Þrjú lykilskref í átt að betri háskóla. Ingibjörg Gunnarsdóttir mun stíga þau Styrmir Hallsson skrifar 18. mars 2025 10:33 Færni sem kennari. Eftir að hafa starfað við háskólann í yfir 20 ár hefur Ingibjörg safnað sér mikla reynslu sem kennari. Hún hefur kennt fjölbreytta áfanga þvert á deildir heilbrigðisvísindasviðs og einkennist sú kennsla af mikilli þekkingu og yfirvegun. Ein mikilvægasta áhersla hennar er að eiga gott samtal við nemendur þar sem hægt er að koma fram ólíkum sjónarmiðum og efla gagnrýna hugsun. Þjálfun á hinu síðastnefnda er hugsanlega eitt mikilvægasta hlutverk háskólans í breyttu samfélagi dagsins. Fær vísindakona. Árið 2023 var Ingibjörg tilnefnd sem heiðursvísindakona Landspítalans. Verðskulduð nafnbót og viðurkenning eftir áralanga vinnu með mörgu af færasta rannsóknarfólki heims, þvert á háskóla. Hún er einn helsti sérfræðingur innan næringar ungbarna og næringar á meðgöngu og hefur tekið þátt í vinnu að norrænum ráðleggingum um mataræði. Hún er því óhrædd við að vera leiðandi rödd í vægast samt stormasömu umhverfi. Ingibjörg veitir ungu vísindafólki möguleika, færir þeim ábyrgð, eflir færni þeirra og lyftir þeim upp á hærra stig. Hún hefur tekið þátt í því að byggja upp meistaranámsleið og doktorsnám í næringarfræði, leiðbeint ótal nemendum og stutt nemendur í vegferð þeirra innan vísindanna. Þannig hefur hún rutt veginn fyrir nemendur til þess að stíga sín fyrstu skref inn í heim vísindanna og þannig mótað framtíð HÍ sem rannsóknarháskóla. Þekkir innri kerfi háskólans. Ingibjörg veit hvað þarf til þess að bæta háskólann enn frekar og hefur fjallað um leiðir til þess í framboði sínu. Hún er því með skýra hugsjón um þær breytingar sem þarf að fara í og leiðtogahæfileikana til þess að ná þeim í gegn. Samfélagslegt mikilvægi háskólans er mikil og þrátt fyrir langvarandi vanfjármögnun býr HÍ að ómetanlegum mannauði. Í öllu samstarfi hefur Ingibjörg lagt áherslu á skýr samskipti og góða samvinnu, lykileiginleikar í fari einstaklings sem á að reka háskólann. Það er ljóst að hún mun skapa háskólaumhverfi þar sem við fáum betri tækifæri til þess að nýta okkar hæfileika á sem bestan hátt og þannig efla háskólann Hún hefur hugsjónina sem nær að nýta þennan mikla mannauð sem við Íslendingar búum að. Ingibjörg Gunnarsdóttir mun stíga hin réttu skref í átt að bættum Háskóla. Hún er því sá frambjóðandi sem fær mitt atkvæði. Höfundur er nemandi við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Sjá meira
Færni sem kennari. Eftir að hafa starfað við háskólann í yfir 20 ár hefur Ingibjörg safnað sér mikla reynslu sem kennari. Hún hefur kennt fjölbreytta áfanga þvert á deildir heilbrigðisvísindasviðs og einkennist sú kennsla af mikilli þekkingu og yfirvegun. Ein mikilvægasta áhersla hennar er að eiga gott samtal við nemendur þar sem hægt er að koma fram ólíkum sjónarmiðum og efla gagnrýna hugsun. Þjálfun á hinu síðastnefnda er hugsanlega eitt mikilvægasta hlutverk háskólans í breyttu samfélagi dagsins. Fær vísindakona. Árið 2023 var Ingibjörg tilnefnd sem heiðursvísindakona Landspítalans. Verðskulduð nafnbót og viðurkenning eftir áralanga vinnu með mörgu af færasta rannsóknarfólki heims, þvert á háskóla. Hún er einn helsti sérfræðingur innan næringar ungbarna og næringar á meðgöngu og hefur tekið þátt í vinnu að norrænum ráðleggingum um mataræði. Hún er því óhrædd við að vera leiðandi rödd í vægast samt stormasömu umhverfi. Ingibjörg veitir ungu vísindafólki möguleika, færir þeim ábyrgð, eflir færni þeirra og lyftir þeim upp á hærra stig. Hún hefur tekið þátt í því að byggja upp meistaranámsleið og doktorsnám í næringarfræði, leiðbeint ótal nemendum og stutt nemendur í vegferð þeirra innan vísindanna. Þannig hefur hún rutt veginn fyrir nemendur til þess að stíga sín fyrstu skref inn í heim vísindanna og þannig mótað framtíð HÍ sem rannsóknarháskóla. Þekkir innri kerfi háskólans. Ingibjörg veit hvað þarf til þess að bæta háskólann enn frekar og hefur fjallað um leiðir til þess í framboði sínu. Hún er því með skýra hugsjón um þær breytingar sem þarf að fara í og leiðtogahæfileikana til þess að ná þeim í gegn. Samfélagslegt mikilvægi háskólans er mikil og þrátt fyrir langvarandi vanfjármögnun býr HÍ að ómetanlegum mannauði. Í öllu samstarfi hefur Ingibjörg lagt áherslu á skýr samskipti og góða samvinnu, lykileiginleikar í fari einstaklings sem á að reka háskólann. Það er ljóst að hún mun skapa háskólaumhverfi þar sem við fáum betri tækifæri til þess að nýta okkar hæfileika á sem bestan hátt og þannig efla háskólann Hún hefur hugsjónina sem nær að nýta þennan mikla mannauð sem við Íslendingar búum að. Ingibjörg Gunnarsdóttir mun stíga hin réttu skref í átt að bættum Háskóla. Hún er því sá frambjóðandi sem fær mitt atkvæði. Höfundur er nemandi við Háskóla Íslands
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar