þetta agaleysi, þetta óttaleysi við afleiðingar.“ Fjölnir telur að það þurfi að fara inn á heimili þessarra barna, grípa inn í og hjálpa til við uppeldið. En hann bendir á að kannski sé ekki mannskapur í það. Þrátt fyrir tilraunir lögreglunnar til að auka samfélagslega gæslu þá þurfi meira til. Það þyrfti fleiri lögregluþjóna til að sinna þessum málaflokki. Lögreglan sé alltaf bara að bregðast við í stað þess að geta verið í fyrirbyggjandi aðgerðum. Þannig þyrfti lögreglan að vera sýnilegri. Fjölnir heldur svo áfram. „Glæpamenn eru farnir að nota einhverja sem hafa kannski engu að tapa, tengjast samfélaginu lítið. Jafnvel krakkar sem eru innflytjendur sem finna sig hvergi. Það er svo auðvelt að nota þannig fólk í allskonar óheiðarlegt. Einhverjir krakkar sem fá kannski eitthvað smá borgað. Krakkar sem hugsa ekki langt inn í framtíðina. Svo erum við náttúrlega með glæpamenn sem að halda alltaf að þeir sleppi, hafa kannski sloppið allt of oft. Það eru menn hérna í samfélaginu sem við teljum vera þekkta ofbeldismenn en miðað við hversu oft þeir hafa verið dæmdir fyrir ofbeldi þá er það örsjaldan.“ Fjölnir segir það sameiginlegt átak okkar allra að berjast gegn þessu ofbeldi og það þurfi að taka á málum áður en þessi börn verði sakhæf við fimmtán ára aldurinn. Lögreglumál Reykjavík Ofbeldi barna Bítið Bylgjan Fíkn Fangelsismál Tengdar fréttir Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Ungmenni á fimmtánda aldursári, sem er því undir sakhæfisaldri, er grunað um að kasta gangstéttarhellu í höfuð manns um helgina við strætóstoppistöð í Mjóddinni í Reykjavík. Árásin mun hafa verið tilviljanakennd, en hópur ungmenna mun hafa veist að manninum sem var að stiga úr strætisvagni. Aðdragandi árásarinnar, milli mannsins og ungmennanna, mun ekki hafa verið neinn. 17. mars 2025 16:45 Mest lesið Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Fleiri fréttir „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Sjá meira
Í viðtali við Fjölni í Bítinu í morgun var rætt um aukna umræðu um ofbeldi barna og unglinga. „Við erum með heilt hverfi í Breiðholtinu undir allt í einu. Við höfum reyndar sagt að þeir sem eru þar að beita ofbeldi hafi verið til vandræða í leikskóla líka. Þannig að þetta sé ekki nýtt vandamál heldur hafi verið þekkt þarna.“ Hann segir að erfitt sé að taka á málefnum barna þar sem þau eru ekki sakhæf fyrr en við fimmtán ára aldur. Ef lögregla tekur barn þarf að hafa samband við foreldra og ef ekki næst í þá er barnavernd kölluð til. Hann segir að lögreglan geti tekið barn úr umferð en ekki megi taka formlega skýrslutöku af barni nema einhver sé viðstaddur. Að hans mati þyrftu lögreglumenn að geta tekið fastar á unglingum sem brjóta af sér. Hann segir að almennt agaleysi hafi verið við lýði í samfélaginu lengi og birtingarmyndin af því sé aukið ofbeldi barna og unglinga. Hann telur að það þurfi að taka fast á málum og taka börn sem beita ofbeldi úr umferð og gera foreldrum þeirra grein fyrir því að svona lýðist ekki í okkar samfélagi. Fimmtán ára eru börn orðin sakhæf „Þetta er bara samfélagsvandamál. Lögreglan getur náttúrlega komið og tekið þau úr umferð og reynt að tala við þau og haft svo samband við önnur yfirvöld. En svo um leið og þessir krakkar eru orðnir fimmtán ára þá eru þau komin í alvöru vandræði. Þá eru þau bara dæmd. Það er kannski betra fyrir okkur að grípa inn í áður en þau bara enda með dóma á sér. Það er náttúrlega það sem það stefnir í.“ Fjölnir bendir einnig á ofbeldismál sem svipa til atburðarrásarinnar sem hófst í Þorlákshöfn nýverið. Hann segir að lögreglan hafi verið að vara fólk við því að taka lögin í eigin hendur. Lögreglan hafi bent á að slíkt endi bara á einn veg, eins og sýndi sig í því máli. „Það var líka búið að vara við þessu. Það eru einhverjir ungir krakkar sem þau ætla að fjárkúga sem þau telja bera brotamann. Þau enda bara á Litla Hrauni af því að þau gengu og langt og lömdu einhvern of mikið. Eru kannski einhverjir réttlætisriddarar.“ Fjölnir bendir einnig á annað vandamál sem er að ekki sé pláss í fangelsum og því sitji afbrotamenn oft ekki inni allan tímann því það þurfi að koma öðrum föngum að. Þá segir hann að kerfið sem á að taka á afbrotum barna hafi fengið að deyja út. Plássum hafi fækkað og úrræðin geri illt verra. „Við erum með þetta kerfi sem er alveg ferlegt. Við setjum saman börn sem eru með fíknivanda og þau sem eiga við hegðunarvanda að stríða. Hvað gerist fyrir með börnin með hegðunarvanda? Það lærir allt um fíkniefni. Þannig að við þurfum fleiri heimili til að aðskilja þessa krakka.“ Fjölnir heldur áfram. „Það er ekkert langt síðan ég talaði við ungan mann sem var á Stuðlum ’96 þegar ég vann þar. Hann sagði að hann hefði aldrei farið í fíkniefni áður. En þarna hefði hann lært allt um fíkniefni og þó hann hafi reyndar aldrei verið í fíkniefnum þá væri hann stórfelldur fíkniefnainnflytjandi í dag. Hann kynntist öllum þessum krökkum þarna og sá nú gróðavon í þessu að selja þeim fíkniefni.“ Þörf á fjölbreyttari úrræðum Þá vísar Fjölnir í nýlegt samtal við fangelsismálastjóra þar sem þeir ræddu um þörfina á sérhæfðara starfsfólki í betrun innan fangelsisins. Það sé ekki nóg að hafa bara fangaverði heldur þurfi að vera eitthvað fyrir fangana að gera. Lögreglan hafi bent á að það sé bara verið að búa til glæpamenn á Litla-Hrauni vegna takmarkaðra úrræða við betrun fanga. Þá ræddi Fjölnir um ný lög um vopnaburð en segir að hann eigi eftir að sjá árangur af þeim. „Ég er að vona að þau skili sér þessi nýju lög um vopnaburð en væntanlega skilar það sér ekki fyrr en það er búið að dæma einhvern fyrir það. Þá er það kannski einhver fimmtán ára krakki sem fær þunga refsingu og sekt fyrir að vera með hníf á sér. Það má fara í upp undir ár núna,“ segir Fjölnir um þyngingu refsingar fyrir vopnaburð. Sami unglingahópur að baki ofbeldisverkum Þá segir að Fjölnir að leita þurfi leiða til að grípa inn fyrr í málum þessara barna. Ýmislegt hafi verið reynt í þeim efnum en nú þurfi að stíga fastar inn. Þá segir hann að hann telji að það sé nokkurnveginn sami unglingahópurinn sem hafi staðið fyrir alvarlegum ofbeldisverkum víða um höfuðborgarsvæðið. „Það virðist vera að þetta sé sami unglingahópur sem er í Mjóddinni, Kringlunni og Firðinum í Hafnarfirði, sem fer bara á milli í strætó. Ég vona að þetta sé rétt, að þetta séu ekki margir hópar. Þetta er þetta agaleysi, þetta óttaleysi við afleiðingar.“ Fjölnir telur að það þurfi að fara inn á heimili þessarra barna, grípa inn í og hjálpa til við uppeldið. En hann bendir á að kannski sé ekki mannskapur í það. Þrátt fyrir tilraunir lögreglunnar til að auka samfélagslega gæslu þá þurfi meira til. Það þyrfti fleiri lögregluþjóna til að sinna þessum málaflokki. Lögreglan sé alltaf bara að bregðast við í stað þess að geta verið í fyrirbyggjandi aðgerðum. Þannig þyrfti lögreglan að vera sýnilegri. Fjölnir heldur svo áfram. „Glæpamenn eru farnir að nota einhverja sem hafa kannski engu að tapa, tengjast samfélaginu lítið. Jafnvel krakkar sem eru innflytjendur sem finna sig hvergi. Það er svo auðvelt að nota þannig fólk í allskonar óheiðarlegt. Einhverjir krakkar sem fá kannski eitthvað smá borgað. Krakkar sem hugsa ekki langt inn í framtíðina. Svo erum við náttúrlega með glæpamenn sem að halda alltaf að þeir sleppi, hafa kannski sloppið allt of oft. Það eru menn hérna í samfélaginu sem við teljum vera þekkta ofbeldismenn en miðað við hversu oft þeir hafa verið dæmdir fyrir ofbeldi þá er það örsjaldan.“ Fjölnir segir það sameiginlegt átak okkar allra að berjast gegn þessu ofbeldi og það þurfi að taka á málum áður en þessi börn verði sakhæf við fimmtán ára aldurinn.
Lögreglumál Reykjavík Ofbeldi barna Bítið Bylgjan Fíkn Fangelsismál Tengdar fréttir Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Ungmenni á fimmtánda aldursári, sem er því undir sakhæfisaldri, er grunað um að kasta gangstéttarhellu í höfuð manns um helgina við strætóstoppistöð í Mjóddinni í Reykjavík. Árásin mun hafa verið tilviljanakennd, en hópur ungmenna mun hafa veist að manninum sem var að stiga úr strætisvagni. Aðdragandi árásarinnar, milli mannsins og ungmennanna, mun ekki hafa verið neinn. 17. mars 2025 16:45 Mest lesið Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Fleiri fréttir „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Sjá meira
Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Ungmenni á fimmtánda aldursári, sem er því undir sakhæfisaldri, er grunað um að kasta gangstéttarhellu í höfuð manns um helgina við strætóstoppistöð í Mjóddinni í Reykjavík. Árásin mun hafa verið tilviljanakennd, en hópur ungmenna mun hafa veist að manninum sem var að stiga úr strætisvagni. Aðdragandi árásarinnar, milli mannsins og ungmennanna, mun ekki hafa verið neinn. 17. mars 2025 16:45